Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2018 06:00 Fréttir helgarinnar eru þær að Eyþór Arnalds vann stórsigur í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Til hamingju með það. Þrátt fyrir dræmt gengi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík seinustu árin virðist hann hvergi ætla að hvika frá stefnu sinni um dreifingu byggðar og andstöðu sinni við eðlilega borgarþróun og ætlar nú að bæta um betur og berjast gegn Borgarlínunni. Það eru vissulega vandamál í borginni og þau þarf að leysa en ég treysti mér til að fullyrða að mislæg gatnamót leysa ekki eitt. Við þurfum að tryggja dagvistun barna innan hverfis. Við verðum að efla dagforeldrakerfið, gera það miklu ódýrara fyrir foreldra og við þurfum að fjölga ungbarnadeildum. Það þarf að útrýma skutlinu. Borgarlínan og efling almenningssamgangna mun svo vera tæki til að auka valfrelsi barna með því að gera þeim kleift að ferðast um borgina þegar þau hafa aldur til. Það þarf að halda áfram að skilgreina og styðja við hverfiskjarna og gera fólki það mögulegt að sinna sem flestu innan síns hverfis. Við þurfum nýtt stórt hverfi inni í borginni. Við þurfum hverfi sem gerir ráð fyrir góðum almenningssamgöngum og umferð gangandi og hjólandi frá fyrsta degi. Við þurfum að byggja í Vatnsmýrinni vegna þess að byggð þar mun ekki skapa umferðarvanda heldur leysa hann. Við byggjum okkur frá umferðarvanda með því að þétta byggð – ekki með því að byggja umferðarmannvirki og þið sem í dag þekkið Ártúnsbrekkuna á háannatíma getið ímyndað ykkur hvað það myndi þýða að halda áfram að byggja austast í borginni. Mislæg gatnamót eru engin lausn inni í borg – þau taka pláss, stytta ferðatíma á háannatíma um sirka 90 sekúndur og eru algjör farartálmi fyrir gangandi og hjólandi. Við leysum ekkert með því að færa hnútinn um nokkur hundruð metra. Við leysum umferðarvandann með öflugum almenningssamgöngum og skipulagi sem vinnur að því að gefa fólki val um búsetu, lífsstíl og samgöngumáta. Í vor verður kosið um skyndilausnir sem skapa vandamál eða borgarþróun til framtíðar – þitt er valið.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Fréttir helgarinnar eru þær að Eyþór Arnalds vann stórsigur í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Til hamingju með það. Þrátt fyrir dræmt gengi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík seinustu árin virðist hann hvergi ætla að hvika frá stefnu sinni um dreifingu byggðar og andstöðu sinni við eðlilega borgarþróun og ætlar nú að bæta um betur og berjast gegn Borgarlínunni. Það eru vissulega vandamál í borginni og þau þarf að leysa en ég treysti mér til að fullyrða að mislæg gatnamót leysa ekki eitt. Við þurfum að tryggja dagvistun barna innan hverfis. Við verðum að efla dagforeldrakerfið, gera það miklu ódýrara fyrir foreldra og við þurfum að fjölga ungbarnadeildum. Það þarf að útrýma skutlinu. Borgarlínan og efling almenningssamgangna mun svo vera tæki til að auka valfrelsi barna með því að gera þeim kleift að ferðast um borgina þegar þau hafa aldur til. Það þarf að halda áfram að skilgreina og styðja við hverfiskjarna og gera fólki það mögulegt að sinna sem flestu innan síns hverfis. Við þurfum nýtt stórt hverfi inni í borginni. Við þurfum hverfi sem gerir ráð fyrir góðum almenningssamgöngum og umferð gangandi og hjólandi frá fyrsta degi. Við þurfum að byggja í Vatnsmýrinni vegna þess að byggð þar mun ekki skapa umferðarvanda heldur leysa hann. Við byggjum okkur frá umferðarvanda með því að þétta byggð – ekki með því að byggja umferðarmannvirki og þið sem í dag þekkið Ártúnsbrekkuna á háannatíma getið ímyndað ykkur hvað það myndi þýða að halda áfram að byggja austast í borginni. Mislæg gatnamót eru engin lausn inni í borg – þau taka pláss, stytta ferðatíma á háannatíma um sirka 90 sekúndur og eru algjör farartálmi fyrir gangandi og hjólandi. Við leysum ekkert með því að færa hnútinn um nokkur hundruð metra. Við leysum umferðarvandann með öflugum almenningssamgöngum og skipulagi sem vinnur að því að gefa fólki val um búsetu, lífsstíl og samgöngumáta. Í vor verður kosið um skyndilausnir sem skapa vandamál eða borgarþróun til framtíðar – þitt er valið.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun