Hvarf viljinn með vindinum? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Fangar eru vinsælir um þessar mundir. Svo vinsælir að á sunnudögum gefst sjónvarpsáhorfendum tækifæri til að sjá ekki einn heldur tvo vandaða þætti um lífshlaup þeirra sem horfið hafa af beinu brautinni og hafnað á bak við lás og slá. Eins hlaut þáttaröðin Fangar flestar tilnefningar til Edduverðlaunanna þetta árið, fjórtán talsins. Í þessu landslagi getur reynst ánægjulegt að sinna starfi formanns Afstöðu, félags fanga. Á þeim fjölmörgu fundum sem ég hef átt með ráðherrum, þingmönnum, embættismönnum og stjórnmálamönnum sem ganga með þingmanninn í maganum á undanförnum misserum hefur mér tekist að fara vel yfir stöðuna í fangelsismálum á Íslandi og bera hana saman við hvað er að gerast í öðrum löndum. Undantekningalaust fer ég ánægður út af þessum fundum enda fundargestir sérlega áhugasamir og lýsa þeir yfir miklum vilja til að gera betur í málefnum fanga, að stefna skuli að betrun. Allir hafa verið sammála um að málaflokkurinn sé vanræktur og að svo hafi verið um langa hríð. Ég hef nánast aldrei farið bónleiður af fundi með stjórnmálamanni. Hver einasti fundur hefur gefið fögur fyrirheit og ég fer bjartsýnn af fundi. Nánast allir sem ég hitti vilja hjálpa mér og okkur í Afstöðu að gera breytingar og jafnvel róttækar breytingar til að spara fjármagn til lengri tíma, draga úr glæpum og endurkomum í fangelsi. Samt gerist aldrei neitt. Það verða engar breytingar. Og því miður hafa stjórnmálamennirnir bara ekki staðið við stóru orðin. Fangar halda áfram að fyrirfara sér, verða öryrkjar, einangrast enn frekar frá samfélagi manna og halda áfram að fara inn og út úr fangelsi í vitahring kerfisins. Og svo falla ríkisstjórnir og við kjósum aftur og aftur og við þurfum að byrja upp á nýtt að funda með nýjum frambjóðendum, þingmönnum og ráðherrum til að kynna þeim stöðuna. Og aftur gerist það sama. Allir sýna sama áhuga á að gera nú skurk í fangelsismálum. Og enn gerist ekkert. Engin svör fást frá ráðuneytum, þingmenn vísa frá sér ábyrgð, stjórnarandstöðuþingmenn sem látið hafa í sér heyra þagna þegar þeir komast í stjórn og ungir stjórnmálamenn, sem barist hafa hvað harðast með Afstöðu, hætta að hugsa um hag fanga um leið og þeir ná kjöri. Stjórnmálamenn kunna vissulega að orða hlutina fallega og lofa öllu fögru. En það er sárlega lýjandi þegar sama fólk hverfur frá baráttunni. Við fangar erum frelsissvipt fólk og lifum það á hverjum degi hve illa fangelsiskerfið er búið. Við bindum alvöru vonir við það sem valdhafar segja við okkur. Nú verð ég að biðja stjórnmálamenn og aðra valdhafa að vera heiðarlega og þykjast ekki hafa áhuga sem þeir hafa ekki. Þau ykkar sem hafið ekki raunverulegan áhuga á að koma á raunverulegum breytingum til betrunar fyrir kerfið og okkur fangana, látið bara eiga sig að boða mig á fund eða taka á móti mér. Ykkur hin bið ég endilega að hafa samband og látum það gerast. Ég bíð við símann.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Fangar eru vinsælir um þessar mundir. Svo vinsælir að á sunnudögum gefst sjónvarpsáhorfendum tækifæri til að sjá ekki einn heldur tvo vandaða þætti um lífshlaup þeirra sem horfið hafa af beinu brautinni og hafnað á bak við lás og slá. Eins hlaut þáttaröðin Fangar flestar tilnefningar til Edduverðlaunanna þetta árið, fjórtán talsins. Í þessu landslagi getur reynst ánægjulegt að sinna starfi formanns Afstöðu, félags fanga. Á þeim fjölmörgu fundum sem ég hef átt með ráðherrum, þingmönnum, embættismönnum og stjórnmálamönnum sem ganga með þingmanninn í maganum á undanförnum misserum hefur mér tekist að fara vel yfir stöðuna í fangelsismálum á Íslandi og bera hana saman við hvað er að gerast í öðrum löndum. Undantekningalaust fer ég ánægður út af þessum fundum enda fundargestir sérlega áhugasamir og lýsa þeir yfir miklum vilja til að gera betur í málefnum fanga, að stefna skuli að betrun. Allir hafa verið sammála um að málaflokkurinn sé vanræktur og að svo hafi verið um langa hríð. Ég hef nánast aldrei farið bónleiður af fundi með stjórnmálamanni. Hver einasti fundur hefur gefið fögur fyrirheit og ég fer bjartsýnn af fundi. Nánast allir sem ég hitti vilja hjálpa mér og okkur í Afstöðu að gera breytingar og jafnvel róttækar breytingar til að spara fjármagn til lengri tíma, draga úr glæpum og endurkomum í fangelsi. Samt gerist aldrei neitt. Það verða engar breytingar. Og því miður hafa stjórnmálamennirnir bara ekki staðið við stóru orðin. Fangar halda áfram að fyrirfara sér, verða öryrkjar, einangrast enn frekar frá samfélagi manna og halda áfram að fara inn og út úr fangelsi í vitahring kerfisins. Og svo falla ríkisstjórnir og við kjósum aftur og aftur og við þurfum að byrja upp á nýtt að funda með nýjum frambjóðendum, þingmönnum og ráðherrum til að kynna þeim stöðuna. Og aftur gerist það sama. Allir sýna sama áhuga á að gera nú skurk í fangelsismálum. Og enn gerist ekkert. Engin svör fást frá ráðuneytum, þingmenn vísa frá sér ábyrgð, stjórnarandstöðuþingmenn sem látið hafa í sér heyra þagna þegar þeir komast í stjórn og ungir stjórnmálamenn, sem barist hafa hvað harðast með Afstöðu, hætta að hugsa um hag fanga um leið og þeir ná kjöri. Stjórnmálamenn kunna vissulega að orða hlutina fallega og lofa öllu fögru. En það er sárlega lýjandi þegar sama fólk hverfur frá baráttunni. Við fangar erum frelsissvipt fólk og lifum það á hverjum degi hve illa fangelsiskerfið er búið. Við bindum alvöru vonir við það sem valdhafar segja við okkur. Nú verð ég að biðja stjórnmálamenn og aðra valdhafa að vera heiðarlega og þykjast ekki hafa áhuga sem þeir hafa ekki. Þau ykkar sem hafið ekki raunverulegan áhuga á að koma á raunverulegum breytingum til betrunar fyrir kerfið og okkur fangana, látið bara eiga sig að boða mig á fund eða taka á móti mér. Ykkur hin bið ég endilega að hafa samband og látum það gerast. Ég bíð við símann.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar