Fyrstu listamennirnir sem koma fram á LungA tilkynntir Stefán Árni Pálsson skrifar 28. febrúar 2018 16:30 Frá Lunga hátíðinni síðasta sumar. LungA hátíðin á Seyðisfirði býður í fyrsta skipti upp á tveggja daga tónlistarveislu helgina 20.-21. júlí. Sala á forsölumiðum hófst í dag, 28. febrúar, kl 12:00 á Tix.is. Takmarkaður fjöldi miða verður í boði. Tónleikarnir verða veglegir í ár og spanna allt frá hágæða poppi, alþjóðlegu hip hoppi og artí elektroniku. Aðallistamaðurinn í ár kemur frá Bandaríkjunum og er engin önnur en hin valinkunna Princess Nokia, sem er þekkt fyrir líflega framkomu, framsækna og femíníska texta. Aðrir sem munu prýða hið íkoníska svið á Norðursíldar planinu á Seyðisfirði eru:Föstudagur:Páll Óskar Hjálmtýsson ásamt dönsurum VökLaugardagur:Princess Nokia Reykjavíkurdætur Soleima Alvia Islandia LungA hátíðin hefur verið haldin á Seyðisfirði hvert sumar í júlí síðan 2000 og er því ein af elstu hátíðum landsins. LungA byrjaði smátt en stækkar með hverju árinu sem líður og stendur orðið yfir í 11 daga með þéttri og metnaðarfullri alþjóðlegri dagskrá. Þema hátíðarinnar í ár er Kyn eða „Gender” og munu fyrirlestrar, gjörningar, kvikmyndasýningar og ýmislegt annað á hátíðinni þetta árið bera merki þess. Forsöluverð, einn dagur – 5900 kr. Forsöluverð, helgarpassi – 8900 kr. Einn dagur – 7900 kr. Helgarpassi – 10900 kr. Hér að neðan má sjá myndband með Princess Nokia. Enn á eftir að kynna til leiks fleiri listamenn sem koma fram á LungA. Tónlist Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
LungA hátíðin á Seyðisfirði býður í fyrsta skipti upp á tveggja daga tónlistarveislu helgina 20.-21. júlí. Sala á forsölumiðum hófst í dag, 28. febrúar, kl 12:00 á Tix.is. Takmarkaður fjöldi miða verður í boði. Tónleikarnir verða veglegir í ár og spanna allt frá hágæða poppi, alþjóðlegu hip hoppi og artí elektroniku. Aðallistamaðurinn í ár kemur frá Bandaríkjunum og er engin önnur en hin valinkunna Princess Nokia, sem er þekkt fyrir líflega framkomu, framsækna og femíníska texta. Aðrir sem munu prýða hið íkoníska svið á Norðursíldar planinu á Seyðisfirði eru:Föstudagur:Páll Óskar Hjálmtýsson ásamt dönsurum VökLaugardagur:Princess Nokia Reykjavíkurdætur Soleima Alvia Islandia LungA hátíðin hefur verið haldin á Seyðisfirði hvert sumar í júlí síðan 2000 og er því ein af elstu hátíðum landsins. LungA byrjaði smátt en stækkar með hverju árinu sem líður og stendur orðið yfir í 11 daga með þéttri og metnaðarfullri alþjóðlegri dagskrá. Þema hátíðarinnar í ár er Kyn eða „Gender” og munu fyrirlestrar, gjörningar, kvikmyndasýningar og ýmislegt annað á hátíðinni þetta árið bera merki þess. Forsöluverð, einn dagur – 5900 kr. Forsöluverð, helgarpassi – 8900 kr. Einn dagur – 7900 kr. Helgarpassi – 10900 kr. Hér að neðan má sjá myndband með Princess Nokia. Enn á eftir að kynna til leiks fleiri listamenn sem koma fram á LungA.
Tónlist Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira