Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2018 10:50 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands. Vísir/Getty Yfirvöld Nýja Sjálands vilja taka þátt í þeim samræmdu aðgerðum fjölda ríkja sem standa nú yfir gegn Rússlandi, meðal annars vegna taugaeitursárásarinnar á Sergei Skripal í Bretlandi. Gallinn er hins vegar sá að Nýsjálendingar finna enga rússneska njósnara til að vísa úr landi. „Við höfum leitað að þeim í Nýja Sjálandi en við erum ekki með neina rússneska njósnara sem starfa í pólitísku skjóli sem erindrekar. Ef svo væri myndum við vísa þeim úr landi,“ sagði Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands í útvarpi í morgun þar sem hún mætti upprunalega til að ræða launadeilur hjúkrunarfræðinga í landinu. Ardern segir það ekki koma sér á óvart að Nýja Sjáland sé ekki ofarlega á lista Rússa þó landið sé eitt af svokölluðum „Five Eyes“ löndum, ásamt Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu, sem deila upplýsingum sín á milli. Hér má sjá ummæli forsætisráðherrans. Þau hefjast um 4:40.Forsvarsmenn minnst tuttugu ríkja hafa tekið þá ákvörðun að vísa rússneskum erindrekum úr landi. Bretar tilkynntu fyrr í mánuðinum að þeir myndu vísa 23 úr landi. Bandaríkin tilkynntu í gær að 60 erindrekum, sem væru í raun njósnarar, yrði vísað þaðan. Lista yfir önnur ríki má sjá hér að neðan. Frakkland, Þýskaland, Pólland, Kanada: 4 Tékkland, Litháen: 3 Danmörk, Holland, Ítalía, Spánn, Albanía, Ástralía: 2 Eistland, Króatía, Finnland, Ungverjaland, Lettland, Rúmenía, Svíþjóð, Noregur, Makedónía: 1 Ástralía Kanada Noregur Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54 Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum. 27. mars 2018 08:30 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Yfirvöld Nýja Sjálands vilja taka þátt í þeim samræmdu aðgerðum fjölda ríkja sem standa nú yfir gegn Rússlandi, meðal annars vegna taugaeitursárásarinnar á Sergei Skripal í Bretlandi. Gallinn er hins vegar sá að Nýsjálendingar finna enga rússneska njósnara til að vísa úr landi. „Við höfum leitað að þeim í Nýja Sjálandi en við erum ekki með neina rússneska njósnara sem starfa í pólitísku skjóli sem erindrekar. Ef svo væri myndum við vísa þeim úr landi,“ sagði Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands í útvarpi í morgun þar sem hún mætti upprunalega til að ræða launadeilur hjúkrunarfræðinga í landinu. Ardern segir það ekki koma sér á óvart að Nýja Sjáland sé ekki ofarlega á lista Rússa þó landið sé eitt af svokölluðum „Five Eyes“ löndum, ásamt Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu, sem deila upplýsingum sín á milli. Hér má sjá ummæli forsætisráðherrans. Þau hefjast um 4:40.Forsvarsmenn minnst tuttugu ríkja hafa tekið þá ákvörðun að vísa rússneskum erindrekum úr landi. Bretar tilkynntu fyrr í mánuðinum að þeir myndu vísa 23 úr landi. Bandaríkin tilkynntu í gær að 60 erindrekum, sem væru í raun njósnarar, yrði vísað þaðan. Lista yfir önnur ríki má sjá hér að neðan. Frakkland, Þýskaland, Pólland, Kanada: 4 Tékkland, Litháen: 3 Danmörk, Holland, Ítalía, Spánn, Albanía, Ástralía: 2 Eistland, Króatía, Finnland, Ungverjaland, Lettland, Rúmenía, Svíþjóð, Noregur, Makedónía: 1
Ástralía Kanada Noregur Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54 Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum. 27. mars 2018 08:30 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54
Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum. 27. mars 2018 08:30
Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00