Intersex og umskurður Hanna Katrín Friðriksson skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Umræðan tekur stundum á sig áhugaverðar myndir. Ég sat á dögunum málþing um réttindi og líkamlega friðhelgi intersex fólks, þar með talið barna. Í gegnum tíðina hefur intersex fólk, fólk sem fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, verið látið sæta róttækum og oft óafturkræfum inngripum s.s. skurðaðgerðum og hormónameðferðum til að laga kyneinkenni þeirra að væntingum um dæmigert útlit og form. Oft eru inngripin framkvæmd á ungbörnum sem geta ekki tekið þátt í ákvörðuninni, þrátt fyrir að bið myndi ekki stefna líkamlegri heilsu þeirra í hættu, en inngripið gæti sannarlega falið í sér alvarlegar líkamlegar og andlegar afleiðingar. Á síðustu árum hefur þó orðið mikill viðsnúningur hér á landi samhliða vitundarvakningu á erlendri grund. Malta varð árið 2015 fyrst ríkja til að lögfesta líkamlega friðhelgi intersex fólks, þ.m.t. barna, og sambærileg vinna er hafin víðar í Evrópu, m.a. á Íslandi. Það eru góðu fréttirnar. Markmiðið er að það verði – loksins – skýrt kveðið á í lögum að læknisfræðileg inngrip á intersex börnum verði bönnuð nema um nauðsynlegar aðgerðir sé að ræða sem ekki er hægt að forðast eða fresta þar til einstaklingur getur tekið upplýsta ákvörðun um slíkt. En aftur að samfélagsumræðunni og skrítnum birtingarmyndum. Það er ekki ofsögum sagt að fjölmiðlar og samfélagsmiðlar hafi verið uppfullir síðustu daga af umfjöllun um læknisfræðilega ónauðsynleg, óafturkræf inngrip í líkama barna með oft verulega neikvæðum afleiðingum. En réttindi og velferð intersex barna voru þar ekki í forgrunni, heldur nýlegt frumvarp sem er til umræðu á Alþingi og varðar bann við umskurði drengja að viðlögðum fangelsisdómi til allt að sex ára. Frumvarpið er mjög umdeilt eins og flestir hafa líklega orðið varir við. En yfirlýstir stuðningsmenn eru líka fjölmargir, m.a. úr röðum lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Er til of mikils ætlast að fara fram á sama áhuga og umhyggju fyrir velferð intersex barna? Við þurfum að festa vernd þessa hóps í lög sem fyrst.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan tekur stundum á sig áhugaverðar myndir. Ég sat á dögunum málþing um réttindi og líkamlega friðhelgi intersex fólks, þar með talið barna. Í gegnum tíðina hefur intersex fólk, fólk sem fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, verið látið sæta róttækum og oft óafturkræfum inngripum s.s. skurðaðgerðum og hormónameðferðum til að laga kyneinkenni þeirra að væntingum um dæmigert útlit og form. Oft eru inngripin framkvæmd á ungbörnum sem geta ekki tekið þátt í ákvörðuninni, þrátt fyrir að bið myndi ekki stefna líkamlegri heilsu þeirra í hættu, en inngripið gæti sannarlega falið í sér alvarlegar líkamlegar og andlegar afleiðingar. Á síðustu árum hefur þó orðið mikill viðsnúningur hér á landi samhliða vitundarvakningu á erlendri grund. Malta varð árið 2015 fyrst ríkja til að lögfesta líkamlega friðhelgi intersex fólks, þ.m.t. barna, og sambærileg vinna er hafin víðar í Evrópu, m.a. á Íslandi. Það eru góðu fréttirnar. Markmiðið er að það verði – loksins – skýrt kveðið á í lögum að læknisfræðileg inngrip á intersex börnum verði bönnuð nema um nauðsynlegar aðgerðir sé að ræða sem ekki er hægt að forðast eða fresta þar til einstaklingur getur tekið upplýsta ákvörðun um slíkt. En aftur að samfélagsumræðunni og skrítnum birtingarmyndum. Það er ekki ofsögum sagt að fjölmiðlar og samfélagsmiðlar hafi verið uppfullir síðustu daga af umfjöllun um læknisfræðilega ónauðsynleg, óafturkræf inngrip í líkama barna með oft verulega neikvæðum afleiðingum. En réttindi og velferð intersex barna voru þar ekki í forgrunni, heldur nýlegt frumvarp sem er til umræðu á Alþingi og varðar bann við umskurði drengja að viðlögðum fangelsisdómi til allt að sex ára. Frumvarpið er mjög umdeilt eins og flestir hafa líklega orðið varir við. En yfirlýstir stuðningsmenn eru líka fjölmargir, m.a. úr röðum lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Er til of mikils ætlast að fara fram á sama áhuga og umhyggju fyrir velferð intersex barna? Við þurfum að festa vernd þessa hóps í lög sem fyrst.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar