Gagnapakki Cambridge Analytica stærri en áður var talið Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2018 20:36 Í yfirlýsingu frá Mike Schroepfer segir að fyrirtækið vinni að því að takmarka aðgang aðila að upplýsingum um notendur. Vísir/Getty Einn yfirmanna Facebook segir gagnapakka umdeilda fyrirtækisins Cambridge Analytica hafi verið stærri en í fyrstu var talið. Upprunalega var talið að fyrirtækið hefði öðlast upplýsingar um 50 milljónir notenda Facebook með óheimilum þætti. Nú segir Facebook að upplýsingar snúi að 87 milljónum notenda, sem flestir séu frá Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu frá Mike Schroepfer segir að fyrirtækið vinni að því að takmarka aðgang aðila að upplýsingum um notendur. Þá segir hann að Facebook muni tilkynna notendum ef upplýsingar þeirra hafi verið í umræddum gagnapakka.Facebook hefur mátt þola mikla gagnrýni upp á síðkastið eftir að í ljós kom að Cambridge Analytica, breskt greiningarfyrirtæki sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump árið 2016, hafi komist yfir upplýsingar um milljónir notenda Facebook með óheimilum hætti. Svo virðist sem Facebook hafi vitað af svikunum frá árinu 2015 en ekki gengið á eftir því að gögnunum yrði eytt þar til erlendir fjölmiðlar bjuggu sig undir að birta umfjallanir um gögnin um miðjan mars á þessu ári. Gagnrýnin hefur einnig komið frá þingmönnum víða um heim og mun Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, mæta fyrir þingnefnd þann 10. apríl og svara spurningum þingmanna. Cambridge Analytica keypti gögnin í gegnum utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann væri að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Forsvarsmenn Cambridge Analytica segjast hafa keypt upplýsingarnar af prófessornum í góðri trú.Yfirvöld Bretlands, þar sem fyrirtækið er skráð, hafa tekið það til rannsóknar og sömuleiðis eru yfirvöld í Nígeríu að rannsaka aðkomu fyrirtækisins að kosningum þar í landi árið 2007 og 2015. Facebook Tengdar fréttir Stefnumótaforrit deildi upplýsingum um HIV-smit Stefnumótaforritið Grindr hefur átt í vök að verjast síðustu daga eftir að í ljós kom að forritið hefur deilt viðkvæmum upplýsingum um notendur sína, eins og hvort þeir séu HIV-smitaðir og hvar þeir eru staðsettir, til tveggja fyrirtækja. 3. apríl 2018 06:16 Treysta Facebook ekki til að fylgja lögum Facebook birti í dag auglýsingar í dagblöðum í Bandaríkjunum og í Bretlandi þar sem notendur voru beðnir afsökunar vegna máls Cambridge Analytica sem kom höndum yfir og notaði persónuupplýsingar um 50 milljóna notenda með óheiðarlegum hætti. 25. mars 2018 19:56 Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Facebook kynnti í dag ýmsar nýjunar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. 28. mars 2018 12:15 Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook. 31. mars 2018 09:45 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Enn þjarmað að Facebook Facebook baðst í gær afsökunar á því að hafa geymt myndbönd sem notendur höfðu sett inn og síðan valið að eyða. 4. apríl 2018 06:00 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Einn yfirmanna Facebook segir gagnapakka umdeilda fyrirtækisins Cambridge Analytica hafi verið stærri en í fyrstu var talið. Upprunalega var talið að fyrirtækið hefði öðlast upplýsingar um 50 milljónir notenda Facebook með óheimilum þætti. Nú segir Facebook að upplýsingar snúi að 87 milljónum notenda, sem flestir séu frá Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu frá Mike Schroepfer segir að fyrirtækið vinni að því að takmarka aðgang aðila að upplýsingum um notendur. Þá segir hann að Facebook muni tilkynna notendum ef upplýsingar þeirra hafi verið í umræddum gagnapakka.Facebook hefur mátt þola mikla gagnrýni upp á síðkastið eftir að í ljós kom að Cambridge Analytica, breskt greiningarfyrirtæki sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump árið 2016, hafi komist yfir upplýsingar um milljónir notenda Facebook með óheimilum hætti. Svo virðist sem Facebook hafi vitað af svikunum frá árinu 2015 en ekki gengið á eftir því að gögnunum yrði eytt þar til erlendir fjölmiðlar bjuggu sig undir að birta umfjallanir um gögnin um miðjan mars á þessu ári. Gagnrýnin hefur einnig komið frá þingmönnum víða um heim og mun Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, mæta fyrir þingnefnd þann 10. apríl og svara spurningum þingmanna. Cambridge Analytica keypti gögnin í gegnum utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann væri að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Forsvarsmenn Cambridge Analytica segjast hafa keypt upplýsingarnar af prófessornum í góðri trú.Yfirvöld Bretlands, þar sem fyrirtækið er skráð, hafa tekið það til rannsóknar og sömuleiðis eru yfirvöld í Nígeríu að rannsaka aðkomu fyrirtækisins að kosningum þar í landi árið 2007 og 2015.
Facebook Tengdar fréttir Stefnumótaforrit deildi upplýsingum um HIV-smit Stefnumótaforritið Grindr hefur átt í vök að verjast síðustu daga eftir að í ljós kom að forritið hefur deilt viðkvæmum upplýsingum um notendur sína, eins og hvort þeir séu HIV-smitaðir og hvar þeir eru staðsettir, til tveggja fyrirtækja. 3. apríl 2018 06:16 Treysta Facebook ekki til að fylgja lögum Facebook birti í dag auglýsingar í dagblöðum í Bandaríkjunum og í Bretlandi þar sem notendur voru beðnir afsökunar vegna máls Cambridge Analytica sem kom höndum yfir og notaði persónuupplýsingar um 50 milljóna notenda með óheiðarlegum hætti. 25. mars 2018 19:56 Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Facebook kynnti í dag ýmsar nýjunar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. 28. mars 2018 12:15 Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook. 31. mars 2018 09:45 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Enn þjarmað að Facebook Facebook baðst í gær afsökunar á því að hafa geymt myndbönd sem notendur höfðu sett inn og síðan valið að eyða. 4. apríl 2018 06:00 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Stefnumótaforrit deildi upplýsingum um HIV-smit Stefnumótaforritið Grindr hefur átt í vök að verjast síðustu daga eftir að í ljós kom að forritið hefur deilt viðkvæmum upplýsingum um notendur sína, eins og hvort þeir séu HIV-smitaðir og hvar þeir eru staðsettir, til tveggja fyrirtækja. 3. apríl 2018 06:16
Treysta Facebook ekki til að fylgja lögum Facebook birti í dag auglýsingar í dagblöðum í Bandaríkjunum og í Bretlandi þar sem notendur voru beðnir afsökunar vegna máls Cambridge Analytica sem kom höndum yfir og notaði persónuupplýsingar um 50 milljóna notenda með óheiðarlegum hætti. 25. mars 2018 19:56
Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Facebook kynnti í dag ýmsar nýjunar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. 28. mars 2018 12:15
Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook. 31. mars 2018 09:45
Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45
Enn þjarmað að Facebook Facebook baðst í gær afsökunar á því að hafa geymt myndbönd sem notendur höfðu sett inn og síðan valið að eyða. 4. apríl 2018 06:00
Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19