Í tilkynningu frá IKEA á Íslandi kemur fram að þetta hafi verið í fjórða sinn sem teiknisamkeppnin var haldin þar sem alls bárust 87 þúsund teikningar.
„Hinir sigurvegararnir eru frá Svíþjóð, Suður-Kóreu, Kína og Póllandi. Teikningarnar fimm verða að mjúkdýrum sem koma út í línunni SAGOSKATT í haust.
SAGOSKATT er mjúkdýralína sem gefin er út í takmörkuðu magni og er alfarið hönnuð af börnum. En SAGOSKATT mjúkdýrin eru ekki bara sæt og mjúk. Þau þjóna líka öðrum tilgangi. Leikur fyrir betra líf herferðin sem stendur yfir á haustin eftir að SAGOSKATT kemur í verslanir, er ætlað að hvetja alla til leiks. Öll velta af sölu línunnar fer svo til góðgerðarmála sem tengjast börnum. Þetta snýst því um að börn hjálpi börnum.
Eins og undanfarin ár var fjöldi teikninganna gríðarlegur og meistaraverkin skiptu tugþúsundum. Þær eru sannarlega minnisvarði um einstaka sköpunargleði barna um allan heim.“ segir í tilkynningunni.
Að neðan má sjá myndirnar sem valdar voru að þessu sinni.
