Fyrrverandi einræðisherra Gvatemala sem framdi þjóðarmorð látinn Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2018 19:07 Ríos Montt við réttarhöld árið 2013. Hann þurfti aldrei að sæta afleiðingum gjörða sinna. Vísir/AFP Efraín Ríos Montt, fyrrverandi einræðisherra Gvatemala, sem var við völd á blóðugasta skeiði borgarastríðsins sem geisaði í Mið-Ameríkulandinu er látinn, 91 árs að aldri. Hann var dæmdur fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu fyrir fimm árum. Lögmaður Ríos Montt greindi frá andláti einræðisherrans í dag, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Ríos Montt hrifsaði völdin í Gvatemala í valdaráni árið 1982. Hans fyrstu verk voru að fella stjórnarskrá landsins úr gildi, leysa upp þingið og hefja blóðuga herferð til að uppræta uppreisn marxískra skæruliða. Þúsundir landsmanna voru myrtir á hrottalegan hátt í valdatíð Ríos Montt. Líkum margra þeirra var hent í fjöldagrafir en önnur voru látin hverfa. Sannleiksnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að verstu voðaverk borgarastríðsins sem geisaði frá 1960 til 1996 hefðu verið framin í valdatíð Ríos Montt. Ríos Montt naut engu að síður stuðnings Bandaríkjanna sem héldu þá uppi einræðisherrum í Rómönsku Ameríku til að halda vinstrisinnuðum uppreisnaröflum í skefjum í heimshlutanum. Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, kallaði Ríos Montt meðal annars „mann mikilla persónulegra heilinda og staðfestu“. Annað valdarán árið 1983 hrakti Ríos Montt frá völdum. Hann hélt þó áfram þátttöku í stjórnmálum og stofnaði eigin íhaldsflokk árið 1990. Ríos Montt komst meðal annars á þing í kringum aldamót og bauð sig fram til forseta árið 2003 eftir að lögum sem meinuðu honum það var breytt.Dæmdur en dómurinn ógilturÞingmennskan veitti Ríos Montt friðhelgi fyrir saksókn vegna glæpa sem framdir voru í stjórnartíð hans. Hann var settur í stofufangelsi árið 2011 þegar hann náði ekki endurkjöri. Dóminn fyrir þjóðarmorð hlaut Ríos Montt vegna fjöldamorðs stjórnarhermanna á 1.771 Ixil maya-frumbyggja í þorpinu Xecax árið 1982. Hermennirnir sökuðu þorpsbúa um að skjóta skjólshúsi yfir marxíska skæruliða. Lík margra þorpsbúa voru brennd og þeim hent í fjöldagrafir. Við réttarhöldin bar fjöldi fólks vitni um nauðganir, fjöldamorð, nauðungarflutninga og fleiri glæpi hermanna Ríos Montt. Hann var dæmdur í áttatíu ára fangelsi þrátt fyrir að hann hanfaði allri sök. Síðar var dómurinn hins vegar ógiltur vegna ágalla á málsmeðferðinni. Ný réttarhöld yfir Ríos Montt hófust í október. Lögmenn hans höfðu þá tafið málið á meðan þeir héldu því fram að hann væri of ellihrumur til að hægt væri að rétta yfir honum. Ólíkt fórnarlömbum sínum segir lögmaður Ríos Montt að hann hafi andast í friði, umkringdur fjölskyldu sinni. Talið er að 200.000 manns hafi verið drepnir í borgarastríðinu í Gvatemala. Meirihluti þeirra látnu voru maya-frumbyggjar. Andlát Gvatemala Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Efraín Ríos Montt, fyrrverandi einræðisherra Gvatemala, sem var við völd á blóðugasta skeiði borgarastríðsins sem geisaði í Mið-Ameríkulandinu er látinn, 91 árs að aldri. Hann var dæmdur fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu fyrir fimm árum. Lögmaður Ríos Montt greindi frá andláti einræðisherrans í dag, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Ríos Montt hrifsaði völdin í Gvatemala í valdaráni árið 1982. Hans fyrstu verk voru að fella stjórnarskrá landsins úr gildi, leysa upp þingið og hefja blóðuga herferð til að uppræta uppreisn marxískra skæruliða. Þúsundir landsmanna voru myrtir á hrottalegan hátt í valdatíð Ríos Montt. Líkum margra þeirra var hent í fjöldagrafir en önnur voru látin hverfa. Sannleiksnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að verstu voðaverk borgarastríðsins sem geisaði frá 1960 til 1996 hefðu verið framin í valdatíð Ríos Montt. Ríos Montt naut engu að síður stuðnings Bandaríkjanna sem héldu þá uppi einræðisherrum í Rómönsku Ameríku til að halda vinstrisinnuðum uppreisnaröflum í skefjum í heimshlutanum. Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, kallaði Ríos Montt meðal annars „mann mikilla persónulegra heilinda og staðfestu“. Annað valdarán árið 1983 hrakti Ríos Montt frá völdum. Hann hélt þó áfram þátttöku í stjórnmálum og stofnaði eigin íhaldsflokk árið 1990. Ríos Montt komst meðal annars á þing í kringum aldamót og bauð sig fram til forseta árið 2003 eftir að lögum sem meinuðu honum það var breytt.Dæmdur en dómurinn ógilturÞingmennskan veitti Ríos Montt friðhelgi fyrir saksókn vegna glæpa sem framdir voru í stjórnartíð hans. Hann var settur í stofufangelsi árið 2011 þegar hann náði ekki endurkjöri. Dóminn fyrir þjóðarmorð hlaut Ríos Montt vegna fjöldamorðs stjórnarhermanna á 1.771 Ixil maya-frumbyggja í þorpinu Xecax árið 1982. Hermennirnir sökuðu þorpsbúa um að skjóta skjólshúsi yfir marxíska skæruliða. Lík margra þorpsbúa voru brennd og þeim hent í fjöldagrafir. Við réttarhöldin bar fjöldi fólks vitni um nauðganir, fjöldamorð, nauðungarflutninga og fleiri glæpi hermanna Ríos Montt. Hann var dæmdur í áttatíu ára fangelsi þrátt fyrir að hann hanfaði allri sök. Síðar var dómurinn hins vegar ógiltur vegna ágalla á málsmeðferðinni. Ný réttarhöld yfir Ríos Montt hófust í október. Lögmenn hans höfðu þá tafið málið á meðan þeir héldu því fram að hann væri of ellihrumur til að hægt væri að rétta yfir honum. Ólíkt fórnarlömbum sínum segir lögmaður Ríos Montt að hann hafi andast í friði, umkringdur fjölskyldu sinni. Talið er að 200.000 manns hafi verið drepnir í borgarastríðinu í Gvatemala. Meirihluti þeirra látnu voru maya-frumbyggjar.
Andlát Gvatemala Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira