Ætla að herða reglur varðandi pólitískar auglýsingar Samúel Karl Ólason skrifar 6. apríl 2018 21:36 Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. Vísir/AFP Facebook ætlar að herða reglur varðandi pólitískar auglýsingar á samfélagsmiðlum fyrirtækisins. Allar slíkar auglýsingar verða í framtíðinni merktar þeim aðila sem greiðir fyrir þær og mun fyrirtækið staðfesta einkenni og staðsetningu viðkomandi aðila. Breytingum þessum er ætlað að auka gagnsæi og koma í veg fyrir að miðlar Facebook séu notaðir af leynilegum aðilum til að hafa áhrif á kosningar. Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að eftir að starfsmenn fyrirtækisins hafi komist á snoðir um afskipti rússneskra aðila af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, hafi fyrirtækið beitt nýjum tólum í kosningum í Frakklandi, Þýskalandi og Alabama í fyrra sem eytt hafi tugum þúsunda falskra aðganga sem notaðir voru til að dreifa áróðri.Hann sagði einnig að fyrr í vikunni hefðu starfsmenn fyrirtækisins eytt stóru neti rússneskra falsaðganga. Starfsmenn rússneska fyrirtækisins Internet Research Agency, sem iðulega kallast „Tröllaverksmiðja Rússlands“ stýrðu í aðdraganda kosninganna 2016 Facebooksíðum með falsreikningum sem litu út fyrir að vera frá Bandaríkjunum. Fylgjendur þeirra voru allt að nokkur hundruð þúsund.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgTil að framfylgja nýju reglunum ætlar fyrirtækið að ráða „þúsundir“ nýrra starfsmanna og stefnt er að því að nýju reglurnar taki á heimsvísu á næstu mánuðum. Sömuleiðis ætlar fyrirtækið að staðfesta einkenni stjórnendur stórra Facebooksíðna svo ekki verði hægt að nota falsaðganga til að stýra slíkum síðum. „Breytingar þessar munu ekki koma í veg fyrir að fólk reyni að svindla á kerfinu. Þær munu hins vegar gera aðilum mun erfiðara að gera það sem Rússarnir gerðu í kosningunum 2016 og að nota falsaðganga og síður til að keyra auglýsingar,“ skrifaði Zuckerberg á Facebook í kvöld. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Facebook Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Sjá meira
Facebook ætlar að herða reglur varðandi pólitískar auglýsingar á samfélagsmiðlum fyrirtækisins. Allar slíkar auglýsingar verða í framtíðinni merktar þeim aðila sem greiðir fyrir þær og mun fyrirtækið staðfesta einkenni og staðsetningu viðkomandi aðila. Breytingum þessum er ætlað að auka gagnsæi og koma í veg fyrir að miðlar Facebook séu notaðir af leynilegum aðilum til að hafa áhrif á kosningar. Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að eftir að starfsmenn fyrirtækisins hafi komist á snoðir um afskipti rússneskra aðila af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, hafi fyrirtækið beitt nýjum tólum í kosningum í Frakklandi, Þýskalandi og Alabama í fyrra sem eytt hafi tugum þúsunda falskra aðganga sem notaðir voru til að dreifa áróðri.Hann sagði einnig að fyrr í vikunni hefðu starfsmenn fyrirtækisins eytt stóru neti rússneskra falsaðganga. Starfsmenn rússneska fyrirtækisins Internet Research Agency, sem iðulega kallast „Tröllaverksmiðja Rússlands“ stýrðu í aðdraganda kosninganna 2016 Facebooksíðum með falsreikningum sem litu út fyrir að vera frá Bandaríkjunum. Fylgjendur þeirra voru allt að nokkur hundruð þúsund.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgTil að framfylgja nýju reglunum ætlar fyrirtækið að ráða „þúsundir“ nýrra starfsmanna og stefnt er að því að nýju reglurnar taki á heimsvísu á næstu mánuðum. Sömuleiðis ætlar fyrirtækið að staðfesta einkenni stjórnendur stórra Facebooksíðna svo ekki verði hægt að nota falsaðganga til að stýra slíkum síðum. „Breytingar þessar munu ekki koma í veg fyrir að fólk reyni að svindla á kerfinu. Þær munu hins vegar gera aðilum mun erfiðara að gera það sem Rússarnir gerðu í kosningunum 2016 og að nota falsaðganga og síður til að keyra auglýsingar,“ skrifaði Zuckerberg á Facebook í kvöld.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Facebook Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Sjá meira