Sleppt og haldið Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 24. mars 2018 11:00 Stjórnmálamaður/verkalýðsleiðtogi: „Það er mjög mikilvægt að í þessum samningum verði lægstu laun hækkuð verulega umfram önnur laun.“ Sami stjórnmálamaður/verkalýðsleiðtogi viku síðar: „Það er mjög mikilvægt að menntun verði metin til launa. Það gengur ekki að vinnumarkaðurinn viðurkenni ekki menntun.“ Við þekkjum þennan stjórnmálaverkalýðsleiðtoga, við höfum heyrt þessar ræður ansi oft, erum orðin vön þeim. Vandinn er sá að þetta tvennt, hækkun lægstu launa umfram önnur laun og krafan um að meta menntun til launa fer ekki alveg saman þegar til lengri tíma er horft. Þegar lægstu laun hækka umfram önnur laun í samfélaginu minnkar launamunurinn og þegar launamunurinn minnkar verður umframávinningurinn af menntun minni. Eftir því sem þeir, sem enga menntun hljóta eftir að grunnskólanámi lýkur, komast nær hinum menntuðu í launum, þá minnkar hlutfallslegi ávinningurinn af því að mennta sig. Á þá staðreynd hefur verið bent að launamunur er nánast hvergi minni en hér á Íslandi og er reyndar furðulegt að hlusta á umræðu sem virðist ganga út frá því að launamunurinn sé hvað mestur hérna. En það er staðreynd sem sjaldnar er rædd, að í alþjóðlegum samanburði skilar menntun ekki miklu í launaumslagið hér á landi. Um þetta ræða stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar sjaldan, þeir vilja nefnilega bæði hækka lægstu launin og að menntun skili hærri launum. En næst þegar þið heyrið stjórnmálamann tala um mikilvægi menntunar, spyrjið þá um launamuninn og næst þegar þið heyrið verkalýðsleiðtogann tala um mikilvægi þess að hækka lægstu laun, spyrjið þá um menntun og laun. Það er þetta með að eiga kökuna og borða hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamaður/verkalýðsleiðtogi: „Það er mjög mikilvægt að í þessum samningum verði lægstu laun hækkuð verulega umfram önnur laun.“ Sami stjórnmálamaður/verkalýðsleiðtogi viku síðar: „Það er mjög mikilvægt að menntun verði metin til launa. Það gengur ekki að vinnumarkaðurinn viðurkenni ekki menntun.“ Við þekkjum þennan stjórnmálaverkalýðsleiðtoga, við höfum heyrt þessar ræður ansi oft, erum orðin vön þeim. Vandinn er sá að þetta tvennt, hækkun lægstu launa umfram önnur laun og krafan um að meta menntun til launa fer ekki alveg saman þegar til lengri tíma er horft. Þegar lægstu laun hækka umfram önnur laun í samfélaginu minnkar launamunurinn og þegar launamunurinn minnkar verður umframávinningurinn af menntun minni. Eftir því sem þeir, sem enga menntun hljóta eftir að grunnskólanámi lýkur, komast nær hinum menntuðu í launum, þá minnkar hlutfallslegi ávinningurinn af því að mennta sig. Á þá staðreynd hefur verið bent að launamunur er nánast hvergi minni en hér á Íslandi og er reyndar furðulegt að hlusta á umræðu sem virðist ganga út frá því að launamunurinn sé hvað mestur hérna. En það er staðreynd sem sjaldnar er rædd, að í alþjóðlegum samanburði skilar menntun ekki miklu í launaumslagið hér á landi. Um þetta ræða stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar sjaldan, þeir vilja nefnilega bæði hækka lægstu launin og að menntun skili hærri launum. En næst þegar þið heyrið stjórnmálamann tala um mikilvægi menntunar, spyrjið þá um launamuninn og næst þegar þið heyrið verkalýðsleiðtogann tala um mikilvægi þess að hækka lægstu laun, spyrjið þá um menntun og laun. Það er þetta með að eiga kökuna og borða hana.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar