Krefja stjórnmálamenn um herta byssulöggjöf í Washington Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 18:47 Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum í kjölfar skotárásarinnar í Flórída á miðvikudag. Mótmælendur kröfðu stjórnmálamenn svara á fjöldafundi í Fort Lauderdale í gær. Vísir/AFP Nemendur við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, þar sem 17 létust í skotárás á miðvikudag, hafa boðað til kröfugöngu í Washington D.C. Nemendurnir krefjast strangari skotvopnalöggjafar og vilja að bandarískir stjórnmálamenn skammist sín fyrir að þiggja greiðslur frá samtökum byssueigenda, National Rifle Association, NRA. Ræða Emmu Gonzalez, eins nemendanna sem komst lífs af úr skotárásinni, vakti mikla athygli á fjöldafundi sem haldinn var í Fort Lauderdale í Flórída í gær. Gonzalez gagnrýndi viðbrögð stjórnmálamanna við skotárásinni harðlega og kallaði eftir aðgerðum frá Bandaríkjaforseta, Donald Trump.Ganga til að halda lífi Nú hefur hópur nemenda MS Douglas-framhaldsskólans tilkynnt að þeir boði til enn stærri mótmæla en þeirra sem haldin voru í Fort Lauderdale í gær. Laugardaginn 24. mars næstkomandi verður haldin kröfuganga í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, undir yfirskriftinni „March for our lives“ eða „Göngum til að halda lífi“. Þá verða skipulagðar göngur í fleiri borgum þennan dag.Frá tilfinningaþrunginni ræðu Emmu Gonzalez í gær.Vísir/AFPNemendurnir vilja að gangan marki vendipunkt í umræðu um herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Cameron Kasky, nemandi við MS Douglas-framhaldsskólann, sagði í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í morgun að nú væri kominn tími til að tala um byssulöggjöf „Fólk segir að nú sé ekki rétti tíminn til að tala um herta byssulöggjöf. Og við getum virt það,“ sagði Kasky. „Hér er dagsetning. 24. mars í hverri einustu borg. Við ætlum að ganga saman sem nemendur og grátbiðja um að halda lífi.“Vilja hitta Repúblikana Þá sagði Kasy að málefnið væri ekki spurning um flokkapólitík heldur snerist um ábyrgð hinna fullorðnu, sem hingað til hefðu vanrækt börn í Bandaríkjunum með aðgerðarleysi í málaflokknum. Nemendurnir vilja auk þess hitta Donald Trump, Bandaríkjaforseta, þingmanninn Marco Rubio og ríkisstjóra Flórída, Rick Scott, og ræða við þá um byssulöggjöfina og fjárframlög NRA til stjórnmálamanna. Nemendur við MS Douglas-framhaldsskólann hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum og í fréttum fjölmiðla vestanhafs í kjölfar skotárásarinnar á miðvikudag. Árásarmaðurinn, fyrrverandi nemandi við skólann, myrti 17 manns og hefur játað á sig verknaðinn. Donald Trump Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Nemendur við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, þar sem 17 létust í skotárás á miðvikudag, hafa boðað til kröfugöngu í Washington D.C. Nemendurnir krefjast strangari skotvopnalöggjafar og vilja að bandarískir stjórnmálamenn skammist sín fyrir að þiggja greiðslur frá samtökum byssueigenda, National Rifle Association, NRA. Ræða Emmu Gonzalez, eins nemendanna sem komst lífs af úr skotárásinni, vakti mikla athygli á fjöldafundi sem haldinn var í Fort Lauderdale í Flórída í gær. Gonzalez gagnrýndi viðbrögð stjórnmálamanna við skotárásinni harðlega og kallaði eftir aðgerðum frá Bandaríkjaforseta, Donald Trump.Ganga til að halda lífi Nú hefur hópur nemenda MS Douglas-framhaldsskólans tilkynnt að þeir boði til enn stærri mótmæla en þeirra sem haldin voru í Fort Lauderdale í gær. Laugardaginn 24. mars næstkomandi verður haldin kröfuganga í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, undir yfirskriftinni „March for our lives“ eða „Göngum til að halda lífi“. Þá verða skipulagðar göngur í fleiri borgum þennan dag.Frá tilfinningaþrunginni ræðu Emmu Gonzalez í gær.Vísir/AFPNemendurnir vilja að gangan marki vendipunkt í umræðu um herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Cameron Kasky, nemandi við MS Douglas-framhaldsskólann, sagði í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í morgun að nú væri kominn tími til að tala um byssulöggjöf „Fólk segir að nú sé ekki rétti tíminn til að tala um herta byssulöggjöf. Og við getum virt það,“ sagði Kasky. „Hér er dagsetning. 24. mars í hverri einustu borg. Við ætlum að ganga saman sem nemendur og grátbiðja um að halda lífi.“Vilja hitta Repúblikana Þá sagði Kasy að málefnið væri ekki spurning um flokkapólitík heldur snerist um ábyrgð hinna fullorðnu, sem hingað til hefðu vanrækt börn í Bandaríkjunum með aðgerðarleysi í málaflokknum. Nemendurnir vilja auk þess hitta Donald Trump, Bandaríkjaforseta, þingmanninn Marco Rubio og ríkisstjóra Flórída, Rick Scott, og ræða við þá um byssulöggjöfina og fjárframlög NRA til stjórnmálamanna. Nemendur við MS Douglas-framhaldsskólann hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum og í fréttum fjölmiðla vestanhafs í kjölfar skotárásarinnar á miðvikudag. Árásarmaðurinn, fyrrverandi nemandi við skólann, myrti 17 manns og hefur játað á sig verknaðinn.
Donald Trump Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30
Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29
„Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55