Fyrrverandi einræðisherra Gvatemala sem framdi þjóðarmorð látinn Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2018 19:07 Ríos Montt við réttarhöld árið 2013. Hann þurfti aldrei að sæta afleiðingum gjörða sinna. Vísir/AFP Efraín Ríos Montt, fyrrverandi einræðisherra Gvatemala, sem var við völd á blóðugasta skeiði borgarastríðsins sem geisaði í Mið-Ameríkulandinu er látinn, 91 árs að aldri. Hann var dæmdur fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu fyrir fimm árum. Lögmaður Ríos Montt greindi frá andláti einræðisherrans í dag, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Ríos Montt hrifsaði völdin í Gvatemala í valdaráni árið 1982. Hans fyrstu verk voru að fella stjórnarskrá landsins úr gildi, leysa upp þingið og hefja blóðuga herferð til að uppræta uppreisn marxískra skæruliða. Þúsundir landsmanna voru myrtir á hrottalegan hátt í valdatíð Ríos Montt. Líkum margra þeirra var hent í fjöldagrafir en önnur voru látin hverfa. Sannleiksnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að verstu voðaverk borgarastríðsins sem geisaði frá 1960 til 1996 hefðu verið framin í valdatíð Ríos Montt. Ríos Montt naut engu að síður stuðnings Bandaríkjanna sem héldu þá uppi einræðisherrum í Rómönsku Ameríku til að halda vinstrisinnuðum uppreisnaröflum í skefjum í heimshlutanum. Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, kallaði Ríos Montt meðal annars „mann mikilla persónulegra heilinda og staðfestu“. Annað valdarán árið 1983 hrakti Ríos Montt frá völdum. Hann hélt þó áfram þátttöku í stjórnmálum og stofnaði eigin íhaldsflokk árið 1990. Ríos Montt komst meðal annars á þing í kringum aldamót og bauð sig fram til forseta árið 2003 eftir að lögum sem meinuðu honum það var breytt.Dæmdur en dómurinn ógilturÞingmennskan veitti Ríos Montt friðhelgi fyrir saksókn vegna glæpa sem framdir voru í stjórnartíð hans. Hann var settur í stofufangelsi árið 2011 þegar hann náði ekki endurkjöri. Dóminn fyrir þjóðarmorð hlaut Ríos Montt vegna fjöldamorðs stjórnarhermanna á 1.771 Ixil maya-frumbyggja í þorpinu Xecax árið 1982. Hermennirnir sökuðu þorpsbúa um að skjóta skjólshúsi yfir marxíska skæruliða. Lík margra þorpsbúa voru brennd og þeim hent í fjöldagrafir. Við réttarhöldin bar fjöldi fólks vitni um nauðganir, fjöldamorð, nauðungarflutninga og fleiri glæpi hermanna Ríos Montt. Hann var dæmdur í áttatíu ára fangelsi þrátt fyrir að hann hanfaði allri sök. Síðar var dómurinn hins vegar ógiltur vegna ágalla á málsmeðferðinni. Ný réttarhöld yfir Ríos Montt hófust í október. Lögmenn hans höfðu þá tafið málið á meðan þeir héldu því fram að hann væri of ellihrumur til að hægt væri að rétta yfir honum. Ólíkt fórnarlömbum sínum segir lögmaður Ríos Montt að hann hafi andast í friði, umkringdur fjölskyldu sinni. Talið er að 200.000 manns hafi verið drepnir í borgarastríðinu í Gvatemala. Meirihluti þeirra látnu voru maya-frumbyggjar. Andlát Gvatemala Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Sjá meira
Efraín Ríos Montt, fyrrverandi einræðisherra Gvatemala, sem var við völd á blóðugasta skeiði borgarastríðsins sem geisaði í Mið-Ameríkulandinu er látinn, 91 árs að aldri. Hann var dæmdur fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu fyrir fimm árum. Lögmaður Ríos Montt greindi frá andláti einræðisherrans í dag, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Ríos Montt hrifsaði völdin í Gvatemala í valdaráni árið 1982. Hans fyrstu verk voru að fella stjórnarskrá landsins úr gildi, leysa upp þingið og hefja blóðuga herferð til að uppræta uppreisn marxískra skæruliða. Þúsundir landsmanna voru myrtir á hrottalegan hátt í valdatíð Ríos Montt. Líkum margra þeirra var hent í fjöldagrafir en önnur voru látin hverfa. Sannleiksnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að verstu voðaverk borgarastríðsins sem geisaði frá 1960 til 1996 hefðu verið framin í valdatíð Ríos Montt. Ríos Montt naut engu að síður stuðnings Bandaríkjanna sem héldu þá uppi einræðisherrum í Rómönsku Ameríku til að halda vinstrisinnuðum uppreisnaröflum í skefjum í heimshlutanum. Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, kallaði Ríos Montt meðal annars „mann mikilla persónulegra heilinda og staðfestu“. Annað valdarán árið 1983 hrakti Ríos Montt frá völdum. Hann hélt þó áfram þátttöku í stjórnmálum og stofnaði eigin íhaldsflokk árið 1990. Ríos Montt komst meðal annars á þing í kringum aldamót og bauð sig fram til forseta árið 2003 eftir að lögum sem meinuðu honum það var breytt.Dæmdur en dómurinn ógilturÞingmennskan veitti Ríos Montt friðhelgi fyrir saksókn vegna glæpa sem framdir voru í stjórnartíð hans. Hann var settur í stofufangelsi árið 2011 þegar hann náði ekki endurkjöri. Dóminn fyrir þjóðarmorð hlaut Ríos Montt vegna fjöldamorðs stjórnarhermanna á 1.771 Ixil maya-frumbyggja í þorpinu Xecax árið 1982. Hermennirnir sökuðu þorpsbúa um að skjóta skjólshúsi yfir marxíska skæruliða. Lík margra þorpsbúa voru brennd og þeim hent í fjöldagrafir. Við réttarhöldin bar fjöldi fólks vitni um nauðganir, fjöldamorð, nauðungarflutninga og fleiri glæpi hermanna Ríos Montt. Hann var dæmdur í áttatíu ára fangelsi þrátt fyrir að hann hanfaði allri sök. Síðar var dómurinn hins vegar ógiltur vegna ágalla á málsmeðferðinni. Ný réttarhöld yfir Ríos Montt hófust í október. Lögmenn hans höfðu þá tafið málið á meðan þeir héldu því fram að hann væri of ellihrumur til að hægt væri að rétta yfir honum. Ólíkt fórnarlömbum sínum segir lögmaður Ríos Montt að hann hafi andast í friði, umkringdur fjölskyldu sinni. Talið er að 200.000 manns hafi verið drepnir í borgarastríðinu í Gvatemala. Meirihluti þeirra látnu voru maya-frumbyggjar.
Andlát Gvatemala Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent