Lítilræði af lögum um 40 stunda vinnuviku Guðmundur D. Haraldsson skrifar 6. febrúar 2018 05:47 Í nóvember 1971 var lagt fram frumvarp á Alþingi sem kvað á um að almenn vinnuvika á Íslandi skyldi vera 40 dagvinnustundir að lengd að hámarki, en að semja mætti um skemmri vinnuviku. Yfirvinna var vitanlega heimil, en fyrir hana skyldi þá greiða yfirvinnukaup. Frumvarpið var svo samþykkt í desember 1971, og lögin tóku gildi í ársbyrjun 1972. Fram að þessu höfðu engin lög verið í gildi um reglulegan vinnutíma fólks á íslenskum vinnumarkaði í heild sinni, heldur aðeins sérstök lög um stakar starfsstéttir (eins og t.d. sjómenn og verkamenn). Frumvarpið var lagt fram af þáverandi félagsmálaráðherra, Hannibal Valdimarssyni, en hann var einn af ráðherrum ríkisstjórnar sem var nefnd Vinstristjórn II. Frumvarpið, jafnvel þótt það hafi verið samþykkt að lokum, þótti sumum þingmönnum ögrandi, jafnvel ógnandi, en ýmiss orð voru höfuð um hugsanlegar afleiðingar þess innan sala Alþingis. Nú, um 46 árum síðar, er áhugavert að skyggnast inn í umræðu um frumvarpið á Alþingi þessa tíma, til að sjá hvernig rættist úr spádómum þingmannana. Upp úr stendur helst að sumum þingmönnum, þvert á flokka, þótti sem frumvarpið gengi gegn því meginstefi að fólk semdi um kaup og kjör sjálft, og að löggjafinn skipti sér ekki af frjálsum samningum milli fólks – var þetta nefnt alloft í umræðunum. Þannig sagði Ingvar Jóhannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins: „Ég lýsi því afdráttarlaust yfir sem minni skoðun, að lengd vinnutíma á að ákveða með frjálsum samningum milli aðila vinnumarkaðarins, en ekki með einhliða valdboðum stjórnvalda, eins og gert er í einræðisríkjum.“ Að sjálfsögðu varð Ísland ekki alræðisríki með lagasetningunni – Ísland hefur aldrei verið alræðisríki, en mögulega hafa viðhorfin gagnvart afskiptum löggjafans eitthvað breyst í kjölfarið af þessari lagasetningu. Nú á dögum eru nefninlega ýmis lög í gildi, meðal annars um vinnuvernd, sem ekki voru tilkomin á Íslandi á þessum tíma. Þá höfðu nokkrir þingmenn miklar áhyggjur af því, að frumvarpið myndi spilla fyrir kjaraviðræðum sem þá voru í gangi. Auður Auðuns, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði til dæmis: „... ég held, að það sé engum vafa bundið, að fyrirætlanir [ríkisstjórnarinnar] um lögbindingu dagvinnutímans hafa átt sinn þátt í því, að samningaviðræður hafa dregizt svo mjög á langinn sem orðið er.“ Á endanum var auðvitað samið, og lífið hélt áfram. Margir þingmenn töldu að lögin myndu ekki hafa nein áhrif á fjölda unnina vinnustunda; þannig sagði t.d. Geir Hallgrímsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins: „Það er staðreynd, að langur vinnutími er almennt hjá öllum stéttum hér á landi, og þetta [frumvarp] út af fyrir sig styttir ekki vinnutímann.“ Hans helstu áhyggjur voru þær að fólk myndi vinna jafn lengi eftir sem áður, en myndi þiggja í staðinn hærri laun, í formi yfirvinnukaups. Ekki voru þeir margir þingmennirnir sem töldu að frumvarpið myndi beinlínis skaða samfélagið, en þeir voru þó til, þar á meðal Björn Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins: „Ég hygg, að þessi löggjöf verði frekar til að skaða launþega en að bæta kjör þeirra. Það er miklu hagkvæmara fyrir þá að fá 10% hærra kaup og vinna sama vinnutíma og þeir gerðu.“ Aðrir voru jákvæðari, eins og t.d. Hannibal Valdimarsson: „... vafalaust á þessi stytting vinnutímans að geta leitt til aukinna vinnuafkasta, og kæmi það þá aftur í teknadálk atvinnurekenda, ef svo fer. En alls staðar, þar sem vinnutíminn hefur verið styttur niður í svo hófleg mörk sem hér er um að ræða, hafa rannsóknir sýnt það, í öllum löndum, að vinnuafköst hafa aukizt nokkuð við styttingu vinnutímans.“ Einnig var Ragnhildur Helgadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, jákvæð: „Það er nú svo á þessum dögum vinnuþrælkunar hér á [hæstvirtu] [Alþingi], að mér er í raun og veru sannkallað gleðiefni að fást við [frumvarp], sem fjallar um orlof og hvíldartíma og 40 stunda vinnuviku. Það hefur sömu áhrif á mig og vafalaust marga [þingmenn], að það er eins og að hugsa um vor og sólskin í svartasta skammdeginu.“ Þrátt fyrir svartsýnisspárnar urðu umtalsverðar breytingar á Íslandi á árunum eftir að lögin voru sett: Næstu fimm árin frá lagasetningunni, þá jukust tekjur á hvern mann um 4-5% á ári að jafnaði (að undanskildu einu ári), framleiðni á hverri vinnustund jókst um 20% á tímabilinu, og árlegum vinnustundum fækkaði á tímabilinu um 5%. Á myndinni má sjá hvernig vinnustundum fækkaði eftir að lögin voru sett, og eitthvað áfram.Segja má að svartssýnisspárnar hafi ekki gengið eftir, heldur hafi þeir jákvæðari fremur haft á réttu að standa: Samfélagið gekk sinn vanagang, og aukinheldur, hélt áfram að þróast í átt til hins betra. Fyrir nútímafólk er kannski helst umhugsunarvert að vinnustundum hefur ekki fækkað að ráði frá 1980, þrátt fyrir að framleiðni hafi aukist um 75% á hverri vinnustund. Sérstaklega er athyglisvert, eins og sjá má á myndinni, hvernig vinnustundir og framleiðni héldust í hendur, fyrr á tímum, en gera það ekki lengur. Það er full ástæða til að taka til aðgerða til að fækka vinnustundum, þaðan sem frá var horfið um 1980, ekki síst með tilliti til þess hvað Ísland hefur breyst mikið á þessum tíma. Í nútímanum eru það flestir sem vinna við þjónustu á Íslandi (um 77%), mun fleiri en gerðu árið 1971 (52%), en auk þess hafa gengið í garð miklar tæknibreytingar, svo einungis séu nefnd tvö dæmi. Íslenskt samfélag getur vel breytt háttum sínum og fækkað vinnustundum, til að auka hagsæld og tryggja betra fjölskyldulíf, fyrir fólkið í landinu. Þetta ætti að vera með okkar helstu verkefnum til framtíðar.Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Í nóvember 1971 var lagt fram frumvarp á Alþingi sem kvað á um að almenn vinnuvika á Íslandi skyldi vera 40 dagvinnustundir að lengd að hámarki, en að semja mætti um skemmri vinnuviku. Yfirvinna var vitanlega heimil, en fyrir hana skyldi þá greiða yfirvinnukaup. Frumvarpið var svo samþykkt í desember 1971, og lögin tóku gildi í ársbyrjun 1972. Fram að þessu höfðu engin lög verið í gildi um reglulegan vinnutíma fólks á íslenskum vinnumarkaði í heild sinni, heldur aðeins sérstök lög um stakar starfsstéttir (eins og t.d. sjómenn og verkamenn). Frumvarpið var lagt fram af þáverandi félagsmálaráðherra, Hannibal Valdimarssyni, en hann var einn af ráðherrum ríkisstjórnar sem var nefnd Vinstristjórn II. Frumvarpið, jafnvel þótt það hafi verið samþykkt að lokum, þótti sumum þingmönnum ögrandi, jafnvel ógnandi, en ýmiss orð voru höfuð um hugsanlegar afleiðingar þess innan sala Alþingis. Nú, um 46 árum síðar, er áhugavert að skyggnast inn í umræðu um frumvarpið á Alþingi þessa tíma, til að sjá hvernig rættist úr spádómum þingmannana. Upp úr stendur helst að sumum þingmönnum, þvert á flokka, þótti sem frumvarpið gengi gegn því meginstefi að fólk semdi um kaup og kjör sjálft, og að löggjafinn skipti sér ekki af frjálsum samningum milli fólks – var þetta nefnt alloft í umræðunum. Þannig sagði Ingvar Jóhannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins: „Ég lýsi því afdráttarlaust yfir sem minni skoðun, að lengd vinnutíma á að ákveða með frjálsum samningum milli aðila vinnumarkaðarins, en ekki með einhliða valdboðum stjórnvalda, eins og gert er í einræðisríkjum.“ Að sjálfsögðu varð Ísland ekki alræðisríki með lagasetningunni – Ísland hefur aldrei verið alræðisríki, en mögulega hafa viðhorfin gagnvart afskiptum löggjafans eitthvað breyst í kjölfarið af þessari lagasetningu. Nú á dögum eru nefninlega ýmis lög í gildi, meðal annars um vinnuvernd, sem ekki voru tilkomin á Íslandi á þessum tíma. Þá höfðu nokkrir þingmenn miklar áhyggjur af því, að frumvarpið myndi spilla fyrir kjaraviðræðum sem þá voru í gangi. Auður Auðuns, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði til dæmis: „... ég held, að það sé engum vafa bundið, að fyrirætlanir [ríkisstjórnarinnar] um lögbindingu dagvinnutímans hafa átt sinn þátt í því, að samningaviðræður hafa dregizt svo mjög á langinn sem orðið er.“ Á endanum var auðvitað samið, og lífið hélt áfram. Margir þingmenn töldu að lögin myndu ekki hafa nein áhrif á fjölda unnina vinnustunda; þannig sagði t.d. Geir Hallgrímsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins: „Það er staðreynd, að langur vinnutími er almennt hjá öllum stéttum hér á landi, og þetta [frumvarp] út af fyrir sig styttir ekki vinnutímann.“ Hans helstu áhyggjur voru þær að fólk myndi vinna jafn lengi eftir sem áður, en myndi þiggja í staðinn hærri laun, í formi yfirvinnukaups. Ekki voru þeir margir þingmennirnir sem töldu að frumvarpið myndi beinlínis skaða samfélagið, en þeir voru þó til, þar á meðal Björn Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins: „Ég hygg, að þessi löggjöf verði frekar til að skaða launþega en að bæta kjör þeirra. Það er miklu hagkvæmara fyrir þá að fá 10% hærra kaup og vinna sama vinnutíma og þeir gerðu.“ Aðrir voru jákvæðari, eins og t.d. Hannibal Valdimarsson: „... vafalaust á þessi stytting vinnutímans að geta leitt til aukinna vinnuafkasta, og kæmi það þá aftur í teknadálk atvinnurekenda, ef svo fer. En alls staðar, þar sem vinnutíminn hefur verið styttur niður í svo hófleg mörk sem hér er um að ræða, hafa rannsóknir sýnt það, í öllum löndum, að vinnuafköst hafa aukizt nokkuð við styttingu vinnutímans.“ Einnig var Ragnhildur Helgadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, jákvæð: „Það er nú svo á þessum dögum vinnuþrælkunar hér á [hæstvirtu] [Alþingi], að mér er í raun og veru sannkallað gleðiefni að fást við [frumvarp], sem fjallar um orlof og hvíldartíma og 40 stunda vinnuviku. Það hefur sömu áhrif á mig og vafalaust marga [þingmenn], að það er eins og að hugsa um vor og sólskin í svartasta skammdeginu.“ Þrátt fyrir svartsýnisspárnar urðu umtalsverðar breytingar á Íslandi á árunum eftir að lögin voru sett: Næstu fimm árin frá lagasetningunni, þá jukust tekjur á hvern mann um 4-5% á ári að jafnaði (að undanskildu einu ári), framleiðni á hverri vinnustund jókst um 20% á tímabilinu, og árlegum vinnustundum fækkaði á tímabilinu um 5%. Á myndinni má sjá hvernig vinnustundum fækkaði eftir að lögin voru sett, og eitthvað áfram.Segja má að svartssýnisspárnar hafi ekki gengið eftir, heldur hafi þeir jákvæðari fremur haft á réttu að standa: Samfélagið gekk sinn vanagang, og aukinheldur, hélt áfram að þróast í átt til hins betra. Fyrir nútímafólk er kannski helst umhugsunarvert að vinnustundum hefur ekki fækkað að ráði frá 1980, þrátt fyrir að framleiðni hafi aukist um 75% á hverri vinnustund. Sérstaklega er athyglisvert, eins og sjá má á myndinni, hvernig vinnustundir og framleiðni héldust í hendur, fyrr á tímum, en gera það ekki lengur. Það er full ástæða til að taka til aðgerða til að fækka vinnustundum, þaðan sem frá var horfið um 1980, ekki síst með tilliti til þess hvað Ísland hefur breyst mikið á þessum tíma. Í nútímanum eru það flestir sem vinna við þjónustu á Íslandi (um 77%), mun fleiri en gerðu árið 1971 (52%), en auk þess hafa gengið í garð miklar tæknibreytingar, svo einungis séu nefnd tvö dæmi. Íslenskt samfélag getur vel breytt háttum sínum og fækkað vinnustundum, til að auka hagsæld og tryggja betra fjölskyldulíf, fyrir fólkið í landinu. Þetta ætti að vera með okkar helstu verkefnum til framtíðar.Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun