Töluverð röskun á millilandaflugi: Lentu á Egilsstöðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 14:32 Ýmist hefur þurft að aflýsa eða seinka flugi í dag. Vísir/Eyþór Millilandaflugi hefur ýmist verið aflýst eða seinkað verulega sökum veðurs. Evrópuflugi Icelandair og WOW air verður seinkað til kvölds og þá hefur Norður-Ameríku flugi verið aflýst. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA segir að allt útlit hafi verið á því að þetta gæti farið með þessum hætti: „Það sem er að hamla er þessi mikli vindur mér skilst að í mestu kviðunum gæti þetta farið upp í 75 hnúta. Viðmiðunarreglan er sú að ef þetta fer yfir 50 hnúta þá er ekki hægt að nota ranana þannig að vindhraðinn er talsverður. Svo bætist ofan á að skyggni er vont sökum élja og fjúks. Þetta vinnur saman í að trufla flugsamgöngur.“Þurftu að lenda á EgilsstöðumEllefu flugvélar sem fóru út í morgun á vegum WOW air koma ekki til baka til landsins á áætlun vegna þess að flugvöllurinn er ónothæfur sem sakir standa. „Skyggni er langt undir mörkum og vindurinn er vel yfir mörkum til að hægt sé að lenda hérna,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Vélarnar leggja af stað frá Evrópu til Íslands á milli tíu og ellefu á íslenskum tíma. Flug WOW air frá Tel aviv gat ekki lent á Keflavíkurflugvelli eins og áætlað var og er hún lent á Egilsstöðum í staðinn. Svanhvít segir að flugfélagið sé búið að koma öllum farþegum fyrir á hóteli. Vélin mun fara frá Egilsstöðum til Keflavíkur klukkan ellefu í kvöld. Aflýsa þurfti öllu Norður-Ameríuflugi vegna verður. Til stóð að vélarnar færu núna síðdegis en flogið verður til Chicago síðar í kvöld. Verið er að vinna í því að komast í samband við farþega. Ferþegar eru beðnir um að fylgjast vel með því þeir fá bæði smáskilaboð og tölvupóst með stöðu mála.Flugi ýmist aflýst eða seinkað verulega„Staðan er þannig að þetta veður veldur verulegri röskun á flugi í dag,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Það er töluvert mikil seinkun á flugi sem kemur frá Evrópu núna seinni partinn og flugi sem yfirleitt fer milli fjögur og fimm til Norður-Ameríku hefur verið aflýst. „Þetta veður kemur á versta tíma sólarhringsins þannig að þetta hefur töluvert mikil áhrif,“ segir Guðjón. Á síðu Keflavíkurflugvallar er hægt að fylgjast með gangi mála. Veður Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Millilandaflugi hefur ýmist verið aflýst eða seinkað verulega sökum veðurs. Evrópuflugi Icelandair og WOW air verður seinkað til kvölds og þá hefur Norður-Ameríku flugi verið aflýst. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA segir að allt útlit hafi verið á því að þetta gæti farið með þessum hætti: „Það sem er að hamla er þessi mikli vindur mér skilst að í mestu kviðunum gæti þetta farið upp í 75 hnúta. Viðmiðunarreglan er sú að ef þetta fer yfir 50 hnúta þá er ekki hægt að nota ranana þannig að vindhraðinn er talsverður. Svo bætist ofan á að skyggni er vont sökum élja og fjúks. Þetta vinnur saman í að trufla flugsamgöngur.“Þurftu að lenda á EgilsstöðumEllefu flugvélar sem fóru út í morgun á vegum WOW air koma ekki til baka til landsins á áætlun vegna þess að flugvöllurinn er ónothæfur sem sakir standa. „Skyggni er langt undir mörkum og vindurinn er vel yfir mörkum til að hægt sé að lenda hérna,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Vélarnar leggja af stað frá Evrópu til Íslands á milli tíu og ellefu á íslenskum tíma. Flug WOW air frá Tel aviv gat ekki lent á Keflavíkurflugvelli eins og áætlað var og er hún lent á Egilsstöðum í staðinn. Svanhvít segir að flugfélagið sé búið að koma öllum farþegum fyrir á hóteli. Vélin mun fara frá Egilsstöðum til Keflavíkur klukkan ellefu í kvöld. Aflýsa þurfti öllu Norður-Ameríuflugi vegna verður. Til stóð að vélarnar færu núna síðdegis en flogið verður til Chicago síðar í kvöld. Verið er að vinna í því að komast í samband við farþega. Ferþegar eru beðnir um að fylgjast vel með því þeir fá bæði smáskilaboð og tölvupóst með stöðu mála.Flugi ýmist aflýst eða seinkað verulega„Staðan er þannig að þetta veður veldur verulegri röskun á flugi í dag,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Það er töluvert mikil seinkun á flugi sem kemur frá Evrópu núna seinni partinn og flugi sem yfirleitt fer milli fjögur og fimm til Norður-Ameríku hefur verið aflýst. „Þetta veður kemur á versta tíma sólarhringsins þannig að þetta hefur töluvert mikil áhrif,“ segir Guðjón. Á síðu Keflavíkurflugvallar er hægt að fylgjast með gangi mála.
Veður Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira