Opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 21:06 Lokað hefur verið fyrir umferð um Hellisheiði í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Búið er að opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu við Reykholt en töluverður fjöldi fólks hefur fest bíla sína á svæðinu, að sögn svæðisfulltrúa Rauða krossins á Suðurlandi. Þá hafa lögregla og björgunarsveitir ferjað sex erlenda ferðamenn í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Selfossi það sem af er kvöldi. Þá bætast enn við lokanir á vegum landsins en nú síðast var vegum um Kjalarnes og Þrengsli lokað. Auk þeirra er lokað fyrir alla umferð um Hellisheiði, í Ölfusi frá Hveragerði að Þrengslum, Biskupstungnabraut, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Brattabrekku, Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall, Öxnadalsheiði, milli Markarfljóts og Jökulsárlóns og þá er Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu.Frá lokun á Vesturlandsvegar um Kjalarnes.Björgunarsveitin KjölurFjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi, segir að það sem af er kvöldi hafi lögregla og björgunarsveitir komið með sex ferðalanga í fjöldahjálparstöðina að Eyrarvegi 28 á Selfossi. Í öllum tilvikum var um að ræða erlenda ferðamenn sem fest höfðu bíla sína í nærsveitum. „Það eru sex manns búnir að koma hingað til okkar en við erum búin að fá hótelgistingu fyrir þau. Bílarnir þeirra eru svo fastir upp í sveit,“ segir Fjóla í samtali við Vísi á níunda tímanum.Sjá einnig: Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Þá segir Fjóla töluverðan fjölda fólks hafa fest bíla sína í grennd við Reykholt og nú verði því ræstur út mannskapur til að opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu. Sjálfboðaliðar eru því á leiðinni en stöðin er nú þegar opnuð þeim sem þurfa. „Það er búið að opna húsið en veðrið er svo slæmt að björgunarsveitin mun ferja Rauða kross-fólkið þangað uppeftir,“ segir Fjóla.Fjóla hafði ekki upplýsingar um það hversu margir þyrftu að leita skjóls í fjöldahjálparstöðinni í Aratungu. Þá verður fjöldahjálparstöðin á Selfossi einnig opin í alla nótt en um fimmtán sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina í stöðvunum tveimur. „Það þarf stóran hóp af fólki til að opna aðra fjöldahjálparstöð. Við erum búin að setja niður vaktaplan fyrir sjálfboðaliðana þannig að þeir verða á fjögurra tíma vöktum hér til hádegis á morgun,“ segir Fjóla. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með færð og vegalokunum á vef Vegagerðarinnar. Þá er appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands enn í gildi á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og Suðausturlandi. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi. Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29 Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Búið er að opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu við Reykholt en töluverður fjöldi fólks hefur fest bíla sína á svæðinu, að sögn svæðisfulltrúa Rauða krossins á Suðurlandi. Þá hafa lögregla og björgunarsveitir ferjað sex erlenda ferðamenn í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Selfossi það sem af er kvöldi. Þá bætast enn við lokanir á vegum landsins en nú síðast var vegum um Kjalarnes og Þrengsli lokað. Auk þeirra er lokað fyrir alla umferð um Hellisheiði, í Ölfusi frá Hveragerði að Þrengslum, Biskupstungnabraut, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Brattabrekku, Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall, Öxnadalsheiði, milli Markarfljóts og Jökulsárlóns og þá er Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu.Frá lokun á Vesturlandsvegar um Kjalarnes.Björgunarsveitin KjölurFjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi, segir að það sem af er kvöldi hafi lögregla og björgunarsveitir komið með sex ferðalanga í fjöldahjálparstöðina að Eyrarvegi 28 á Selfossi. Í öllum tilvikum var um að ræða erlenda ferðamenn sem fest höfðu bíla sína í nærsveitum. „Það eru sex manns búnir að koma hingað til okkar en við erum búin að fá hótelgistingu fyrir þau. Bílarnir þeirra eru svo fastir upp í sveit,“ segir Fjóla í samtali við Vísi á níunda tímanum.Sjá einnig: Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Þá segir Fjóla töluverðan fjölda fólks hafa fest bíla sína í grennd við Reykholt og nú verði því ræstur út mannskapur til að opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu. Sjálfboðaliðar eru því á leiðinni en stöðin er nú þegar opnuð þeim sem þurfa. „Það er búið að opna húsið en veðrið er svo slæmt að björgunarsveitin mun ferja Rauða kross-fólkið þangað uppeftir,“ segir Fjóla.Fjóla hafði ekki upplýsingar um það hversu margir þyrftu að leita skjóls í fjöldahjálparstöðinni í Aratungu. Þá verður fjöldahjálparstöðin á Selfossi einnig opin í alla nótt en um fimmtán sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina í stöðvunum tveimur. „Það þarf stóran hóp af fólki til að opna aðra fjöldahjálparstöð. Við erum búin að setja niður vaktaplan fyrir sjálfboðaliðana þannig að þeir verða á fjögurra tíma vöktum hér til hádegis á morgun,“ segir Fjóla. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með færð og vegalokunum á vef Vegagerðarinnar. Þá er appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands enn í gildi á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og Suðausturlandi. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi.
Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29 Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29
Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45