Fangelsuð fyrir að fæða andvana barn og látin laus ellefu árum síðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 22:45 Teodora Vásquez naut lífsins í faðmi fjölskyldu sinnar eftir að henni var sleppt úr fangelsi í El Salvador í dag. Vísir/AFP Teodora Vásquez, sem fæddi andvana barn árið 2007 og var í kjölfarið dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð, var látin laus úr fangelsi í dag. Málið er talið lýsandi fyrir alvarlegar afleiðingar fóstureyðingabanns á borð við það sem gildir í mörgum löndum Mið-Ameríku, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Vásquez, sem nú er 35 ára gömul, var látin laus úr fangelsi í El Salvador í dag eftir að hafa afplánað nær 11 ár af 30 ára dómi sem hún hlaut fyrir morð á barni sínu. Sökuð um að koma viljandi af stað fóstureyðinguÞegar Vásquez var 24 ára gömul gekk hún með annað barn sitt. Á níunda mánuði meðgöngunnar fór Vásquez að finna fyrir miklum verkjum, sem leiddu til þess að hún missti meðvitund og var flutt á sjúkrahús þar sem hún fæddi andvana barn. Þegar Vásquez rankaði við sér á sjúkrahúsinu var hún sökuð um að hafa myrt barnið með því að hafa komið viljandi af stað fóstureyðingu. Sú reyndist að endingu ekki raunin og mildaði Hæstiréttur í El Salvador dóm Vásquez á þeim grundvelli að ekki hefðu fengist nægar vísindalegar sannanir fyrir því að Vásquez hefði misst fóstrið viljandi.Algjört bann við fóstureyðingum hefur alvarlegar afleiðingar Lög um algjört bann á fóstureyðingum hafa verið í gildi í El Salvador síðan árið 1998. Bannið gildir líka í þeim tilvikum þegar getnaður verður í kjölfar nauðgunar, þegar meðganga stofnar lífi konu í hættu og þegar fóstri er ekki hugað líf. Síðan þá hafa fjölmargar konur, sem hafa fósturlát eða fæða andvana börn, verið kærðar og dæmdar fyrir morð. Einhverjar þeirra hafa þó verið látnar lausar undanfarin misseri eftir harða baráttu mannréttindasamtaka. El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Teodora Vásquez, sem fæddi andvana barn árið 2007 og var í kjölfarið dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð, var látin laus úr fangelsi í dag. Málið er talið lýsandi fyrir alvarlegar afleiðingar fóstureyðingabanns á borð við það sem gildir í mörgum löndum Mið-Ameríku, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Vásquez, sem nú er 35 ára gömul, var látin laus úr fangelsi í El Salvador í dag eftir að hafa afplánað nær 11 ár af 30 ára dómi sem hún hlaut fyrir morð á barni sínu. Sökuð um að koma viljandi af stað fóstureyðinguÞegar Vásquez var 24 ára gömul gekk hún með annað barn sitt. Á níunda mánuði meðgöngunnar fór Vásquez að finna fyrir miklum verkjum, sem leiddu til þess að hún missti meðvitund og var flutt á sjúkrahús þar sem hún fæddi andvana barn. Þegar Vásquez rankaði við sér á sjúkrahúsinu var hún sökuð um að hafa myrt barnið með því að hafa komið viljandi af stað fóstureyðingu. Sú reyndist að endingu ekki raunin og mildaði Hæstiréttur í El Salvador dóm Vásquez á þeim grundvelli að ekki hefðu fengist nægar vísindalegar sannanir fyrir því að Vásquez hefði misst fóstrið viljandi.Algjört bann við fóstureyðingum hefur alvarlegar afleiðingar Lög um algjört bann á fóstureyðingum hafa verið í gildi í El Salvador síðan árið 1998. Bannið gildir líka í þeim tilvikum þegar getnaður verður í kjölfar nauðgunar, þegar meðganga stofnar lífi konu í hættu og þegar fóstri er ekki hugað líf. Síðan þá hafa fjölmargar konur, sem hafa fósturlát eða fæða andvana börn, verið kærðar og dæmdar fyrir morð. Einhverjar þeirra hafa þó verið látnar lausar undanfarin misseri eftir harða baráttu mannréttindasamtaka.
El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira