Gangan byrjaði mjög vel hjá Teresu og hún hélt í við hina mögnuðu norsku skíðagöngukonu Marit Björgen í upphafi. Stadlober var í öðru sæti í göngunni en varð þá á þau mistök að taka vitlausa beygju. Hún þurfti að ganga lengra en keppinautarnir og endaði að lokum níunda.
Blackout kostet #Stadlober Medaille – 30-km-Gold an #Björgen! #Olympics#PyeongChang2018https://t.co/1KlcQxIMcr
— Sky Sport Austria (@SkySportAustria) February 25, 2018
„Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu. Ég tók vitlausa beyju og fór hluta leiðarinnar tvisvar. Í seinna skiptið var ég orðin alveg rugluð. Ég sá bara svart,“ sagði Teresa Stadlober vandræðaleg í viðtali við Associated Press.
Teresa Stadlober hafði þegar klárað 23 kílómetra af kílómetrunum 30 þegar hún fór útaf brautinni og silfurverðlaunin voru því í sjónmáli.
Co-Kommentator sein, wenn die Tochter eine #Olympia-Medaille vergeigt... Genau das widerfährt bei ORF Alois #Stadlober. #srfpyeongchanghttps://t.co/QCpTRJSau1pic.twitter.com/5fceqFuyW7
— SRF Sport (@srfsport) February 25, 2018
„Ég bara grét. Hann sagði bara: Þetta var ekki þinn dagur en þú verður að þekkja keppnisbrautina ef þú ætlar að vinna verðlaun,“ sagði Stadlober.
