Hart barist um 2. til 4. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 9. febrúar 2018 12:02 Dagur B. Eggertsson mun leiða lista Samfylkingarinnar. Vísir/Hanna Flokksval Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í lok maí hófst nú klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan sjö annað kvöld. Hart er barist um annað til fjórða sæti listans en enginn býður sig fram gegn Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í forystusætið. Kosning í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík er rafræn og geta allir skráðir félagar í flokknum í borginni tekið þátt. Kjósendur eiga að raða í átta til tíu sæti á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fram fara hinn 27. maí í vor. Niðurstaðan er bindandi í 5 efstu sætin, með fyrirvara um kynjareglur flokksins. Kosningin hófst klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan 19 annað kvöld. Búist er við að úrslit liggi fyrir um klukkan hálf níu annað kvöld og verða þau kynnt á veitingastaðnum Bergson RE.Heiða Björg Hilmisdóttir sækist eftir öðru sæti.Ekki er tekist á um forystusæti listans þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri býður sig einn fram í fyrsta sætið. Hins vegar sækjast þær Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi báðar eftir öðru sætinu. Þá verður hörð barátta um þriðja sætið en þrír sækjast eftir því sæti, þeir Skúli Helgason borgarfulltrúi, Aron Leví Beck málari og byggingarfræðingur og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi. Að auki sækist Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi eftir þriðja til fjórða sæti. Dóra Magnúsdóttir varaborgarfulltrúi og leiðsögumaður og Magnús Már Guðmundsson formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarfélags Reykjavíkur sækjast líka eftir fjórða sætinu og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir verkefnastjóri sækist eftir fjórða til sjötta sæti. Kristín Soffía Jónsdóttir sækist einnig eftir öðru sætinu.Vísir/StefánEllen Calmon fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands sækist eftir fimmta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Að auki sækist gamla kempan Guðrún Ögmundsdóttir tengiliður vistheimila og fyrrverandi þingkona og borgarfulltrúi sækist eftir fimmta til sjöunda sætinu ásamt Þorkatli Heiðarssyni náttúrufræðingi.Teitur Atlason fulltrúi á Neytendastofu sækist síðan eftir sjöunda til níunda sætinu.Borgarfulltrúum verður fjölgað úr 15 í 23 í kosningunum í vor og samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið myndu Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn halda meirihluta í borginni. Samfylkingin fengi sjö fulltrúa, og Píratar og Vinstri græn þrjá hvor flokks fyrir sig. Þessir flokkar mynda núverandi meirihluta ásamt Bjartri framtíð sem ekki myndi ná inn fulltrúa í borgarstjórn samkvæmt könnuninni.Sjálfstæðisflokkurinn fengi átta borgarfulltrúa samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið. En 12 borgarfulltrúa þarf til að mynda lágmarks meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
Flokksval Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í lok maí hófst nú klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan sjö annað kvöld. Hart er barist um annað til fjórða sæti listans en enginn býður sig fram gegn Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í forystusætið. Kosning í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík er rafræn og geta allir skráðir félagar í flokknum í borginni tekið þátt. Kjósendur eiga að raða í átta til tíu sæti á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fram fara hinn 27. maí í vor. Niðurstaðan er bindandi í 5 efstu sætin, með fyrirvara um kynjareglur flokksins. Kosningin hófst klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan 19 annað kvöld. Búist er við að úrslit liggi fyrir um klukkan hálf níu annað kvöld og verða þau kynnt á veitingastaðnum Bergson RE.Heiða Björg Hilmisdóttir sækist eftir öðru sæti.Ekki er tekist á um forystusæti listans þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri býður sig einn fram í fyrsta sætið. Hins vegar sækjast þær Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi báðar eftir öðru sætinu. Þá verður hörð barátta um þriðja sætið en þrír sækjast eftir því sæti, þeir Skúli Helgason borgarfulltrúi, Aron Leví Beck málari og byggingarfræðingur og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi. Að auki sækist Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi eftir þriðja til fjórða sæti. Dóra Magnúsdóttir varaborgarfulltrúi og leiðsögumaður og Magnús Már Guðmundsson formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarfélags Reykjavíkur sækjast líka eftir fjórða sætinu og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir verkefnastjóri sækist eftir fjórða til sjötta sæti. Kristín Soffía Jónsdóttir sækist einnig eftir öðru sætinu.Vísir/StefánEllen Calmon fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands sækist eftir fimmta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Að auki sækist gamla kempan Guðrún Ögmundsdóttir tengiliður vistheimila og fyrrverandi þingkona og borgarfulltrúi sækist eftir fimmta til sjöunda sætinu ásamt Þorkatli Heiðarssyni náttúrufræðingi.Teitur Atlason fulltrúi á Neytendastofu sækist síðan eftir sjöunda til níunda sætinu.Borgarfulltrúum verður fjölgað úr 15 í 23 í kosningunum í vor og samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið myndu Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn halda meirihluta í borginni. Samfylkingin fengi sjö fulltrúa, og Píratar og Vinstri græn þrjá hvor flokks fyrir sig. Þessir flokkar mynda núverandi meirihluta ásamt Bjartri framtíð sem ekki myndi ná inn fulltrúa í borgarstjórn samkvæmt könnuninni.Sjálfstæðisflokkurinn fengi átta borgarfulltrúa samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið. En 12 borgarfulltrúa þarf til að mynda lágmarks meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47