Græn Borgarlína Skúli Helgason skrifar 9. febrúar 2018 07:00 Umhverfisvernd er ekki lengur bara spurning um pólitíska forgangsröðun heldur beinlínis lykill að framtíð okkar hér á jörðinni. Það er siðferðisleg skylda okkar að bregðast við loftslagsvandanum, og skaðlegum fylgifiskum hans fyrir umhverfi og náttúru. Á sama tíma geta kjarkmiklar aðgerðir á sviði umhverfismála stóraukið lífsgæði borgarbúa. Eitt albesta dæmið um slíka aðgerð er hröð og markviss uppbygging Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt mannfjöldaspám má gera ráð fyrir að íbúum höfuðborgarsvæðisins muni fjölga um 70 þúsund manns fram til 2040 eða um nærri 40%. Ef 75% ferða verða áfram farin í einkabílum mun ferðatími lengjast um meira en helming og umferðatafir um 80%. Uppbygging umferðarmannvirkja sem gætu tekið við slíkum fjölda er óhugsandi vegna himinhrópandi kostnaðar, ósjálfbærrar landnotkunar og neikvæðra umhverfisáhrifa. Reynslan erlendis kennir okkur að breikkun helstu stofnbrauta og mislæg gatnamót eru skammgóður vermir. Akreinarnar fyllast jafnharðan og vegfarendur verða jafn illa, eða verr, settir og áður. Skynsamlegasta leiðin til að takast á við þetta verkefni er kraftmikil uppbygging almenningssamgangna. Þar er Borgarlína langáhrifaríkasta aðgerðin en hún felur í sér að komið verði upp hraðvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu þar sem biðtími styttist til muna niður í 5-7 mínútur á álagstímum og jafnvel allt niður í 2 mínútur ef þörf er á meiri afkastagetu. Borgarlínan verður með forgang á umferðarljósum sem mun auðvelda farþegum að komast hratt og örugglega á milli staða. Lögð verður áhersla á vandaðar yfirbyggðar biðstöðvar, með farmiðasjálfsölum og upplýsingaskiltum sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur. Með uppbyggingu Borgarlínu vinnst afar margt. Slíkt almenningssamgöngukerfi er hagkvæm og vistvæn leið til að auka flutningsgetu milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en einnig innan þeirra. Uppbygging hennar mun gegna lykilhlutverki í uppbyggingu og þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu öllu. Með Borgarlínu drögum við úr mengun, styttum ferðatíma, aukum lífsgæði og byggjum upp græna borg.Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Umhverfisvernd er ekki lengur bara spurning um pólitíska forgangsröðun heldur beinlínis lykill að framtíð okkar hér á jörðinni. Það er siðferðisleg skylda okkar að bregðast við loftslagsvandanum, og skaðlegum fylgifiskum hans fyrir umhverfi og náttúru. Á sama tíma geta kjarkmiklar aðgerðir á sviði umhverfismála stóraukið lífsgæði borgarbúa. Eitt albesta dæmið um slíka aðgerð er hröð og markviss uppbygging Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt mannfjöldaspám má gera ráð fyrir að íbúum höfuðborgarsvæðisins muni fjölga um 70 þúsund manns fram til 2040 eða um nærri 40%. Ef 75% ferða verða áfram farin í einkabílum mun ferðatími lengjast um meira en helming og umferðatafir um 80%. Uppbygging umferðarmannvirkja sem gætu tekið við slíkum fjölda er óhugsandi vegna himinhrópandi kostnaðar, ósjálfbærrar landnotkunar og neikvæðra umhverfisáhrifa. Reynslan erlendis kennir okkur að breikkun helstu stofnbrauta og mislæg gatnamót eru skammgóður vermir. Akreinarnar fyllast jafnharðan og vegfarendur verða jafn illa, eða verr, settir og áður. Skynsamlegasta leiðin til að takast á við þetta verkefni er kraftmikil uppbygging almenningssamgangna. Þar er Borgarlína langáhrifaríkasta aðgerðin en hún felur í sér að komið verði upp hraðvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu þar sem biðtími styttist til muna niður í 5-7 mínútur á álagstímum og jafnvel allt niður í 2 mínútur ef þörf er á meiri afkastagetu. Borgarlínan verður með forgang á umferðarljósum sem mun auðvelda farþegum að komast hratt og örugglega á milli staða. Lögð verður áhersla á vandaðar yfirbyggðar biðstöðvar, með farmiðasjálfsölum og upplýsingaskiltum sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur. Með uppbyggingu Borgarlínu vinnst afar margt. Slíkt almenningssamgöngukerfi er hagkvæm og vistvæn leið til að auka flutningsgetu milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en einnig innan þeirra. Uppbygging hennar mun gegna lykilhlutverki í uppbyggingu og þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu öllu. Með Borgarlínu drögum við úr mengun, styttum ferðatíma, aukum lífsgæði og byggjum upp græna borg.Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun