Fangar eru vinsælir um þessar mundir. Svo vinsælir að á sunnudögum gefst sjónvarpsáhorfendum tækifæri til að sjá ekki einn heldur tvo vandaða þætti um lífshlaup þeirra sem horfið hafa af beinu brautinni og hafnað á bak við lás og slá. Eins hlaut þáttaröðin Fangar flestar tilnefningar til Edduverðlaunanna þetta árið, fjórtán talsins.
Í þessu landslagi getur reynst ánægjulegt að sinna starfi formanns Afstöðu, félags fanga. Á þeim fjölmörgu fundum sem ég hef átt með ráðherrum, þingmönnum, embættismönnum og stjórnmálamönnum sem ganga með þingmanninn í maganum á undanförnum misserum hefur mér tekist að fara vel yfir stöðuna í fangelsismálum á Íslandi og bera hana saman við hvað er að gerast í öðrum löndum. Undantekningalaust fer ég ánægður út af þessum fundum enda fundargestir sérlega áhugasamir og lýsa þeir yfir miklum vilja til að gera betur í málefnum fanga, að stefna skuli að betrun. Allir hafa verið sammála um að málaflokkurinn sé vanræktur og að svo hafi verið um langa hríð.
Ég hef nánast aldrei farið bónleiður af fundi með stjórnmálamanni. Hver einasti fundur hefur gefið fögur fyrirheit og ég fer bjartsýnn af fundi. Nánast allir sem ég hitti vilja hjálpa mér og okkur í Afstöðu að gera breytingar og jafnvel róttækar breytingar til að spara fjármagn til lengri tíma, draga úr glæpum og endurkomum í fangelsi.
Samt gerist aldrei neitt. Það verða engar breytingar. Og því miður hafa stjórnmálamennirnir bara ekki staðið við stóru orðin. Fangar halda áfram að fyrirfara sér, verða öryrkjar, einangrast enn frekar frá samfélagi manna og halda áfram að fara inn og út úr fangelsi í vitahring kerfisins.
Og svo falla ríkisstjórnir og við kjósum aftur og aftur og við þurfum að byrja upp á nýtt að funda með nýjum frambjóðendum, þingmönnum og ráðherrum til að kynna þeim stöðuna. Og aftur gerist það sama. Allir sýna sama áhuga á að gera nú skurk í fangelsismálum.
Og enn gerist ekkert.
Engin svör fást frá ráðuneytum, þingmenn vísa frá sér ábyrgð, stjórnarandstöðuþingmenn sem látið hafa í sér heyra þagna þegar þeir komast í stjórn og ungir stjórnmálamenn, sem barist hafa hvað harðast með Afstöðu, hætta að hugsa um hag fanga um leið og þeir ná kjöri.
Stjórnmálamenn kunna vissulega að orða hlutina fallega og lofa öllu fögru. En það er sárlega lýjandi þegar sama fólk hverfur frá baráttunni. Við fangar erum frelsissvipt fólk og lifum það á hverjum degi hve illa fangelsiskerfið er búið. Við bindum alvöru vonir við það sem valdhafar segja við okkur.
Nú verð ég að biðja stjórnmálamenn og aðra valdhafa að vera heiðarlega og þykjast ekki hafa áhuga sem þeir hafa ekki. Þau ykkar sem hafið ekki raunverulegan áhuga á að koma á raunverulegum breytingum til betrunar fyrir kerfið og okkur fangana, látið bara eiga sig að boða mig á fund eða taka á móti mér. Ykkur hin bið ég endilega að hafa samband og látum það gerast.
Ég bíð við símann.
Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi

Hvarf viljinn með vindinum?
Skoðun

Gunnar Smári hvað er hann?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri
Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar

Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla
Hrönn Egilsdóttir skrifar

Forvarnir á ferð
Erlingur Sigvaldason skrifar

Vertu meðbyr mannúðar
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Fegurð sem breytir skólum
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft
Sigurður Örn Hilmarsson skrifar

Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation
Marianne Elisabeth Klinke skrifar

Verður Frelsið fullveldinu að bráð?
Anton Guðmundsson skrifar

Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun?
Ólafur Stephensen skrifar

Mataræði í stóra samhengi lífsins
Birna Þórisdóttir skrifar

Hvað varð um loftslagsmálin?
Kamma Thordarson skrifar

Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum
Inga Sæland skrifar

Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims
Snorri Másson skrifar

Ég kýs Magnús Karl sem rektor
Bylgja Hilmarsdóttir skrifar

Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni
Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda?
Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar

Lífið gefur engan afslátt
Davíð Bergmann skrifar

Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ
Árni Guðmundsson skrifar

Vitskert veröld
Einar Helgason skrifar

Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet
Signý Jóhannesdóttir skrifar

Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur
Arnar Sigurðsson skrifar

Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands
Eva Jörgensen skrifar

Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja
Friðrik Árnason skrifar

Nýjar ráðleggingar um mataræði
María Heimisdóttir skrifar

Börn með fjölþættan vanda
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands
Clive Stacey skrifar

Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði?
Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar

Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti
Najlaa Attaallah skrifar

Heilinn okkar og klukka lífsins
Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar