Hreinn Gústavsson hefur verið ráðinn vöru- og viðskiptaþróunarstjóri Já. Hann mun jafnframt taka sæti í í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
Í tilkynningu kemur fram að Hreinn hafi áður verið framkvæmdastjóri og einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Stokkur Software ehf. sem þróað hefur öpp á borð við Alfreð, Púlsinn, Strætó og Leggja.
Hreinn starfaði áður sem forritari hjá Vodafone, TM Software og Nova. Hann útskrifaðist með BSc í kerfisfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002.
Haft er eftir Hreini að hann hafi fylgst með Já á undanförnum árum og hlakki til að fá tækifæri að taka þátt í nýsköpun og þróun til frekari uppbyggingar félagsins. „Við erum að upplifa hraðar tækniframfarir sem hefur áhrif á alla atvinnuvegi og því spennandi tímar framundan í upplýsinga- og tæknigeiranum,“ segir Hreinn.
Hreinn nýr vöru- og viðskiptaþróunarstjóri Já
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Loðnuvertíð eftir allt saman
Viðskipti innlent

Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða
Viðskipti innlent

Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar
Viðskipti innlent

Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar
Viðskipti innlent

Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“
Atvinnulíf

Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi
Viðskipti innlent


Bein útsending: Stærðin skiptir máli
Viðskipti innlent

Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð
Viðskipti innlent

Ofurstinn flytur til Texas
Viðskipti erlent