#metoo – hvernig breytum við menningu? Albertína Friðbjörg Elíasdóttir skrifar 2. mars 2018 09:43 Síðustu vikur og mánuði höfum við fylgst með frásögnum hundruð kvenna úr fjölmörgum stéttum alls staðar að af landinu þar sem þær hafa sagt frá upplifun sinni af hverskonar kynbundnu ofbeldi og/eða kynferðislegri áreitni. Sérstaklega sláandi voru sögur kvenna af erlendum uppruna en staða þeirra til að fá hjálp eða sækja réttlæti er verri en margra annarra þar sem margar þeirra kunna ekki tungumálið og eiga ekki fjölskyldu á landinu til að styðja sig við. Staða kvenna sem búa í smærri samfélögum getur oft verið sömuleiðis snúin og erfitt að stíga fram.Málefni okkar allraVandinn er djúpstæður. Hver er raunveruleg staða kvenna í samfélagi sem sættir sig við jafn víðfemt kynbundið ofbeldi og kynferðislegt áreiti og kemur fram í þessum frásögnum? Við þurfum að breyta viðhorfum gagnvart kynbundnu ofbeldi og áreitni og við þurfum að breyta því saman. Þó að við séum að tala hér um mál sem snertir konur sérstaklega þá er þetta ekki eingöngu málefni kvenna. Við þurfum öll, bæði karlar og konur, að standa upp og láta vita að þetta er ekki í lagi og þetta eigi ekki að líðast. Við þurfum öll að leggja okkar að mörkum til að raunveruleg menningarleg breyting eigi sér stað. #metoo 2.0Nú þegar umræðan um #metoo hefur þroskast aðeins er tímabært að velta fyrir okkur, hvað næst? Það eru fjölmörg atriði sem við sem samfélag getum gert til breyta hlutunum. Löggjafinn, vinnustaðir og félagasamtök þurfa að setja fram skýr viðurlög og tryggja hröð viðbrögð. Það þarf að vinna að forvörnum sem mikilvægt er að hefjist strax hjá börnunum okkar. Þá er mikilvægt að fórnarlömb ofbeldis fái stuðning og aðstoð. Þó er líklega það mikilvægasta okkar eigin framlag: Stöndum upp og gerum athugasemdir þegar við verðum vitni að kynbundnu ofbeldi eða kynferðislegri áreitni.Þetta mikilvæga málefni verður til umræðu á Landsfundi Samfylkingarinnar á Hotel Reykjavík Natura 2. – 3. mars og ný stefna og viðbragðsáætlun flokksins vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni kynnt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Sjá meira
Síðustu vikur og mánuði höfum við fylgst með frásögnum hundruð kvenna úr fjölmörgum stéttum alls staðar að af landinu þar sem þær hafa sagt frá upplifun sinni af hverskonar kynbundnu ofbeldi og/eða kynferðislegri áreitni. Sérstaklega sláandi voru sögur kvenna af erlendum uppruna en staða þeirra til að fá hjálp eða sækja réttlæti er verri en margra annarra þar sem margar þeirra kunna ekki tungumálið og eiga ekki fjölskyldu á landinu til að styðja sig við. Staða kvenna sem búa í smærri samfélögum getur oft verið sömuleiðis snúin og erfitt að stíga fram.Málefni okkar allraVandinn er djúpstæður. Hver er raunveruleg staða kvenna í samfélagi sem sættir sig við jafn víðfemt kynbundið ofbeldi og kynferðislegt áreiti og kemur fram í þessum frásögnum? Við þurfum að breyta viðhorfum gagnvart kynbundnu ofbeldi og áreitni og við þurfum að breyta því saman. Þó að við séum að tala hér um mál sem snertir konur sérstaklega þá er þetta ekki eingöngu málefni kvenna. Við þurfum öll, bæði karlar og konur, að standa upp og láta vita að þetta er ekki í lagi og þetta eigi ekki að líðast. Við þurfum öll að leggja okkar að mörkum til að raunveruleg menningarleg breyting eigi sér stað. #metoo 2.0Nú þegar umræðan um #metoo hefur þroskast aðeins er tímabært að velta fyrir okkur, hvað næst? Það eru fjölmörg atriði sem við sem samfélag getum gert til breyta hlutunum. Löggjafinn, vinnustaðir og félagasamtök þurfa að setja fram skýr viðurlög og tryggja hröð viðbrögð. Það þarf að vinna að forvörnum sem mikilvægt er að hefjist strax hjá börnunum okkar. Þá er mikilvægt að fórnarlömb ofbeldis fái stuðning og aðstoð. Þó er líklega það mikilvægasta okkar eigin framlag: Stöndum upp og gerum athugasemdir þegar við verðum vitni að kynbundnu ofbeldi eða kynferðislegri áreitni.Þetta mikilvæga málefni verður til umræðu á Landsfundi Samfylkingarinnar á Hotel Reykjavík Natura 2. – 3. mars og ný stefna og viðbragðsáætlun flokksins vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni kynnt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar