Ávinningur af styttingu vinnuvikunnar Ásmundur Einar Daðason skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Jákvæð reynsla vinnustaða sem gert hafa tilraun með að stytta vinnuvikuna hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið. Velferðarráðuneytið hefur stýrt sambærilegu verkefni af hálfu hins opinbera. Efnt var til þess á grundvelli viljayfirlýsingar stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga ríkisins og aðildarfélaga BSRB haustið 2015. Stofnanirnar sem taka þátt í þessu verkefni eru Ríkisskattstjóri, Útlendingastofnun, Þjóðskrá og Lögreglustjórinn á Vestfjörðum. Tilraunin er til eins árs og hófst síðastliðið vor með fækkun vinnustunda starfsfólks á þessum vinnustöðum úr 40 stundum í 36, án launaskerðingar. Markmiðið er að skoða hvort þetta leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og viðkomandi vinnustaða. Fyrir liggja erlendar rannsóknir, m.a. hjá nágrannaþjóðum, þar sem niðurstöður hafa annars vegar sýnt skaðleg áhrif af löngum vinnutíma og hins vegar að stytting vinnuvikunnar hafi jákvæð áhrif á líðan starfsfólksins og auki framleiðni. Í verkefninu eru könnuð áhrif styttri vinnutíma á gæði og hagkvæmni þjónustu vinnustaðanna og áhrifin á líðan starfsfólksins og starfsanda. Til samanburðar eru sambærilegar mælingar gerðar á fjórum öðrum vinnustöðum með svipaða starfsemi þar sem vinnuvikan er 40 stundir. Niðurstöður tveggja kannana og rýnihópa benda til mikillar ánægju með tilraunaverkefnið hjá þátttakendunum. Starfsánægja hafi aukist, líðan á vinnustað batnað, lífsgæði aukist og auðveldara sé fyrir starfsfólkið að samræma vinnu og einkalíf en á vinnustöðunum sem skoðaðir voru til samanburðar og í samanburði við mælingar sem gerðar höfðu verið á stofnununum fjórum áður en verkefnið hófst. Samkvæmt áætlun lýkur tilraunaverkefninu vorið 2018 og ættu lokaniðurstöður að liggja fyrir næsta haust. Miðað við þær upplýsingar sem þegar liggja fyrir hefur stytting vinnuvikunnar jákvæð áhrif á starfsfólk og vinnustaði. Styttingin veitir fjölskyldum svigrúm til þess að eiga fleiri gæðastundir og slíkt hlýtur að hafa góð áhrif á þjóðfélagið í heild. Þótt við getum ekki alhæft út frá þessari tilraun virðast þessar vísbendingarnar nógu skýrar til þess að við verðum að halda áfram og skoða möguleikana á styttingu vinnuvikunnar af mikilli alvöru.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Jákvæð reynsla vinnustaða sem gert hafa tilraun með að stytta vinnuvikuna hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið. Velferðarráðuneytið hefur stýrt sambærilegu verkefni af hálfu hins opinbera. Efnt var til þess á grundvelli viljayfirlýsingar stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga ríkisins og aðildarfélaga BSRB haustið 2015. Stofnanirnar sem taka þátt í þessu verkefni eru Ríkisskattstjóri, Útlendingastofnun, Þjóðskrá og Lögreglustjórinn á Vestfjörðum. Tilraunin er til eins árs og hófst síðastliðið vor með fækkun vinnustunda starfsfólks á þessum vinnustöðum úr 40 stundum í 36, án launaskerðingar. Markmiðið er að skoða hvort þetta leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og viðkomandi vinnustaða. Fyrir liggja erlendar rannsóknir, m.a. hjá nágrannaþjóðum, þar sem niðurstöður hafa annars vegar sýnt skaðleg áhrif af löngum vinnutíma og hins vegar að stytting vinnuvikunnar hafi jákvæð áhrif á líðan starfsfólksins og auki framleiðni. Í verkefninu eru könnuð áhrif styttri vinnutíma á gæði og hagkvæmni þjónustu vinnustaðanna og áhrifin á líðan starfsfólksins og starfsanda. Til samanburðar eru sambærilegar mælingar gerðar á fjórum öðrum vinnustöðum með svipaða starfsemi þar sem vinnuvikan er 40 stundir. Niðurstöður tveggja kannana og rýnihópa benda til mikillar ánægju með tilraunaverkefnið hjá þátttakendunum. Starfsánægja hafi aukist, líðan á vinnustað batnað, lífsgæði aukist og auðveldara sé fyrir starfsfólkið að samræma vinnu og einkalíf en á vinnustöðunum sem skoðaðir voru til samanburðar og í samanburði við mælingar sem gerðar höfðu verið á stofnununum fjórum áður en verkefnið hófst. Samkvæmt áætlun lýkur tilraunaverkefninu vorið 2018 og ættu lokaniðurstöður að liggja fyrir næsta haust. Miðað við þær upplýsingar sem þegar liggja fyrir hefur stytting vinnuvikunnar jákvæð áhrif á starfsfólk og vinnustaði. Styttingin veitir fjölskyldum svigrúm til þess að eiga fleiri gæðastundir og slíkt hlýtur að hafa góð áhrif á þjóðfélagið í heild. Þótt við getum ekki alhæft út frá þessari tilraun virðast þessar vísbendingarnar nógu skýrar til þess að við verðum að halda áfram og skoða möguleikana á styttingu vinnuvikunnar af mikilli alvöru.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun