Valdeflandi að taka upp nektarsenu fyrir Red Sparrow Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 23:15 Jennifer Lawrence hefur ákveðið að taka sér pásu frá leiklistinni. Vísir/Getty Jennifer Lawrence segir að eldri menn með völd í kvikmyndabransanum hafi svo sannarlega komið illa fram við sig, þó að það hafi ekki verið jafn alvarlegt og brotin sem Harvey Weinstein er sakaður um. Nefndi hún dæmi þar sem menn snertu á henni fótleggina og hún hafi ekki fundist hún geta mótmælt. Hakkari braut á Lawrence árið 2014 með því að birta nektarmyndir af henni. Lawrence segir að í mörg ár hafi hún verið óörugg þegar kom að nekt og líkama sínum. Að vera nakin í tökum fyrir kvikmyndina Red Sparrow hafi svo verið valdeflandi fyrir hana. Hún segir í viðtali við CNN að myndin komi á frábærum tímapunkti eftir #MeToo byltinguna. „Þegar ég las handritið þá elskaði ég það svo mikið. Ég hugsaði að ef ég myndi ekki gera þetta... væri það næstum því eins og allt óöryggið og óttinn minn myndu vinna.“Kvíðinn verri en raunveruleikinn Í myndinni leikur Lawrence rússneska ballerínu sem verður njósnari eftir að hún meiðist. Í einu atriðinu er henni skipað að afklæða sig í þjálfunarbúðum ásamt fleiri konum. „Kvíðinn fyrirfram var miklu verri en raunveruleikinn sjálfur. Ég hafði rúmt ár til að undirbúa mig andlega. Versti hlutinn var nóttin áður, ég svaf ekki neitt.“ Snemma á ferlinum var Lawrence mynduð nánast nakin umkringd grennri konum. Framleiðandi sagði henni svo að nota myndirnar sem hvatningu til þess að léttast. Þetta atvik minnir á umhverfið sem Lawrence var í þegar nektaratriðið var tekið upp fyrir Red Sparrow. Aðstæðurnar þar voru þó mjög afslappaðar og þægilegar. „Allir voru svo faglegir og almennilegir. Mér leið fullkomlega vel,“ segir Lawrence um tökurnar. Hún upplifði þetta valeflandi og finnur enn þá tilfinningu.Gerir heimildamynd Myndin var tekin upp áður en #MeToo byltingin fór af stað en leikkonan segir að hún sé akkúrat myndin sem við þurfum núna. „Hún opnar samtalið um munin á samþykki og ekki samþykki.“ Lawrence tilkynnti nýlega að hún ætlar að taka sér árshlé frá leiklist ætlar að gera heimildamynd um nýju kvennabyltingar eins og #MeToo, #timesup og um launajafnrétti kynjanna. Bíó og sjónvarp Menning MeToo Tengdar fréttir Jennifer Lawrence staupaði og sparkaði af sér skónum í viðtali við Colbert Leikkonan Jennifer Lawrence er þekkt fyrir skrautalegan og skemmtilegan karakter og sýndi hún það í viðtali við Stephen Colbert á dögunum. 28. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Jennifer Lawrence segir að eldri menn með völd í kvikmyndabransanum hafi svo sannarlega komið illa fram við sig, þó að það hafi ekki verið jafn alvarlegt og brotin sem Harvey Weinstein er sakaður um. Nefndi hún dæmi þar sem menn snertu á henni fótleggina og hún hafi ekki fundist hún geta mótmælt. Hakkari braut á Lawrence árið 2014 með því að birta nektarmyndir af henni. Lawrence segir að í mörg ár hafi hún verið óörugg þegar kom að nekt og líkama sínum. Að vera nakin í tökum fyrir kvikmyndina Red Sparrow hafi svo verið valdeflandi fyrir hana. Hún segir í viðtali við CNN að myndin komi á frábærum tímapunkti eftir #MeToo byltinguna. „Þegar ég las handritið þá elskaði ég það svo mikið. Ég hugsaði að ef ég myndi ekki gera þetta... væri það næstum því eins og allt óöryggið og óttinn minn myndu vinna.“Kvíðinn verri en raunveruleikinn Í myndinni leikur Lawrence rússneska ballerínu sem verður njósnari eftir að hún meiðist. Í einu atriðinu er henni skipað að afklæða sig í þjálfunarbúðum ásamt fleiri konum. „Kvíðinn fyrirfram var miklu verri en raunveruleikinn sjálfur. Ég hafði rúmt ár til að undirbúa mig andlega. Versti hlutinn var nóttin áður, ég svaf ekki neitt.“ Snemma á ferlinum var Lawrence mynduð nánast nakin umkringd grennri konum. Framleiðandi sagði henni svo að nota myndirnar sem hvatningu til þess að léttast. Þetta atvik minnir á umhverfið sem Lawrence var í þegar nektaratriðið var tekið upp fyrir Red Sparrow. Aðstæðurnar þar voru þó mjög afslappaðar og þægilegar. „Allir voru svo faglegir og almennilegir. Mér leið fullkomlega vel,“ segir Lawrence um tökurnar. Hún upplifði þetta valeflandi og finnur enn þá tilfinningu.Gerir heimildamynd Myndin var tekin upp áður en #MeToo byltingin fór af stað en leikkonan segir að hún sé akkúrat myndin sem við þurfum núna. „Hún opnar samtalið um munin á samþykki og ekki samþykki.“ Lawrence tilkynnti nýlega að hún ætlar að taka sér árshlé frá leiklist ætlar að gera heimildamynd um nýju kvennabyltingar eins og #MeToo, #timesup og um launajafnrétti kynjanna.
Bíó og sjónvarp Menning MeToo Tengdar fréttir Jennifer Lawrence staupaði og sparkaði af sér skónum í viðtali við Colbert Leikkonan Jennifer Lawrence er þekkt fyrir skrautalegan og skemmtilegan karakter og sýndi hún það í viðtali við Stephen Colbert á dögunum. 28. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Jennifer Lawrence staupaði og sparkaði af sér skónum í viðtali við Colbert Leikkonan Jennifer Lawrence er þekkt fyrir skrautalegan og skemmtilegan karakter og sýndi hún það í viðtali við Stephen Colbert á dögunum. 28. febrúar 2018 10:30
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna