Bílasala í janúar jókst um 29,2% Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2018 10:25 Volvo XC90, en Volvo bílar frá Brimborg seldust í óvenju miklu magni í janúar. Áfram gengur bílasala vel hér á landi og nýja árið byrjar með krafti og 29,2% aukningi á milli ára í janúar. Salan náði 1.810 bílum en var 1.402 bílar í fyrra. Söluhæsta umboðið sem fyrr var BL með 437 selda bíla og 8,4% aukningu á milli ára. Næst þar á eftir kom Toyota með 374 selda bíla og 42,7% vöxt og þriðja söluhæsta umboðið var Brimborg með 366 selda bíla og 73,5% vöxt. Í því fjórða var Hekla með 299 bíla og 80,1% vöxt og svo Askja með 166 seldan bíl, en 27,5% samdrátt á milli ára. Markaðshlutdeild umboðanna eftir þennan fyrsta mánuð ársins er eftirfarandi: BL 24,1%, Toyota 20,7%, Brimborg 20,2%, Hekla 16,5% og Askja 9,2%. Ekkert annað umboð nær yfir 3,4% markaðshlutdeild, en Suzuki er með slíka hlutdeild eftir þennan fyrsta mánuð. Volvo var stærsta lúxusbílamerkið og seldust 55 Volvo bílar í janúar. Jókst sala þeirra um 162% milli ára og er hlutdeild Volvo í janúar mánuði 27,4% af lúxusbílamarkaðnum. Næst þar á eftir kom Land Rover með 39 selda bíla, Audi með 37, BMW 26, Mercedes Benz 23, Lexus 9, Porsche 7, Jaguar 4 og Tesla 1. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent
Áfram gengur bílasala vel hér á landi og nýja árið byrjar með krafti og 29,2% aukningi á milli ára í janúar. Salan náði 1.810 bílum en var 1.402 bílar í fyrra. Söluhæsta umboðið sem fyrr var BL með 437 selda bíla og 8,4% aukningu á milli ára. Næst þar á eftir kom Toyota með 374 selda bíla og 42,7% vöxt og þriðja söluhæsta umboðið var Brimborg með 366 selda bíla og 73,5% vöxt. Í því fjórða var Hekla með 299 bíla og 80,1% vöxt og svo Askja með 166 seldan bíl, en 27,5% samdrátt á milli ára. Markaðshlutdeild umboðanna eftir þennan fyrsta mánuð ársins er eftirfarandi: BL 24,1%, Toyota 20,7%, Brimborg 20,2%, Hekla 16,5% og Askja 9,2%. Ekkert annað umboð nær yfir 3,4% markaðshlutdeild, en Suzuki er með slíka hlutdeild eftir þennan fyrsta mánuð. Volvo var stærsta lúxusbílamerkið og seldust 55 Volvo bílar í janúar. Jókst sala þeirra um 162% milli ára og er hlutdeild Volvo í janúar mánuði 27,4% af lúxusbílamarkaðnum. Næst þar á eftir kom Land Rover með 39 selda bíla, Audi með 37, BMW 26, Mercedes Benz 23, Lexus 9, Porsche 7, Jaguar 4 og Tesla 1.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent