Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. mars 2018 09:45 Mark Zuckerberg forstjóri og stofnandi Facebook. Vísir/AFP Minnisblað Andrews Bosworth, varaforseta neytendavélbúnaðarsviðs Facebook, endurspeglar ekki skoðanir Marks Zuckerberg, eiganda og forstjóra. Þetta sagði Zuckerberg í yfirlýsingu sem hann gaf út í gær. BuzzFeed News birti minnisblaðið á skírdag og hefur það vakið hörð viðbrögð. Í því fer Bosworth yfir „hið ljóta“ í starfsemi Facebook. Kemur þar fram að burtséð frá neikvæðum afleiðingum eða vafasömum viðskiptaháttum þyrfti það alltaf að vera í forgangi að tryggja vöxt samfélagsmiðilsins. „Kannski mun einhver deyja í hryðjuverkaárás þar sem árásarmennirnir samhæfðu sig með því að nota okkar þjónustu. Við tengjum fólk samt saman,“ sagði meðal annars í minnisblaðinu. Einnig kemur fram í minnisblaðinu að í góðu lagi sé að Facebook safni saman upplýsingum um tengiliði í síma notandans. Um síðustu helgi kom í ljós að sú væri raunin og voru viðbrögð Facebook við þeim fréttum á þá leið að slíkt væri eðlilegt. Minnisblaðið leiðir hins vegar í ljós að hátt settur stjórnandi hjá Facebook taldi slíka upplýsingasöfnun á meðal „þess ljóta“. Zuckerberg sagði í yfirlýsingu sinni í gær að Bosworth væri gæddur mikilli leiðtogahæfni. Málflutningur hans væri hins vegar oft ögrandi. „Flestir starfsmenn Facebook, meðal annars ég, eru afar ósammála því sem þarna kemur fram. Við höfum aldrei litið svo á að tilgangurinn helgi meðalið. Við vitum vel að það eitt að tengja fólk saman dugir ekki til að réttlæta hvað sem er.“ Enn fremur sagði forstjórinn að markmið Facebook væri ekki lengur að stækka miðilinn eins mikið og hægt væri. Nú væri stefnt að því að færa fólk „nær hvert öðru“. Og Zuckerberg er ekki sá eini sem hefur lýst yfir vanþóknun sinni á minnisblaðinu. Í yfirlýsingu Bosworths sjálfs sagðist hann ósammála innihaldi minnisblaðsins í dag, hann hafi raunar verið ósammála því þegar hann skrifaði minnisblaðið. „Tilgangurinn var að draga fram í sviðsljósið mál sem mér fannst verðskulda meiri athygli innan fyrirtækisins […] Það skiptir mig miklu máli hvernig áhrif þjónusta okkar hefur á fólk.“ Minnisblaðið birtist í kjölfar umræðu um greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica. Það fyrirtæki nýtti persónuupplýsingar á Facebook til þess að hafa áhrif, jafnvel ólöglega, á kosningar víða um heim. Í kjölfarið hafa spurningarmerki verið sett við meðhöndlun samfélagsmiðilsins á persónuupplýsingum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Minnisblað Andrews Bosworth, varaforseta neytendavélbúnaðarsviðs Facebook, endurspeglar ekki skoðanir Marks Zuckerberg, eiganda og forstjóra. Þetta sagði Zuckerberg í yfirlýsingu sem hann gaf út í gær. BuzzFeed News birti minnisblaðið á skírdag og hefur það vakið hörð viðbrögð. Í því fer Bosworth yfir „hið ljóta“ í starfsemi Facebook. Kemur þar fram að burtséð frá neikvæðum afleiðingum eða vafasömum viðskiptaháttum þyrfti það alltaf að vera í forgangi að tryggja vöxt samfélagsmiðilsins. „Kannski mun einhver deyja í hryðjuverkaárás þar sem árásarmennirnir samhæfðu sig með því að nota okkar þjónustu. Við tengjum fólk samt saman,“ sagði meðal annars í minnisblaðinu. Einnig kemur fram í minnisblaðinu að í góðu lagi sé að Facebook safni saman upplýsingum um tengiliði í síma notandans. Um síðustu helgi kom í ljós að sú væri raunin og voru viðbrögð Facebook við þeim fréttum á þá leið að slíkt væri eðlilegt. Minnisblaðið leiðir hins vegar í ljós að hátt settur stjórnandi hjá Facebook taldi slíka upplýsingasöfnun á meðal „þess ljóta“. Zuckerberg sagði í yfirlýsingu sinni í gær að Bosworth væri gæddur mikilli leiðtogahæfni. Málflutningur hans væri hins vegar oft ögrandi. „Flestir starfsmenn Facebook, meðal annars ég, eru afar ósammála því sem þarna kemur fram. Við höfum aldrei litið svo á að tilgangurinn helgi meðalið. Við vitum vel að það eitt að tengja fólk saman dugir ekki til að réttlæta hvað sem er.“ Enn fremur sagði forstjórinn að markmið Facebook væri ekki lengur að stækka miðilinn eins mikið og hægt væri. Nú væri stefnt að því að færa fólk „nær hvert öðru“. Og Zuckerberg er ekki sá eini sem hefur lýst yfir vanþóknun sinni á minnisblaðinu. Í yfirlýsingu Bosworths sjálfs sagðist hann ósammála innihaldi minnisblaðsins í dag, hann hafi raunar verið ósammála því þegar hann skrifaði minnisblaðið. „Tilgangurinn var að draga fram í sviðsljósið mál sem mér fannst verðskulda meiri athygli innan fyrirtækisins […] Það skiptir mig miklu máli hvernig áhrif þjónusta okkar hefur á fólk.“ Minnisblaðið birtist í kjölfar umræðu um greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica. Það fyrirtæki nýtti persónuupplýsingar á Facebook til þess að hafa áhrif, jafnvel ólöglega, á kosningar víða um heim. Í kjölfarið hafa spurningarmerki verið sett við meðhöndlun samfélagsmiðilsins á persónuupplýsingum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira