Á lokahátíð Vetrarólympíuleikanna í PyeongChang mætti Taufatofua að sjálfsögðu ber að ofan og makaður í olíu. Annað hefði einfaldlega komið á óvart.
Hann var búinn að stela senunni á setningarhátíð leikanna sem og setningarhátíðinni í Ríó árið 2016. Hans síðasta tækifæri á ÓL var líklega í gær og hann greip það að sjálfsögðu.
Olíuborinn og flottur var hann eftirlæti allra og allir vildu mynd af sér með Íslandsvininum sem tryggði sig inn á leikana á elleftu stundu er hann tók þátt á skíðagöngumóti á Ísafirði.
