Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2018 20:00 Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Jafnframt vísar hann lögunum til stjórnlagadómstóls til að kanna hvort þau standist stjórnarskrá vegna ritskoðunar. Lögin hafa verið gagnrýnd víða ekki hvað síst í Ísrael og innan Evrópusambandsins sem tilraun til ritskoðunar og sögufölsunar. En þeir sem í ræðu eða riti gefa í skyn að Pólverjar eða pólsk stjórnvöld hafi á einhvern hátt komið að eða aðstoðað við rekstur útrýmingarbúðanna í Auschwitz geta átt yfir höfði sér allt aðþriggja ára fangelsi eða sektir. Andrzej Duda forseti Póllands tilkynnti í dag að hann ætlaði að staðfesta lögin. Hins vegar væri líka mikilvægt að raddir fórnarlamba nasista og ættingja þeirra verði ekki kæfðar og þvíætlaði hann að vísa lögunum til stjórnlagadómstóls landsins til að kanna hvort lögin stæðust stjórnarskrá. „Þetta er mín ákvörðun. Ég tel að þetta sé lausn sem annars vegar tryggir pólska hagsmuni og ég ítreka; virðingu okkar, sögulegan sannleika. Þannig að við verðum dæmd réttlátlega af umheiminum en pólska ríkinu eða þjóðinni verði ekki kennt um. Hins vegar sé tekið tillit til þess fólks þar sem sögulegt minni, minningar um helförina, skipta gríðarlega miklu máli, og ekki hvað síst að tekið sé tillit til þeirra sem lifðu helförina af og ættu að segja umheiminum fráþví hvernig þeir muna þessa tíma og frá reynslu sinni,“ sagði Duda í dag. Frans Timmermanns varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir hetjur hafa barist gegn hernámi nasista í öllum þeim löndum sem Nasistar lögðu undir sig. „En það er sorglegt að það í öllum þessum löndum var líka að finna fólk sem starfaði með og aðstoðaði innrásarliði nasista við að koma hryllilegri stefnu þeirra til framkvæmda,“ segir Timmermanns.Tækifærispólitík ræður för Pawel Frankowski dósent í stjórnmálafræði við Jagiellonski háskólann í Krakow hefur kennt tímabundið við Háskóla Íslands. Hann segir að skoða verði öll utanríkismál pólsku stjórnarinnar í ljósi stöðu mála innanlands og þeirrar stefnu sem líkleg sé til vinsælda þar. En bæði þing- og sveitarstjórnarkosningar eru framundan á næstu tveimur árum. „Ráðandi flokkar verða að afla sér vinsælda. Til að ná vinsældum verða þeir að höfða til tiltekinna afla. Þetta sorglega mál, að mínu áliti, gæti hjálpað þeim að ná stuðningi. Svo einfalt er það. Pólks stjórnvöld eru þegar upp á kant við Evrópusambandið vegna breytinga á lögum um skipun dómara, sem eykur líkur á pólitískri skipun þeirra og hefur Evrópusambandið hótað að taka atkvæðisréttinn af Pólverjum í ráðherraráðinu breyti þeir ekki stefnu sinni. Hægri stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti er hins vegar ekki líklegur til þess.Kynslóðir sem muna ekki fyrri tíma Frankowski segir að nú þegar Pólland hafi verið í Evrópusambandinu í fjórtán ár séu kynslóðir sem muni ekki hvernig ástandið var fyrir aðild. Þetta fólk taki margt þau fríðindi sem fylgi aðildinni sem gefnum. „Það er mikilvægt að hafa það í huga og hluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna tilheyrir þessum hópi. Þetta er flókið samspil. Það er mikilvægt að hafa hugfast að þetta fólk hefur ekki hugmynd um hvernig heimurinn var fyrir fyrir aðildina að Evrópusambandinu,“ segir Frankowski. Margir stjórnmálamenn og flokkar leiki saman leikinn og stjórnmálamenn í Bretlandi sem kenndu embættismönnum í Brussel um allt sem miður fer. „Þeir ögra Evrópusambandinu til að sjá hversu langt þeir komast með þó nokkurri slægð. Þetta sé sami leikurinn og margir breskir stjórnmálamenn léku allt fram að úrsögninni úr sambandinu. Í dag sjáum við fulltrúa ýmissra pólskra stjórnmálaflokka haga sér með sama hætti innan Evrópusambandsins, þar sem þeir leik hlutverk vonda gæjans,“ segir Frankowski. Tengdar fréttir Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00 Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Jafnframt vísar hann lögunum til stjórnlagadómstóls til að kanna hvort þau standist stjórnarskrá vegna ritskoðunar. Lögin hafa verið gagnrýnd víða ekki hvað síst í Ísrael og innan Evrópusambandsins sem tilraun til ritskoðunar og sögufölsunar. En þeir sem í ræðu eða riti gefa í skyn að Pólverjar eða pólsk stjórnvöld hafi á einhvern hátt komið að eða aðstoðað við rekstur útrýmingarbúðanna í Auschwitz geta átt yfir höfði sér allt aðþriggja ára fangelsi eða sektir. Andrzej Duda forseti Póllands tilkynnti í dag að hann ætlaði að staðfesta lögin. Hins vegar væri líka mikilvægt að raddir fórnarlamba nasista og ættingja þeirra verði ekki kæfðar og þvíætlaði hann að vísa lögunum til stjórnlagadómstóls landsins til að kanna hvort lögin stæðust stjórnarskrá. „Þetta er mín ákvörðun. Ég tel að þetta sé lausn sem annars vegar tryggir pólska hagsmuni og ég ítreka; virðingu okkar, sögulegan sannleika. Þannig að við verðum dæmd réttlátlega af umheiminum en pólska ríkinu eða þjóðinni verði ekki kennt um. Hins vegar sé tekið tillit til þess fólks þar sem sögulegt minni, minningar um helförina, skipta gríðarlega miklu máli, og ekki hvað síst að tekið sé tillit til þeirra sem lifðu helförina af og ættu að segja umheiminum fráþví hvernig þeir muna þessa tíma og frá reynslu sinni,“ sagði Duda í dag. Frans Timmermanns varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir hetjur hafa barist gegn hernámi nasista í öllum þeim löndum sem Nasistar lögðu undir sig. „En það er sorglegt að það í öllum þessum löndum var líka að finna fólk sem starfaði með og aðstoðaði innrásarliði nasista við að koma hryllilegri stefnu þeirra til framkvæmda,“ segir Timmermanns.Tækifærispólitík ræður för Pawel Frankowski dósent í stjórnmálafræði við Jagiellonski háskólann í Krakow hefur kennt tímabundið við Háskóla Íslands. Hann segir að skoða verði öll utanríkismál pólsku stjórnarinnar í ljósi stöðu mála innanlands og þeirrar stefnu sem líkleg sé til vinsælda þar. En bæði þing- og sveitarstjórnarkosningar eru framundan á næstu tveimur árum. „Ráðandi flokkar verða að afla sér vinsælda. Til að ná vinsældum verða þeir að höfða til tiltekinna afla. Þetta sorglega mál, að mínu áliti, gæti hjálpað þeim að ná stuðningi. Svo einfalt er það. Pólks stjórnvöld eru þegar upp á kant við Evrópusambandið vegna breytinga á lögum um skipun dómara, sem eykur líkur á pólitískri skipun þeirra og hefur Evrópusambandið hótað að taka atkvæðisréttinn af Pólverjum í ráðherraráðinu breyti þeir ekki stefnu sinni. Hægri stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti er hins vegar ekki líklegur til þess.Kynslóðir sem muna ekki fyrri tíma Frankowski segir að nú þegar Pólland hafi verið í Evrópusambandinu í fjórtán ár séu kynslóðir sem muni ekki hvernig ástandið var fyrir aðild. Þetta fólk taki margt þau fríðindi sem fylgi aðildinni sem gefnum. „Það er mikilvægt að hafa það í huga og hluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna tilheyrir þessum hópi. Þetta er flókið samspil. Það er mikilvægt að hafa hugfast að þetta fólk hefur ekki hugmynd um hvernig heimurinn var fyrir fyrir aðildina að Evrópusambandinu,“ segir Frankowski. Margir stjórnmálamenn og flokkar leiki saman leikinn og stjórnmálamenn í Bretlandi sem kenndu embættismönnum í Brussel um allt sem miður fer. „Þeir ögra Evrópusambandinu til að sjá hversu langt þeir komast með þó nokkurri slægð. Þetta sé sami leikurinn og margir breskir stjórnmálamenn léku allt fram að úrsögninni úr sambandinu. Í dag sjáum við fulltrúa ýmissra pólskra stjórnmálaflokka haga sér með sama hætti innan Evrópusambandsins, þar sem þeir leik hlutverk vonda gæjans,“ segir Frankowski.
Tengdar fréttir Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00 Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00
Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34