Norska lögreglan áfram óvopnuð Kristján Már Unnarsson skrifar 7. febrúar 2018 21:00 Norskir lögreglumenn að störfum í Osló. Lögreglumenn í Noregi verða áfram óvopnaðir á almannafæri, samkvæmt nýrri ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vopnaburður lögreglu hefur lengi verið heitt deilumál í Noregi en norskir lögreglumenn eru ásamt þeim íslensku þeir einu á Norðurlöndunum sem ekki bera byssur á almannafæri. Af öðrum Evrópulöndum er það einnig á Bretlandi og Írlandi sem lögreglan er almennt óvopnuð á götum úti. Bent hefur verið á það í umræðu í norskum fjölmiðlum að einu aðalflugvellir Evrópuríkja, þar sem ekki sjást vopnaðir lögreglumenn, séu í Noregi og á Íslandi, Gardermoen og Keflavíkurflugvöllur. Þótt byssurnar séu ekki sýnilegar dags daglega er norska lögreglan þó vel vopnum búin, skammbyssuhólf er í lögreglubílum og vopnageymslur á lögreglustöðvum, og norskir lögreglumenn hljóta mikla þjálfun í beitingu skotvopna, sem gripið er til þegar ógn steðjar að. Nú hefur reynt á málið innan nýrrar ríkisstjórnar Noregs. Forystuflokkar stjórnarinnar, Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn, hafa viljað stíga skrefið til fulls og láta lögreglumenn bera skammbyssur á almannafæri. Nýr samstarfsflokkur þeirra, sem kom inn í stjórnina í síðasta mánuði, Venstre-flokkur Trine Skei Grande, sagði hins vegar þvert nei og fékk því framgengt að lögreglumenn í Noregi verða áfram óvopnaðir næstu fjögur ár hið minnsta, að því er norska ríkisútvarpið NRK greindi frá. Þó eru á þessu undantekningar. Vopnaburður verður leyfður á viðkvæmum stöðum, eins og flugvöllum og lestarstöðvum, en þá samkvæmt áhættumati. Það fylgir sögunni að hættan á hryðjuverkum í Noregi hefur nú verið endurmetin, og telst nú minni en áður. Í fyrra var hryðjuverk talið líklegt en telst nú mögulegt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Lögreglumenn í Noregi verða áfram óvopnaðir á almannafæri, samkvæmt nýrri ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vopnaburður lögreglu hefur lengi verið heitt deilumál í Noregi en norskir lögreglumenn eru ásamt þeim íslensku þeir einu á Norðurlöndunum sem ekki bera byssur á almannafæri. Af öðrum Evrópulöndum er það einnig á Bretlandi og Írlandi sem lögreglan er almennt óvopnuð á götum úti. Bent hefur verið á það í umræðu í norskum fjölmiðlum að einu aðalflugvellir Evrópuríkja, þar sem ekki sjást vopnaðir lögreglumenn, séu í Noregi og á Íslandi, Gardermoen og Keflavíkurflugvöllur. Þótt byssurnar séu ekki sýnilegar dags daglega er norska lögreglan þó vel vopnum búin, skammbyssuhólf er í lögreglubílum og vopnageymslur á lögreglustöðvum, og norskir lögreglumenn hljóta mikla þjálfun í beitingu skotvopna, sem gripið er til þegar ógn steðjar að. Nú hefur reynt á málið innan nýrrar ríkisstjórnar Noregs. Forystuflokkar stjórnarinnar, Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn, hafa viljað stíga skrefið til fulls og láta lögreglumenn bera skammbyssur á almannafæri. Nýr samstarfsflokkur þeirra, sem kom inn í stjórnina í síðasta mánuði, Venstre-flokkur Trine Skei Grande, sagði hins vegar þvert nei og fékk því framgengt að lögreglumenn í Noregi verða áfram óvopnaðir næstu fjögur ár hið minnsta, að því er norska ríkisútvarpið NRK greindi frá. Þó eru á þessu undantekningar. Vopnaburður verður leyfður á viðkvæmum stöðum, eins og flugvöllum og lestarstöðvum, en þá samkvæmt áhættumati. Það fylgir sögunni að hættan á hryðjuverkum í Noregi hefur nú verið endurmetin, og telst nú minni en áður. Í fyrra var hryðjuverk talið líklegt en telst nú mögulegt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira