Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2018 17:29 NRA eru stærstu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. Tveir talsmenn þeirra fluttu eldræður á CPAC-ráðstefnunni á fimmtudag. Vísir/AFP Flugfélögin Delta og United Airlines eru nýjustu fyrirtækin sem hafa ákveðið að rifta samstarfi sínu við NRA, stærstu hagsmunasamtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum í kjölfar mannskæðrar skotárásar í framhaldsskóla á Flórída í síðustu viku. Bæði flugfélögin sögðu að þau myndu ekki lengur bjóða félögum NRA afsláttarkjör á flugferðum á árlega fundi samtakanna og hafa beðið þau um að fjarlægja vísarnir til sín á vefsíðu þeirra. Bílaleigan Hertz tók sömu ákvörðun fyrr í vikunni, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Fulltrúar NRA hafa barist hatrammlega gegn öllum hugmyndum um að herða skotvopnalöggjöfin í Bandaríkjunum. Eftir skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum á Flórída á Valentínusardag sem kostaði sautján ungmenni lífið hafa samtökin meðal annars lagst gegn hugmynd ríkisstjóra Flórída um að hækka lágmarksaldur þeirra sem geta keypt hríðskotariffla eins og morðinginn notaði. Þess í stað hafa þau lýst stuðningi við hugmynd Donalds Trump forseta um að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir. Talsmaður samtakanna fordæmdi þá „sósíalista“ sem vildu herða byssulöggjöfina í ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna í Bandaríkjunum á fimmtudag. Tilgangur þeirra sem það vildu væri að afnema allt einstaklingsfrelsi. Mikil umræða um skotvopn hefur blossað upp í Bandaríkjunum eftir blóðbaðið á Flórída. Nemendur skólans sem lifðu árásina af hafa orðið að ötulum talsmönnum fyrir hertum lögum og reglum um byssueign. Bandaríkin Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Flugfélögin Delta og United Airlines eru nýjustu fyrirtækin sem hafa ákveðið að rifta samstarfi sínu við NRA, stærstu hagsmunasamtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum í kjölfar mannskæðrar skotárásar í framhaldsskóla á Flórída í síðustu viku. Bæði flugfélögin sögðu að þau myndu ekki lengur bjóða félögum NRA afsláttarkjör á flugferðum á árlega fundi samtakanna og hafa beðið þau um að fjarlægja vísarnir til sín á vefsíðu þeirra. Bílaleigan Hertz tók sömu ákvörðun fyrr í vikunni, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Fulltrúar NRA hafa barist hatrammlega gegn öllum hugmyndum um að herða skotvopnalöggjöfin í Bandaríkjunum. Eftir skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum á Flórída á Valentínusardag sem kostaði sautján ungmenni lífið hafa samtökin meðal annars lagst gegn hugmynd ríkisstjóra Flórída um að hækka lágmarksaldur þeirra sem geta keypt hríðskotariffla eins og morðinginn notaði. Þess í stað hafa þau lýst stuðningi við hugmynd Donalds Trump forseta um að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir. Talsmaður samtakanna fordæmdi þá „sósíalista“ sem vildu herða byssulöggjöfina í ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna í Bandaríkjunum á fimmtudag. Tilgangur þeirra sem það vildu væri að afnema allt einstaklingsfrelsi. Mikil umræða um skotvopn hefur blossað upp í Bandaríkjunum eftir blóðbaðið á Flórída. Nemendur skólans sem lifðu árásina af hafa orðið að ötulum talsmönnum fyrir hertum lögum og reglum um byssueign.
Bandaríkin Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30
Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41
Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45
Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36