Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. mars 2018 06:39 Stormy Daniels segist hafa átt í kynferðislegu sambandi með núverandi Bandaríkjaforseta árið 2006. Vísir/Getty Klámmyndaleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, hefur kært Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna þessa að hún telur að hið umtalaða þagnarsamkomulag þeirra sé dautt og ómerkt.Fréttir af samkomulaginu voru fyrirferðamiklar í upphafi árs en lögmaður Bandaríkjaforseta er sagður hafa greitt Clifford 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016, svo hún segði ekki frá kynlífi hennar með forsetanum árið 2006. Trump og Melania Trump gengu í það heilaga árið 2005. Hvíta húsið hefur ætíð þvertekið fyrir að þetta sé satt. Lögmaður forsetans, Michael Cohen, viðurkenndi hins vegar í febrúar að hafa greitt klámmyndaleikkonunni umrædda upphæð. Hann hefur þó ekki viljað segja neitt um það hvers vegna hann greiddi henni rúmlega 13 milljónir króna. Clifford hefur því ákveðið að láta reyna á lögmæti samkomulagsins. Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hún hafi ákveðið að kæra forsetann vegna málsins því hún segir að Trump hafi sjálfur aldrei formlega skrifað undir samkomulagið. Það hafi því aldrei tekið gildi.Sjá einnig: Stormy Daniels frjálst að ræða samband sitt við TrumpÍ kærunni segir Clifford að greiðsla lögmannsins hafi verið til þess fallin að hræða hana til að halda sér saman um málið. Hún hefur þó tjáð sig um samband þeirra áður á opinberu vettvangi. Það gerði hún til að mynda í samtali við glanstímaritið InTouch árið 2011, 5 árum fyrir undirritun samkomulagsins og 5 árum eftir að hún og auðkýfingurinn sváfu saman - að hennar sögn. Á þeim tíma sem kynlíf þeirra á að hafa átt sér stað var Melania, eiginkona Donalds, nýlega búin að fæða drenginn Barron, yngsta son þeirra hjóna. Samband þeirra Trump og Clifford komst svo aftur í hámæli í janúar síðastliðnum þegar Wall Street Journal greindi frá þagnarsamkomulaginu. Klámmyndaleikkonan mun þá hafa átt í viðræðum við forsvarsmenn ABC sjónvarpsstöðvarinnar um að koma fram og segja frá framhjáhaldinu. Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04 Stormy Daniels frjálst að ræða samband sitt við Trump Umboðsmaður klámmyndaleikkonunnar segir hana geta „sagt sögu sína“ eftir að lögmaður Donald Trumps til langs tíma viðurkenndi að hafa greitt henni 130 þúsund dali. 15. febrúar 2018 10:29 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Klámmyndaleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, hefur kært Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna þessa að hún telur að hið umtalaða þagnarsamkomulag þeirra sé dautt og ómerkt.Fréttir af samkomulaginu voru fyrirferðamiklar í upphafi árs en lögmaður Bandaríkjaforseta er sagður hafa greitt Clifford 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016, svo hún segði ekki frá kynlífi hennar með forsetanum árið 2006. Trump og Melania Trump gengu í það heilaga árið 2005. Hvíta húsið hefur ætíð þvertekið fyrir að þetta sé satt. Lögmaður forsetans, Michael Cohen, viðurkenndi hins vegar í febrúar að hafa greitt klámmyndaleikkonunni umrædda upphæð. Hann hefur þó ekki viljað segja neitt um það hvers vegna hann greiddi henni rúmlega 13 milljónir króna. Clifford hefur því ákveðið að láta reyna á lögmæti samkomulagsins. Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hún hafi ákveðið að kæra forsetann vegna málsins því hún segir að Trump hafi sjálfur aldrei formlega skrifað undir samkomulagið. Það hafi því aldrei tekið gildi.Sjá einnig: Stormy Daniels frjálst að ræða samband sitt við TrumpÍ kærunni segir Clifford að greiðsla lögmannsins hafi verið til þess fallin að hræða hana til að halda sér saman um málið. Hún hefur þó tjáð sig um samband þeirra áður á opinberu vettvangi. Það gerði hún til að mynda í samtali við glanstímaritið InTouch árið 2011, 5 árum fyrir undirritun samkomulagsins og 5 árum eftir að hún og auðkýfingurinn sváfu saman - að hennar sögn. Á þeim tíma sem kynlíf þeirra á að hafa átt sér stað var Melania, eiginkona Donalds, nýlega búin að fæða drenginn Barron, yngsta son þeirra hjóna. Samband þeirra Trump og Clifford komst svo aftur í hámæli í janúar síðastliðnum þegar Wall Street Journal greindi frá þagnarsamkomulaginu. Klámmyndaleikkonan mun þá hafa átt í viðræðum við forsvarsmenn ABC sjónvarpsstöðvarinnar um að koma fram og segja frá framhjáhaldinu.
Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04 Stormy Daniels frjálst að ræða samband sitt við Trump Umboðsmaður klámmyndaleikkonunnar segir hana geta „sagt sögu sína“ eftir að lögmaður Donald Trumps til langs tíma viðurkenndi að hafa greitt henni 130 þúsund dali. 15. febrúar 2018 10:29 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04
Stormy Daniels frjálst að ræða samband sitt við Trump Umboðsmaður klámmyndaleikkonunnar segir hana geta „sagt sögu sína“ eftir að lögmaður Donald Trumps til langs tíma viðurkenndi að hafa greitt henni 130 þúsund dali. 15. febrúar 2018 10:29