Víkingar senda frá sér yfirlýsingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. mars 2018 20:39 Sigurður Egill Lárusson í baráttunni við Davíð Örn Atlason í leik Vals og Víkings síðasta sumar. Ólafur Jóhannesson þjálfar Íslandsmeistara Vals. vísir/andri marinó Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. Þar sagði Ólafur að hann telji úrslit leiks Víkings R. og Völsungs í 1. deild árið 2013 hafa verið fyrirfram ákveðin, en Víkingur vann leikinn 16-0 og komst því upp í efstu deild á markatölu. Í yfirlýsingu Víkings segir að „umræddum ummælum Ólafs Jóhannessonar er alfarið vísað á bug sem rakalausum með öllu. Um er að ræða alvarlegar aðdróttanir í garð félaganna beggja sem ekki er nokkur einasti fótur fyrir.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að Víkingur hefði kvartað yfir ummælunum til KSÍ. Þá segir í yfirlýsingunni að Víkingar skori á Ólaf að biðjast afsökunar opinberlega á ummælum sínum.Yfirlýsing Knattspyrnufélagsins Víkings til fjölmiðla, vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, knattspyrnuþjálfara Vals í útvarpsviðtali á Fótbolti.net í dag. Af gefnu tilefni vegna alvarlegra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í útvarpsviðtali, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013 vill Knattspyrnufélagið Víkingur taka eftirfarandi fram: Umræddum ummælum Ólafs Jóhannessonar er alfarið vísað á bug sem rakalausum með öllu. Um er að ræða alvarlegar aðdróttanir í garð félaganna beggja, sem ekki er nokkur einasti fótur fyrir. Virðast ummælin sett fram í þeim eina tilgangi að kasta rýrð á ímynd félaganna og það starf sem þar er unnið, skaða félögin og orðspor þeirra, með því að saka þau um óheiðarleika fullkomlega að ósekju. Knattspyrnufélagið Víkingur áréttar að aðdróttanir af þessum toga kunna að varða þann sem hefur þær uppi ábyrgð að lögum, en spjótum sínum beinir Ólafur Jóhannesson, með ummælum sínum að félögunum sjálfum, þeim sem þar starfa, stjórnarmönnum og leikmönnum. Verður ekki við það unað, enda með öllu óásættanlegt. Forsvarsmenn íþróttafélaga, þ.m.t. þjálfarar, einkum og sér í lagi þeir sem teljast í framvarðarsveit knattspyrnuhreyfingarinnar, verða í hvívetna að gæta orða sinna, á vettvangi knattspyrnunnar líkt og annarsstaðar, og gæta þess eins og allir aðrir að veitast ekki að öðrum íþróttafélögum og þeim sem þar starfa, með ásökunum sem engan rétt eiga á sér. Knattspyrnufélagið Víkingur gerir ráð fyrir að Ólafur Jóhannesson sjái að sér og skorar á hann að biðjast afsökunar opinberlega vegna ummælanna, svo sem minnstir eftirmálar verði af þeim eða skaði. Knattspyrnufélagið Víkingur hefur ákveðið að vísa ummælum þessum til stjórnar KSÍ og aganefndar og gerir ráð fyrir að brugðist verði við þeim með viðhlítandi hætti innan knattspyrnusambandsins. Umrædd yfirlýsing óskast birt í fjölmiðlum. Knattspyrnufélagið Víkingur Björn Einarsson Formaður Aðalstjórnar Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23 Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. Þar sagði Ólafur að hann telji úrslit leiks Víkings R. og Völsungs í 1. deild árið 2013 hafa verið fyrirfram ákveðin, en Víkingur vann leikinn 16-0 og komst því upp í efstu deild á markatölu. Í yfirlýsingu Víkings segir að „umræddum ummælum Ólafs Jóhannessonar er alfarið vísað á bug sem rakalausum með öllu. Um er að ræða alvarlegar aðdróttanir í garð félaganna beggja sem ekki er nokkur einasti fótur fyrir.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að Víkingur hefði kvartað yfir ummælunum til KSÍ. Þá segir í yfirlýsingunni að Víkingar skori á Ólaf að biðjast afsökunar opinberlega á ummælum sínum.Yfirlýsing Knattspyrnufélagsins Víkings til fjölmiðla, vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, knattspyrnuþjálfara Vals í útvarpsviðtali á Fótbolti.net í dag. Af gefnu tilefni vegna alvarlegra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í útvarpsviðtali, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013 vill Knattspyrnufélagið Víkingur taka eftirfarandi fram: Umræddum ummælum Ólafs Jóhannessonar er alfarið vísað á bug sem rakalausum með öllu. Um er að ræða alvarlegar aðdróttanir í garð félaganna beggja, sem ekki er nokkur einasti fótur fyrir. Virðast ummælin sett fram í þeim eina tilgangi að kasta rýrð á ímynd félaganna og það starf sem þar er unnið, skaða félögin og orðspor þeirra, með því að saka þau um óheiðarleika fullkomlega að ósekju. Knattspyrnufélagið Víkingur áréttar að aðdróttanir af þessum toga kunna að varða þann sem hefur þær uppi ábyrgð að lögum, en spjótum sínum beinir Ólafur Jóhannesson, með ummælum sínum að félögunum sjálfum, þeim sem þar starfa, stjórnarmönnum og leikmönnum. Verður ekki við það unað, enda með öllu óásættanlegt. Forsvarsmenn íþróttafélaga, þ.m.t. þjálfarar, einkum og sér í lagi þeir sem teljast í framvarðarsveit knattspyrnuhreyfingarinnar, verða í hvívetna að gæta orða sinna, á vettvangi knattspyrnunnar líkt og annarsstaðar, og gæta þess eins og allir aðrir að veitast ekki að öðrum íþróttafélögum og þeim sem þar starfa, með ásökunum sem engan rétt eiga á sér. Knattspyrnufélagið Víkingur gerir ráð fyrir að Ólafur Jóhannesson sjái að sér og skorar á hann að biðjast afsökunar opinberlega vegna ummælanna, svo sem minnstir eftirmálar verði af þeim eða skaði. Knattspyrnufélagið Víkingur hefur ákveðið að vísa ummælum þessum til stjórnar KSÍ og aganefndar og gerir ráð fyrir að brugðist verði við þeim með viðhlítandi hætti innan knattspyrnusambandsins. Umrædd yfirlýsing óskast birt í fjölmiðlum. Knattspyrnufélagið Víkingur Björn Einarsson Formaður Aðalstjórnar
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23 Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35
Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23
Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15