Innri gerð Júpíters afhjúpuð með mælingum Juno Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2018 22:30 Stormakerfið við norðurpóls Júpíters er greinilegt á innrauðri mynd Juno. Átta minni fellibylir umkringja þann stærsta í miðjunni. NASA/JPL-Caltech/SwRI/ASI/INAF/JIRAM Beltin í lofthjúpi Júpíters sem eru helsta kennileiti reikistjörnunnar ná allt að þrjú þúsund kílómetra niður undir yfirborðið og langstærstur hluti hans snýst eins og hnöttur úr föstu efni. Þetta er á meðal niðurstaðna mælinga Juno-geimfarsins sem birtar voru í dag. Þrátt fyrir að menn hafi fyrst barið yfirborð Júpíters augum fyrir meira en fjögur hundruð árum liggur enn margt á huldu um eðli þessarar stærstu reikistjörnu sólkerfis okkar. Þannig hafa menn ekki vitað hvort djúpt í iðrum Júpíters leynist kjarni úr föstu efni eða hvort að vetnið og helíumið sem mynda hann að langmestu leyti verði aðeins sífellt þéttara eftir því sem innra er farið. Nákvæmar mælingar á þyngdarsviði Júpíters sem Juno-geimfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA gerði benda til þess að innri 96% gasrisans snúist eins og hnöttur úr föstu efni. Um þetta er fjallað í einni af fjórum vísindagreinum sem birtust um niðurstöður mælinga með geimfarinu í tímaritinu Nature í dag.Ofurþétt gas með kekkjum þungmálma Ysta lag lofthjúps Júpíters er þannig skýjahula sem er 99% úr vetni og helíum með snefilmagni af metani og ammóníaki. Þéttleikinn næst yfirborðinu er aðeins um 10% af þéttleika lofts við yfirborð jarðar, að því er segir í umfjöllun The Guardian. Eftir því sem innar er farið þéttist gasið. Við um 10% af leiðinni inn að kjarna Júpíters er gasið orðið svo þétt að vetnið jónast og breytist í málmkennt vetnisgas sem nálgast það að vera eins þétt og vatn. Við um 20% af leiðinni þéttist helíumið í rigningu. Dýpst í iðrum reikistjörnunnar þar sem loftþrýstingurinn er um tíu milljón sinnum meiri en við yfirborð jarðar telja vísindamenn að gasið sé í ofurþéttu formi en með kekkjum úr þungmálmum. „Það gæti verið lítill harður kjarni mjög, mjög djúpt en við höldum að það sé bara þétt gas sem er auðgað með þungum frumefnum, þetta er ekki fast efni sem þú getur ímyndað þér,“ segir Yohai Kaspi, reikistjörnufræðingur við Weizmann-vísindastofnunina í Ísrael.Líklega knúin af uppstreymi Langvarandi veðurkerfi einkenna yfirborð Júpíters. Þannig er skiptist lofthjúpurinn upp í mismunandi hvít- og rauðleit belti sem liggja eftir breidd reikistjörnunnar. Geysiöflugir loftstraumar mynda beltin en vísindamenn hafa ekki vitað hversu djúpt þessi belti teygja sig niður í lofthjúpin. Mælingar Juno benda til þess að rætur beltanna nái allt að þrjú þúsund kílómetra niður. The Guardian segir að það bendi til þess að beltin séu frekar afleiðing hitauppstreymis en að þeir líkist skotvindum á jörðinni. Þær leiddu einnig í ljós hversu stór lofthjúpur Júpíters er hlutfallslega í samanburði við jörðina. Lofthjúpur jarðar er aðeins um milljónasti hluti af massa hennar. Á Júpíter hlutfallið nær 1% og er massi lofthjúpsins á við þrjá jarðmassa.Hringiða storma við pólana Innrauð myndavél um borð í geimfarinu varpaði einnig nýju ljósi á þaulsetin veðrakerfi við póla Júpíters. Þar geisa tröllvaxnir fellibyljir. Á suðurpólnum getur vindshraðinn náð allt að 350 kílómetrum á klukkustund, 97 metrar á sekúndu. Á norðurpólnum er einn miðlægur bylur sem átta aðrir stormir umkringja. Þeir eru 4.000-4.600 kílómetrar að þvermáli. Á suðurpólnum er uppröðunin svipuð en með færri og stærri stormum umhverfis þann í miðjunni. Þar eru fimm bylir utan um miðjuna sem eru 5.600-7.000 kílómetrar að þvermáli, að því er segir í frétt á vef NASA. Geimurinn Júpíter Vísindi Tengdar fréttir Áhugastjörnufræðingur fann týnt gervitungl Vísindamenn NASA töldu sig hafa glatað IMAGE-geimfarinu fyrir fullt og allt árið 2005. Áhugamaður fann það fyrir tilviljun í síðasta mánuði. 1. febrúar 2018 13:44 Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15 Síðasta myndin af Stjörnumanni Elon Musk Hann þeysist nú um geiminn á rauðum sportbíl sem Musk sjálfur átti eftir að hafa verið skotið út í geim í gær. 7. febrúar 2018 23:00 Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Íhuga að stöðva fjárveitingar til geimstöðvarinnar Ríkisstjórn Donald Trump beinir sjónum sínum að tunglinu. 28. janúar 2018 21:00 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því sex ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Beltin í lofthjúpi Júpíters sem eru helsta kennileiti reikistjörnunnar ná allt að þrjú þúsund kílómetra niður undir yfirborðið og langstærstur hluti hans snýst eins og hnöttur úr föstu efni. Þetta er á meðal niðurstaðna mælinga Juno-geimfarsins sem birtar voru í dag. Þrátt fyrir að menn hafi fyrst barið yfirborð Júpíters augum fyrir meira en fjögur hundruð árum liggur enn margt á huldu um eðli þessarar stærstu reikistjörnu sólkerfis okkar. Þannig hafa menn ekki vitað hvort djúpt í iðrum Júpíters leynist kjarni úr föstu efni eða hvort að vetnið og helíumið sem mynda hann að langmestu leyti verði aðeins sífellt þéttara eftir því sem innra er farið. Nákvæmar mælingar á þyngdarsviði Júpíters sem Juno-geimfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA gerði benda til þess að innri 96% gasrisans snúist eins og hnöttur úr föstu efni. Um þetta er fjallað í einni af fjórum vísindagreinum sem birtust um niðurstöður mælinga með geimfarinu í tímaritinu Nature í dag.Ofurþétt gas með kekkjum þungmálma Ysta lag lofthjúps Júpíters er þannig skýjahula sem er 99% úr vetni og helíum með snefilmagni af metani og ammóníaki. Þéttleikinn næst yfirborðinu er aðeins um 10% af þéttleika lofts við yfirborð jarðar, að því er segir í umfjöllun The Guardian. Eftir því sem innar er farið þéttist gasið. Við um 10% af leiðinni inn að kjarna Júpíters er gasið orðið svo þétt að vetnið jónast og breytist í málmkennt vetnisgas sem nálgast það að vera eins þétt og vatn. Við um 20% af leiðinni þéttist helíumið í rigningu. Dýpst í iðrum reikistjörnunnar þar sem loftþrýstingurinn er um tíu milljón sinnum meiri en við yfirborð jarðar telja vísindamenn að gasið sé í ofurþéttu formi en með kekkjum úr þungmálmum. „Það gæti verið lítill harður kjarni mjög, mjög djúpt en við höldum að það sé bara þétt gas sem er auðgað með þungum frumefnum, þetta er ekki fast efni sem þú getur ímyndað þér,“ segir Yohai Kaspi, reikistjörnufræðingur við Weizmann-vísindastofnunina í Ísrael.Líklega knúin af uppstreymi Langvarandi veðurkerfi einkenna yfirborð Júpíters. Þannig er skiptist lofthjúpurinn upp í mismunandi hvít- og rauðleit belti sem liggja eftir breidd reikistjörnunnar. Geysiöflugir loftstraumar mynda beltin en vísindamenn hafa ekki vitað hversu djúpt þessi belti teygja sig niður í lofthjúpin. Mælingar Juno benda til þess að rætur beltanna nái allt að þrjú þúsund kílómetra niður. The Guardian segir að það bendi til þess að beltin séu frekar afleiðing hitauppstreymis en að þeir líkist skotvindum á jörðinni. Þær leiddu einnig í ljós hversu stór lofthjúpur Júpíters er hlutfallslega í samanburði við jörðina. Lofthjúpur jarðar er aðeins um milljónasti hluti af massa hennar. Á Júpíter hlutfallið nær 1% og er massi lofthjúpsins á við þrjá jarðmassa.Hringiða storma við pólana Innrauð myndavél um borð í geimfarinu varpaði einnig nýju ljósi á þaulsetin veðrakerfi við póla Júpíters. Þar geisa tröllvaxnir fellibyljir. Á suðurpólnum getur vindshraðinn náð allt að 350 kílómetrum á klukkustund, 97 metrar á sekúndu. Á norðurpólnum er einn miðlægur bylur sem átta aðrir stormir umkringja. Þeir eru 4.000-4.600 kílómetrar að þvermáli. Á suðurpólnum er uppröðunin svipuð en með færri og stærri stormum umhverfis þann í miðjunni. Þar eru fimm bylir utan um miðjuna sem eru 5.600-7.000 kílómetrar að þvermáli, að því er segir í frétt á vef NASA.
Geimurinn Júpíter Vísindi Tengdar fréttir Áhugastjörnufræðingur fann týnt gervitungl Vísindamenn NASA töldu sig hafa glatað IMAGE-geimfarinu fyrir fullt og allt árið 2005. Áhugamaður fann það fyrir tilviljun í síðasta mánuði. 1. febrúar 2018 13:44 Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15 Síðasta myndin af Stjörnumanni Elon Musk Hann þeysist nú um geiminn á rauðum sportbíl sem Musk sjálfur átti eftir að hafa verið skotið út í geim í gær. 7. febrúar 2018 23:00 Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Íhuga að stöðva fjárveitingar til geimstöðvarinnar Ríkisstjórn Donald Trump beinir sjónum sínum að tunglinu. 28. janúar 2018 21:00 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því sex ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Áhugastjörnufræðingur fann týnt gervitungl Vísindamenn NASA töldu sig hafa glatað IMAGE-geimfarinu fyrir fullt og allt árið 2005. Áhugamaður fann það fyrir tilviljun í síðasta mánuði. 1. febrúar 2018 13:44
Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15
Síðasta myndin af Stjörnumanni Elon Musk Hann þeysist nú um geiminn á rauðum sportbíl sem Musk sjálfur átti eftir að hafa verið skotið út í geim í gær. 7. febrúar 2018 23:00
Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00
Íhuga að stöðva fjárveitingar til geimstöðvarinnar Ríkisstjórn Donald Trump beinir sjónum sínum að tunglinu. 28. janúar 2018 21:00