Borgin níðist áfram á öryrkjum Þórður Eyþórsson skrifar 6. mars 2018 11:08 Árið 2008 samþykkti Borgarráð breytingar á greiðslu sérstakra húsaleigubóta. Sú breyting hafði það í för með sér að leigjendur Brynju, þ.e. hússjóðs Öryrkjabandalagsins, sem á og rekur íbúðir sem leigðar eru til Öryrkja, var öllum synjað um greiðslu sérstakra húsaleigubóta. það þrátt fyrir að þeir hafi átt rétt á þeim áður. Öryrkjabandalagði gerði athugasemdir við þessa afgreiðslu Reykjavíkurborg árið 2009 en án árangurs. Svar Velferðarsviðs var það að húsnæði sem væri í eigu félags- og líknarsamtaka og aðeins ætlað til leigu af ákveðnum hópi teldist ekki leiguhúsnæði á almennum markaði. Húsnæði, m.a. á vegum Félags einstæðra foreldra, Blindrafélagsins, ÖBÍ og Stúdentagarða, félli þar undir. Fór það svo að einn leigjenda Brynju leitaði með málið til dómstóla og þann 16. júní 2016 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði með þessari ákvörðun sinni mismunað íbúum borgarinnar á ólögmætan hátt. Mætti þá ætla að borgin hefði leiðrétt þessi mál en svo virðist sem hún hafi enn borðið fyrir sig lagalegum úrræðum til þess að komast hjá því. Borgin ákvað að aðeins þeir sem sannanlega hefðu sótt um á pappír fengju bæturnar greiddar afturvirkt. Þá fengju þeir aðeins dráttarvexti ef þeir hefðu sannarlega sótt um réttmætar bætur, annars aðeins höfuðstólinn. Þrátt fyrir að lög um fyrningu miðist við 10 ár hefur borgin ákveðið að túlka lög nr. 150/2007 kröfur fyrnist á 4 árum. Eftir ítrekaðar ábendingar til borgarstjóra Dags. B. Eggertssonar og borgarfulltrúa í meirihluta eru svörin á þá leið að borgin sé nú búinn að bæta þetta að fullu. Ótaldir eru þá þeir öryrkjar sem fengu þær upplýsingar og ráðleggingar að tilgangslaust væri að sækja um sérstöku húsaleigubæturnar, enda öllum synjað. Mjög auðvelt væri að leiðrétta þetta svo rétt væri. Ekki þyrfti annað en staðfestingu Brynju á leigutíma og afrit af skattskýrslum leigjenda. Hér virðist borgin hafa nýtt sér mátt sinn á móti þeim sem hafa það einna verst í samfélaginu, öryrkjum. Til þess að ná frá þeim fjárhæð sem eru smáaurar fyrir borgina en afar miklir fyrir þessa einstaklinga. Nú þegar Borgarstjórnarkosningar eru að skella á held ég að það sé gott að þrýsta á Borgarstjóra og Borgarfulltrúa meirihlutans að biðjast afsökunar á þessu og lagfæra. Ég mun allavega ekki kjósa með meirihlutamyndun nema þetta sé leiðrétt strax í byrjun kjörtímabils. Spyr ég eining Dag. B. Eggertsson og aðra borgarfulltrúa hvort að einstaklingar í borginni hafi sama rétt og borgin sjálf. Fyrnast skuldir þeirra gagnvart borginni einnig á fjórum árum? Án dráttarvaxta hafi þeir ekki verið send sérstök beiðni vegna þeirra?Höfundur er í frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir borgarstjórnarkosningarnar og sækist eftir 1. Sæti og varamaður í stjórn ÍTR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Árið 2008 samþykkti Borgarráð breytingar á greiðslu sérstakra húsaleigubóta. Sú breyting hafði það í för með sér að leigjendur Brynju, þ.e. hússjóðs Öryrkjabandalagsins, sem á og rekur íbúðir sem leigðar eru til Öryrkja, var öllum synjað um greiðslu sérstakra húsaleigubóta. það þrátt fyrir að þeir hafi átt rétt á þeim áður. Öryrkjabandalagði gerði athugasemdir við þessa afgreiðslu Reykjavíkurborg árið 2009 en án árangurs. Svar Velferðarsviðs var það að húsnæði sem væri í eigu félags- og líknarsamtaka og aðeins ætlað til leigu af ákveðnum hópi teldist ekki leiguhúsnæði á almennum markaði. Húsnæði, m.a. á vegum Félags einstæðra foreldra, Blindrafélagsins, ÖBÍ og Stúdentagarða, félli þar undir. Fór það svo að einn leigjenda Brynju leitaði með málið til dómstóla og þann 16. júní 2016 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði með þessari ákvörðun sinni mismunað íbúum borgarinnar á ólögmætan hátt. Mætti þá ætla að borgin hefði leiðrétt þessi mál en svo virðist sem hún hafi enn borðið fyrir sig lagalegum úrræðum til þess að komast hjá því. Borgin ákvað að aðeins þeir sem sannanlega hefðu sótt um á pappír fengju bæturnar greiddar afturvirkt. Þá fengju þeir aðeins dráttarvexti ef þeir hefðu sannarlega sótt um réttmætar bætur, annars aðeins höfuðstólinn. Þrátt fyrir að lög um fyrningu miðist við 10 ár hefur borgin ákveðið að túlka lög nr. 150/2007 kröfur fyrnist á 4 árum. Eftir ítrekaðar ábendingar til borgarstjóra Dags. B. Eggertssonar og borgarfulltrúa í meirihluta eru svörin á þá leið að borgin sé nú búinn að bæta þetta að fullu. Ótaldir eru þá þeir öryrkjar sem fengu þær upplýsingar og ráðleggingar að tilgangslaust væri að sækja um sérstöku húsaleigubæturnar, enda öllum synjað. Mjög auðvelt væri að leiðrétta þetta svo rétt væri. Ekki þyrfti annað en staðfestingu Brynju á leigutíma og afrit af skattskýrslum leigjenda. Hér virðist borgin hafa nýtt sér mátt sinn á móti þeim sem hafa það einna verst í samfélaginu, öryrkjum. Til þess að ná frá þeim fjárhæð sem eru smáaurar fyrir borgina en afar miklir fyrir þessa einstaklinga. Nú þegar Borgarstjórnarkosningar eru að skella á held ég að það sé gott að þrýsta á Borgarstjóra og Borgarfulltrúa meirihlutans að biðjast afsökunar á þessu og lagfæra. Ég mun allavega ekki kjósa með meirihlutamyndun nema þetta sé leiðrétt strax í byrjun kjörtímabils. Spyr ég eining Dag. B. Eggertsson og aðra borgarfulltrúa hvort að einstaklingar í borginni hafi sama rétt og borgin sjálf. Fyrnast skuldir þeirra gagnvart borginni einnig á fjórum árum? Án dráttarvaxta hafi þeir ekki verið send sérstök beiðni vegna þeirra?Höfundur er í frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir borgarstjórnarkosningarnar og sækist eftir 1. Sæti og varamaður í stjórn ÍTR
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar