Enn teygist á valdatíð Angelu Merkel Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. febrúar 2018 06:30 Horst Seehofer, leiðtogi CSU, Angela Merkel, leiðtogi CDU, og Martin Schulz, leiðtogi SPD, á góðri stund. Vísir/AFP Angela Merkel mun halda sæti sínu sem kanslari Þýskalands eftir að flokkur hennar, Kristilegir demókratar (CDU/CSU), komst að samkomulagi um stjórnarmyndun við Jafnaðarmannaflokkinn (SPD). Flokkarnir störfuðu einnig saman á nýliðnu kjörtímabili og nú, nærri fimm mánuðum eftir þingkosningar, þykir ljóst að það samstarf sé ekki á enda þrátt fyrir kosninganæturfullyrðingar Martins Schulz, leiðtoga SPD, um að flokkur hans ætlaði að vera í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Ef ríkisstjórnin, hið svokallaða Große Koalition, eða stórbandalag, heldur út kjörtímabilið verður Merkel því kanslari til 2021 hið minnsta. Á þeim tímapunkti væri Merkel búin að sitja í sextán ár. Sé litið til forvera hennar myndi Merkel deila öðru sætinu yfir þá kanslara Þýskalands, og forvera þess, sem hafa setið lengst. Einungis Otto von Bismarck sat lengur, hann vantaði einn dag upp á að hafa setið 23 ár. Í næstu sætum koma svo þeir Konrad Adenauer sem sat 14 ár og Adolf Hitler sem sat 12 ár. Fjórtán dagar eru í dag þar til Merkel hrifsar fjórða sætið af nasistanum. Þegar ljóst var á kosninganótt að það stefndi í strembna stjórnarmyndun lýstu margir stjórnmálaskýrendur því yfir að þrátt fyrir kosningasigurinn stefndi í ærið verkefni fyrir kanslarann. Það verkefni varð svo enn erfiðara þegar stjórnarmyndunarviðræður um svokallað Jamaíkubandalag við Frjálslynda demókrata og Græningja gengu ekki upp. SPD höfðu áður sagst ekki ætla að vera með og ótækt þótti að mynda stjórn með þjóðernishyggjumönnunum í AfD. Svo virtist sem kosningar væru á næsta leiti.Kanslaratíð Angelu Merkel verður líklegast orðin sextán ára löng þegar næstu kosningar fara fram, en hún heldur sæti sínu sem kanslari.Vísir/AFPAtkvæðagreiðsla í mars En nú hefur tekist að hamra saman stjórn og bíða Schulz og Merkel einungis eftir því að flokksmenn samþykki samstarfið. Meiri óánægja hefur verið innan raða SPD um áframhaldandi samstarf en greinendum BBC þykir líklegt að flokksmenn samþykki að framlengja líf stórbandalagsins vegna þess hve hagstætt samkomulagið er flokknum. Meirihluti 463.000 flokksmanna þarf að samþykkja samstarfið og er búist við því að atkvæðagreiðsla standi yfir fram í mars. Jafnaðarmenn fá meðal annars fjármála- og efnahagsráðuneytið, utanríkisráðuneytið og vinnumálaráðuneytið samkvæmt hinu nýja samkomulagi. Reuters greindi frá því að líklegt þyki að innkoma SPD í fjármála- og efnahagsráðuneytið muni þýða breytingar á evrusvæðisstefnu Þýskalands. Muni Þjóðverjar ekki lengur einblína á niðurskurð skuldugra ríkja innan evrusvæðisins. Þá þykir einnig líklegt að áform um að verja milljörðum evra í menntamál, heilbrigðismál og varnarmál muni friða SPD-liða. Þess vegna héldu greinendur Politico því fram í gær að ólíklegt væri að SPD hafni samkomulaginu. Flokkurinn er hins vegar í mikilli lægð, mælist í um 17 prósentum. Samkvæmt erlendum miðlum ætlar Schulz að láta af formennsku til að taka við utanríkisráðuneytinu og mun Andrea Nahles taka við formannssætinu. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Angela Merkel mun halda sæti sínu sem kanslari Þýskalands eftir að flokkur hennar, Kristilegir demókratar (CDU/CSU), komst að samkomulagi um stjórnarmyndun við Jafnaðarmannaflokkinn (SPD). Flokkarnir störfuðu einnig saman á nýliðnu kjörtímabili og nú, nærri fimm mánuðum eftir þingkosningar, þykir ljóst að það samstarf sé ekki á enda þrátt fyrir kosninganæturfullyrðingar Martins Schulz, leiðtoga SPD, um að flokkur hans ætlaði að vera í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Ef ríkisstjórnin, hið svokallaða Große Koalition, eða stórbandalag, heldur út kjörtímabilið verður Merkel því kanslari til 2021 hið minnsta. Á þeim tímapunkti væri Merkel búin að sitja í sextán ár. Sé litið til forvera hennar myndi Merkel deila öðru sætinu yfir þá kanslara Þýskalands, og forvera þess, sem hafa setið lengst. Einungis Otto von Bismarck sat lengur, hann vantaði einn dag upp á að hafa setið 23 ár. Í næstu sætum koma svo þeir Konrad Adenauer sem sat 14 ár og Adolf Hitler sem sat 12 ár. Fjórtán dagar eru í dag þar til Merkel hrifsar fjórða sætið af nasistanum. Þegar ljóst var á kosninganótt að það stefndi í strembna stjórnarmyndun lýstu margir stjórnmálaskýrendur því yfir að þrátt fyrir kosningasigurinn stefndi í ærið verkefni fyrir kanslarann. Það verkefni varð svo enn erfiðara þegar stjórnarmyndunarviðræður um svokallað Jamaíkubandalag við Frjálslynda demókrata og Græningja gengu ekki upp. SPD höfðu áður sagst ekki ætla að vera með og ótækt þótti að mynda stjórn með þjóðernishyggjumönnunum í AfD. Svo virtist sem kosningar væru á næsta leiti.Kanslaratíð Angelu Merkel verður líklegast orðin sextán ára löng þegar næstu kosningar fara fram, en hún heldur sæti sínu sem kanslari.Vísir/AFPAtkvæðagreiðsla í mars En nú hefur tekist að hamra saman stjórn og bíða Schulz og Merkel einungis eftir því að flokksmenn samþykki samstarfið. Meiri óánægja hefur verið innan raða SPD um áframhaldandi samstarf en greinendum BBC þykir líklegt að flokksmenn samþykki að framlengja líf stórbandalagsins vegna þess hve hagstætt samkomulagið er flokknum. Meirihluti 463.000 flokksmanna þarf að samþykkja samstarfið og er búist við því að atkvæðagreiðsla standi yfir fram í mars. Jafnaðarmenn fá meðal annars fjármála- og efnahagsráðuneytið, utanríkisráðuneytið og vinnumálaráðuneytið samkvæmt hinu nýja samkomulagi. Reuters greindi frá því að líklegt þyki að innkoma SPD í fjármála- og efnahagsráðuneytið muni þýða breytingar á evrusvæðisstefnu Þýskalands. Muni Þjóðverjar ekki lengur einblína á niðurskurð skuldugra ríkja innan evrusvæðisins. Þá þykir einnig líklegt að áform um að verja milljörðum evra í menntamál, heilbrigðismál og varnarmál muni friða SPD-liða. Þess vegna héldu greinendur Politico því fram í gær að ólíklegt væri að SPD hafni samkomulaginu. Flokkurinn er hins vegar í mikilli lægð, mælist í um 17 prósentum. Samkvæmt erlendum miðlum ætlar Schulz að láta af formennsku til að taka við utanríkisráðuneytinu og mun Andrea Nahles taka við formannssætinu.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira