Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2018 18:10 Weinstein komst upp með að áreita og beita konur kynferðislegu ofbeldi um áratugaskeið óáreittur. Vísir/AFP Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein réðst á meðframleiðanda kvikmyndar um ævi Marilyn Monroe vegna þess að honum mislíkað hversu góðar viðtökur myndin hlaut í tilraunasýningu. Þetta fullyrðir breski kvikmyndaframleiðandinn David Parfitt í nýrri heimildamynd. Atvikið átti sér stað eftir tilraunasýningu á myndinni „My Week with Marilyn“ sem Weinstein og Parfitt framleiddu og kom út árið 2011. Að sögn Parfitt var Weinstein ekki ánægður með lokaútgáfu myndarinnar og taldi hann að Monroe þyrfti að koma meira við sögu. „Hann hélt mér föstum upp við kóksjálfsala og hótaði alls konar hlutum. Það var mjög ógnvekjandi. Hann var ævareiður yfir því að myndin í útgáfu okkar virkaði,“ segir Parfitt í nýrri heimildamynd bresku sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Talsmaður Weinstein segir að þeir Parfitt hafi átt í listrænum ágreiningi um myndina. Weinstein hafi beðist afsökunar á ruddalegri hegðun við ákveðnar aðstæður í fortíðinni. Hann neiti hins vegar alfarið að hafa gert nokkuð glæpsamlegt. Komst upp með áreitnina í krafti samninga sem keyptu þagmælskuFleiri ásakanir koma fram í heimildamyndinni. Ung kona sem starfaði fyrir Miramax-fyrirtæki Weinstein segir hann hafa beðið hana um að nudda sig þegar hún hitti hann fyrst. Þegar hún vildi ekki fallast á það þrýsti hann á hana að afklæðast svo að hann gæti nuddað hana á meðan hann fróaði sér. Weinstein hafi svo þrýst á hana að fara í sturtu með sér. Fyrrverandi starfsmenn hans segja að Weinstein hafi geta haldið uppteknum hætti í krafti samninga sem hann gerði um þagmælsku þeirra sem hann áreitti og beitti ofbeldi. Weinstein neitar öllum áskönunum sem koma fram í myndinni. Ásakanir um ítrekaða og grófa kynferðislega áreitni eða ofbeldi Weinstein komust í hámæli fyrr í vetur og hrundu þær af stað MeToo-byltingunni svonefndu. Fjöldi valdamikilla karla hefur þurft að stíga til hliðar eftir öldu uppljóstrana um framferði þeirra í gegnum tíðina. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 Jason Priestley kýldi Harvey Weinstein í andlitið árið 1995 Leikkonan Mira Sorvino segir að Harvey Weinstein sé ástæða þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. 18. desember 2017 14:30 New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42 Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. 13. desember 2017 21:29 Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Þögn aðstoðarkonunnar um tilraun til nauðgunar var keypt með leynilegu samkomulagi á 10. áratugnum. Hún tjáir sig nú um málið í fyrsta skipti í 19 ár við BBC. 19. desember 2017 22:13 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein réðst á meðframleiðanda kvikmyndar um ævi Marilyn Monroe vegna þess að honum mislíkað hversu góðar viðtökur myndin hlaut í tilraunasýningu. Þetta fullyrðir breski kvikmyndaframleiðandinn David Parfitt í nýrri heimildamynd. Atvikið átti sér stað eftir tilraunasýningu á myndinni „My Week with Marilyn“ sem Weinstein og Parfitt framleiddu og kom út árið 2011. Að sögn Parfitt var Weinstein ekki ánægður með lokaútgáfu myndarinnar og taldi hann að Monroe þyrfti að koma meira við sögu. „Hann hélt mér föstum upp við kóksjálfsala og hótaði alls konar hlutum. Það var mjög ógnvekjandi. Hann var ævareiður yfir því að myndin í útgáfu okkar virkaði,“ segir Parfitt í nýrri heimildamynd bresku sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Talsmaður Weinstein segir að þeir Parfitt hafi átt í listrænum ágreiningi um myndina. Weinstein hafi beðist afsökunar á ruddalegri hegðun við ákveðnar aðstæður í fortíðinni. Hann neiti hins vegar alfarið að hafa gert nokkuð glæpsamlegt. Komst upp með áreitnina í krafti samninga sem keyptu þagmælskuFleiri ásakanir koma fram í heimildamyndinni. Ung kona sem starfaði fyrir Miramax-fyrirtæki Weinstein segir hann hafa beðið hana um að nudda sig þegar hún hitti hann fyrst. Þegar hún vildi ekki fallast á það þrýsti hann á hana að afklæðast svo að hann gæti nuddað hana á meðan hann fróaði sér. Weinstein hafi svo þrýst á hana að fara í sturtu með sér. Fyrrverandi starfsmenn hans segja að Weinstein hafi geta haldið uppteknum hætti í krafti samninga sem hann gerði um þagmælsku þeirra sem hann áreitti og beitti ofbeldi. Weinstein neitar öllum áskönunum sem koma fram í myndinni. Ásakanir um ítrekaða og grófa kynferðislega áreitni eða ofbeldi Weinstein komust í hámæli fyrr í vetur og hrundu þær af stað MeToo-byltingunni svonefndu. Fjöldi valdamikilla karla hefur þurft að stíga til hliðar eftir öldu uppljóstrana um framferði þeirra í gegnum tíðina.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 Jason Priestley kýldi Harvey Weinstein í andlitið árið 1995 Leikkonan Mira Sorvino segir að Harvey Weinstein sé ástæða þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. 18. desember 2017 14:30 New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42 Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. 13. desember 2017 21:29 Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Þögn aðstoðarkonunnar um tilraun til nauðgunar var keypt með leynilegu samkomulagi á 10. áratugnum. Hún tjáir sig nú um málið í fyrsta skipti í 19 ár við BBC. 19. desember 2017 22:13 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25
Jason Priestley kýldi Harvey Weinstein í andlitið árið 1995 Leikkonan Mira Sorvino segir að Harvey Weinstein sé ástæða þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. 18. desember 2017 14:30
New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42
Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. 13. desember 2017 21:29
Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Þögn aðstoðarkonunnar um tilraun til nauðgunar var keypt með leynilegu samkomulagi á 10. áratugnum. Hún tjáir sig nú um málið í fyrsta skipti í 19 ár við BBC. 19. desember 2017 22:13