Vlija uppfæra loftferðasamning við Rússland til að opna flugleið til Asíu Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. mars 2018 19:00 Samgönguráðherra segir að íslensk stjórnvöld vinni að því að uppfæra loftferðasamning við Rússland. Skortur á almennri heimild til farþegaflutninga í samningnum kemur í veg fyrir beint farþegaflug milli Íslands og áfangastaða í Asíu sem hafa verið til skoðunar hjá íslensku flugfélögunum. Stöðugt vaxandi umsvif íslensku flugfélaganna hafa kallað á aukna áherslu á gerð tvíhliða loftferðasamninga. Ísland hefur gert loftferðasamninga við 101 ríki en mjög misjafnt er hversu víðtæk réttindi þessir samningar kveða á um.Loftferðasamningur milli Íslands og Rússlands kveður ekki á um almenna heimild til farþegaflugs. Aðeins takmarkaða heimild um að fljúga til Moskvu, St. Pétursborgar og annarra borga sem rússnesk flugmálayfirvöld samþykkja. Skortur á almennri heimild til farþegaflugs þýðir að ekki er fyrir hend heimild fyrir íslensku flugfélögin til yfirflugs í Rússlandi. Wow Air hefur haft til skoðunar að hefja beint áætlunarflug til Asíu en fyrirtækið fær síðar á þessu ári afhentar fjórar nýjar Airbus A330neo vélar sem geta flugið í rúmlega tólf klukkustundir. Til þess að hægt sé að fljúga beint til Japan svo dæmi sé tekið þarf að gera loftferðasamning við Japan og uppfæra loftferðasamning milli Íslands og Rússlands. Icelandair hefur líka haft Asíuflug til skoðunar með Boeing 767 þotum félagsins. Rússar hafa sett það sem skilyrði fyrir almennri heimild til yfirflugs að komið verði á reglubundnu áætlunarflugi milli Íslands og áfangastaða í Rússlandi. Málið heyrir bæði undir samgönguráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar hafa fulltrúar bæði Icelandair og Wow Air átt fundi í utanríkisráðuneytinu á síðustu mánuðum til að kalla eftir gerð nýrra loftferðasamninga og óska eftir uppfærslu á samningi við Rússland svo hægt sé að opna þessa flugleið til Asíu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að unnið sé að því að opna þessa flugleið. Hann segist telja að það verði ekki vandamál að fá heimild til yfirflugs innan gildandi loftferðasamnings þrátt fyrir kröfu Rússa um skipulagt áætlunarflug. „Við erum búin að eiga mjög gott samtal við Rússa frá því í fyrrasumar og frá síðasta hausti og ég á ekki von á því þetta verði hindrun. Það er kominn viðauki sem heimilar áætlunarflug til bæði Moskvu og St. Pétursborgar og viðauki um að annað verði þá heimilt af hálfu Rússa og að loftferðasamningurinn, eins og hann er, hann komi ekki í veg fyrir yfirflugsheimild af hálfu Rússa,“ segir Sigurður Ingi. Eins og áður segir gera Rússar kröfu um skipulagt áætlunarflug milli Íslands og Rússlands til að virkja heimild til yfirflugs. Icelandair flaug um tíma til St. Pétursborgar fyrir nokkrum árum en hvorki Icelandair né Wow Air hafa á dagskránni að hefja skipulagt áætlunarflug til áfangastaða í Rússlandi þótt bæði flugfélögin stefni á flug þangað í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu næsta sumar. Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Samgönguráðherra segir að íslensk stjórnvöld vinni að því að uppfæra loftferðasamning við Rússland. Skortur á almennri heimild til farþegaflutninga í samningnum kemur í veg fyrir beint farþegaflug milli Íslands og áfangastaða í Asíu sem hafa verið til skoðunar hjá íslensku flugfélögunum. Stöðugt vaxandi umsvif íslensku flugfélaganna hafa kallað á aukna áherslu á gerð tvíhliða loftferðasamninga. Ísland hefur gert loftferðasamninga við 101 ríki en mjög misjafnt er hversu víðtæk réttindi þessir samningar kveða á um.Loftferðasamningur milli Íslands og Rússlands kveður ekki á um almenna heimild til farþegaflugs. Aðeins takmarkaða heimild um að fljúga til Moskvu, St. Pétursborgar og annarra borga sem rússnesk flugmálayfirvöld samþykkja. Skortur á almennri heimild til farþegaflugs þýðir að ekki er fyrir hend heimild fyrir íslensku flugfélögin til yfirflugs í Rússlandi. Wow Air hefur haft til skoðunar að hefja beint áætlunarflug til Asíu en fyrirtækið fær síðar á þessu ári afhentar fjórar nýjar Airbus A330neo vélar sem geta flugið í rúmlega tólf klukkustundir. Til þess að hægt sé að fljúga beint til Japan svo dæmi sé tekið þarf að gera loftferðasamning við Japan og uppfæra loftferðasamning milli Íslands og Rússlands. Icelandair hefur líka haft Asíuflug til skoðunar með Boeing 767 þotum félagsins. Rússar hafa sett það sem skilyrði fyrir almennri heimild til yfirflugs að komið verði á reglubundnu áætlunarflugi milli Íslands og áfangastaða í Rússlandi. Málið heyrir bæði undir samgönguráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar hafa fulltrúar bæði Icelandair og Wow Air átt fundi í utanríkisráðuneytinu á síðustu mánuðum til að kalla eftir gerð nýrra loftferðasamninga og óska eftir uppfærslu á samningi við Rússland svo hægt sé að opna þessa flugleið til Asíu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að unnið sé að því að opna þessa flugleið. Hann segist telja að það verði ekki vandamál að fá heimild til yfirflugs innan gildandi loftferðasamnings þrátt fyrir kröfu Rússa um skipulagt áætlunarflug. „Við erum búin að eiga mjög gott samtal við Rússa frá því í fyrrasumar og frá síðasta hausti og ég á ekki von á því þetta verði hindrun. Það er kominn viðauki sem heimilar áætlunarflug til bæði Moskvu og St. Pétursborgar og viðauki um að annað verði þá heimilt af hálfu Rússa og að loftferðasamningurinn, eins og hann er, hann komi ekki í veg fyrir yfirflugsheimild af hálfu Rússa,“ segir Sigurður Ingi. Eins og áður segir gera Rússar kröfu um skipulagt áætlunarflug milli Íslands og Rússlands til að virkja heimild til yfirflugs. Icelandair flaug um tíma til St. Pétursborgar fyrir nokkrum árum en hvorki Icelandair né Wow Air hafa á dagskránni að hefja skipulagt áætlunarflug til áfangastaða í Rússlandi þótt bæði flugfélögin stefni á flug þangað í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu næsta sumar.
Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira