Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 06:00 Ríkið á rúm 98 prósent í Landsbankanum, en Íslandsbanki er að fullu í eigu ríkisins. Ríkið átti 13 prósenta hlut í Arion þar til í gær. Vísir Laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur til 26 lykilstjórnenda stóru bankanna þriggja námu 1.023 milljónum króna í fyrra. Launakostnaður bankanna vegna lykilstjórnenda, að stjórnum meðtöldum, hefur hækkað um 40 prósent frá árinu 2013, eða um nærri 340 milljónir króna. Á sama tíma hefur launavísitalan hækkað um 34 prósent. Þetta kemur fram þegar laun bankastjóra og framkvæmdastjóra Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka eru skoðuð í nýbirtum ársreikningum bankanna þriggja. Í heildina er um 26 starfsmenn í bönkunum þremur að ræða eins og þeir birtast í ársreikningum bankanna. Við það má bæta að greiðslur til stjórnarmanna bankanna námu samanlagt rúmum 196 milljónum króna. Íslandsbanki, sem er að fullu í eigu ríkisins, er með sex framkvæmdastjóra en í uppgjöri síðasta árs er einnig færður inn kostnaður vegna starfsloka tveggja framkvæmdastjóra. Alls 331,5 milljónir króna.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var svo með 58 milljónir í árslaun eða sem nemur rúmlega 4,8 milljónum króna á mánuði. Lækka þau eilítið milli ára. Landsbankinn, sem ríkið á rúm 98 prósent í, greiddi 205,5 milljónir til fimm framkvæmdastjóra og vegna starfsloka eins fyrrverandi. Lilja Björk Einarsdóttir, sem ráðin var bankastjóri í fyrra, var með 2,8 milljónir á mánuði á níu og hálfs mánaðar tímabili. Arion banki, sem íslenska ríkið átti 13 prósenta hlut í þar til í gær er með níu framkvæmdastjóra sem fengu alls 329,8 milljónir í sinn hlut. Árslaun bankastjórans, Höskuldar Ólafssonar, námu 71,2 milljónum króna í fyrra, eða sem nemur ríflega 5,9 milljónum á mánuði. Laun Höskuldar hækkuðu um ríflega níu prósent milli ára. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki fara fram hjá nokkrum manni að sjálftakan og misskiptingin sé sífellt að aukast.„Þetta er ein af ástæðum kraumandi óánægju í grasrót stéttarfélaganna með hversu getulaus hún virðist vera til að streitast á móti þessari þróun.“ Ragnar segir grátlegt að mörg þessara fyrirtækja á fjármálamarkaði séu í eigu lífeyrissjóða fólksins eða ríkisins. „Það er óþolandi að fylgjast með þessari taumlausu græðgi þegar hinum almenna launamanni er gert að sýna hófsemi. Það virðist alltaf vera svigrúm til að moka undir toppana.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur til 26 lykilstjórnenda stóru bankanna þriggja námu 1.023 milljónum króna í fyrra. Launakostnaður bankanna vegna lykilstjórnenda, að stjórnum meðtöldum, hefur hækkað um 40 prósent frá árinu 2013, eða um nærri 340 milljónir króna. Á sama tíma hefur launavísitalan hækkað um 34 prósent. Þetta kemur fram þegar laun bankastjóra og framkvæmdastjóra Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka eru skoðuð í nýbirtum ársreikningum bankanna þriggja. Í heildina er um 26 starfsmenn í bönkunum þremur að ræða eins og þeir birtast í ársreikningum bankanna. Við það má bæta að greiðslur til stjórnarmanna bankanna námu samanlagt rúmum 196 milljónum króna. Íslandsbanki, sem er að fullu í eigu ríkisins, er með sex framkvæmdastjóra en í uppgjöri síðasta árs er einnig færður inn kostnaður vegna starfsloka tveggja framkvæmdastjóra. Alls 331,5 milljónir króna.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var svo með 58 milljónir í árslaun eða sem nemur rúmlega 4,8 milljónum króna á mánuði. Lækka þau eilítið milli ára. Landsbankinn, sem ríkið á rúm 98 prósent í, greiddi 205,5 milljónir til fimm framkvæmdastjóra og vegna starfsloka eins fyrrverandi. Lilja Björk Einarsdóttir, sem ráðin var bankastjóri í fyrra, var með 2,8 milljónir á mánuði á níu og hálfs mánaðar tímabili. Arion banki, sem íslenska ríkið átti 13 prósenta hlut í þar til í gær er með níu framkvæmdastjóra sem fengu alls 329,8 milljónir í sinn hlut. Árslaun bankastjórans, Höskuldar Ólafssonar, námu 71,2 milljónum króna í fyrra, eða sem nemur ríflega 5,9 milljónum á mánuði. Laun Höskuldar hækkuðu um ríflega níu prósent milli ára. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki fara fram hjá nokkrum manni að sjálftakan og misskiptingin sé sífellt að aukast.„Þetta er ein af ástæðum kraumandi óánægju í grasrót stéttarfélaganna með hversu getulaus hún virðist vera til að streitast á móti þessari þróun.“ Ragnar segir grátlegt að mörg þessara fyrirtækja á fjármálamarkaði séu í eigu lífeyrissjóða fólksins eða ríkisins. „Það er óþolandi að fylgjast með þessari taumlausu græðgi þegar hinum almenna launamanni er gert að sýna hófsemi. Það virðist alltaf vera svigrúm til að moka undir toppana.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira