„Við missum okkur svolítið á Íslandi þegar íþróttafólkið okkar er að gera góða hluti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 08:30 Stuðningsfólk íslenska landsliðsins. Vísir/Getty Íslenski kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í morgun keppni á opna Nýja Suður Wales golfmótinu í Ástralíu en hún komst í sviðsljósið eftir frábæra frammistöðu sína á síðasta móti á Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra var í toppbaráttunni allan tímann og náði þriðja sætinu á Australian Ladies Classic Bonville mótinu sem kláraðist um síðustu helgi. Valdís Þóra komst með því upp í sjötta sæti peningalistans á LET Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra fór í viðtal á heimasíðu Evrópumótarraðarinnar fyrir mótið sem hófst í morgun en þetta er fjórða mótið í röð hjá Valdísi Þóru á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári. „Auðvitað vil ég vinna mót á LET mótaröðinni og það væri líka mikill heiður fyrir mig að komast í liðið á Solheim bikarnum. Það væri virkilega gaman,“ sagði Valdís Þóra við heimasíðu LET. Solheim bikarinn er kvenkyns útgáfan af Ryder bikarnum. „Það er alltaf gaman þegar þú ert að spila vel og ég held að ég geti haldið því áfram. Ég hef lagt mikið á mig á síðustu tveimur árum og ég tel að ég sé loksins að uppskera fyrir það í mínum leik,“ sagði Valdís.Valdis Thora Jonsdottir (@DaughterOfJon) has climbed 44 spots to 6th on the OOM & is loving #WomensNSWOpen@CoffsGolfClub@ALPGtourpic.twitter.com/vGqez1ovYV — Ladies European Tour (@LETgolf) February 28, 2018 Blaðamaður LET síðunnar spurði Valdísi Þóru út í Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem hefur komið íslenska kvennagolfinu á kortið á evrópsku og bandarísku mótaröðinni á síðustu tveimur árum. Nú bætist Valdís Þóra síðan í hópinn. „Allir heima eru mjög spenntir. Við missum okkur svolítið á Íslandi þegar íþróttafólkið okkar er að gera góða hluti ekki síst í kringum landsliðin og okkur kylfingana. Ég hef fengið góðan stuðning og ég er þakklátt fyrir hann allan komandi frá svo litlu landi,“ sagði Valdís. „Ólafía og ég styðjum hvora aðra og við erum ennþá vinkomnur. Það er alltaf gaman að sjá íslenska fánann upp á stöðutöflunni,“ sagði Valdís. „Vonandi tekst okkur að fá ungar stelpur til að byrja í golfinu. Strákarnir eru líka að koma upp. Við erum að sýna það og sanna að við getum komist alla leið á stóru mótaraðirnar ef við erum tilbúin að leggja mikið á okkur,“ sagði Valdís Þóra en það má sjá allt viðtalið við hana hér. EM 2016 í Frakklandi Golf HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Sjá meira
Íslenski kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í morgun keppni á opna Nýja Suður Wales golfmótinu í Ástralíu en hún komst í sviðsljósið eftir frábæra frammistöðu sína á síðasta móti á Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra var í toppbaráttunni allan tímann og náði þriðja sætinu á Australian Ladies Classic Bonville mótinu sem kláraðist um síðustu helgi. Valdís Þóra komst með því upp í sjötta sæti peningalistans á LET Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra fór í viðtal á heimasíðu Evrópumótarraðarinnar fyrir mótið sem hófst í morgun en þetta er fjórða mótið í röð hjá Valdísi Þóru á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári. „Auðvitað vil ég vinna mót á LET mótaröðinni og það væri líka mikill heiður fyrir mig að komast í liðið á Solheim bikarnum. Það væri virkilega gaman,“ sagði Valdís Þóra við heimasíðu LET. Solheim bikarinn er kvenkyns útgáfan af Ryder bikarnum. „Það er alltaf gaman þegar þú ert að spila vel og ég held að ég geti haldið því áfram. Ég hef lagt mikið á mig á síðustu tveimur árum og ég tel að ég sé loksins að uppskera fyrir það í mínum leik,“ sagði Valdís.Valdis Thora Jonsdottir (@DaughterOfJon) has climbed 44 spots to 6th on the OOM & is loving #WomensNSWOpen@CoffsGolfClub@ALPGtourpic.twitter.com/vGqez1ovYV — Ladies European Tour (@LETgolf) February 28, 2018 Blaðamaður LET síðunnar spurði Valdísi Þóru út í Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem hefur komið íslenska kvennagolfinu á kortið á evrópsku og bandarísku mótaröðinni á síðustu tveimur árum. Nú bætist Valdís Þóra síðan í hópinn. „Allir heima eru mjög spenntir. Við missum okkur svolítið á Íslandi þegar íþróttafólkið okkar er að gera góða hluti ekki síst í kringum landsliðin og okkur kylfingana. Ég hef fengið góðan stuðning og ég er þakklátt fyrir hann allan komandi frá svo litlu landi,“ sagði Valdís. „Ólafía og ég styðjum hvora aðra og við erum ennþá vinkomnur. Það er alltaf gaman að sjá íslenska fánann upp á stöðutöflunni,“ sagði Valdís. „Vonandi tekst okkur að fá ungar stelpur til að byrja í golfinu. Strákarnir eru líka að koma upp. Við erum að sýna það og sanna að við getum komist alla leið á stóru mótaraðirnar ef við erum tilbúin að leggja mikið á okkur,“ sagði Valdís Þóra en það má sjá allt viðtalið við hana hér.
EM 2016 í Frakklandi Golf HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Sjá meira