Fjárausturinn Kristinn Ingi Jónsson skrifar 19. apríl 2018 07:00 Eitt þúsund og tólf milljarðar króna. Það verða útgjöld ríkissjóðs árið 2023 samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Gangi áætlunin eftir munu ríkisútgjöld – að vaxtagjöldum undanskildum – aukast um tuttugu prósent að raungildi á næstu fimm árum. Þeir sem trúa því að aukin eyðsla ríkisins skili sér sjálfkrafa í bættri opinberri þjónustu hljóta að fagna þessari metnaðarfullu áætlun. Útgjaldaþenslan sem þar er boðuð á sér enda enga hliðstæðu í íslenskri hagsögu. Hinir sem telja aukin útgjöld ekki markmið í sjálfu sér – heldur að þjónustan sem fæst fyrir peninginn sé sem best – ættu hins vegar að hafa áhyggjur af þróuninni. Svo virðist sem í huga margra stjórnmálamanna sé eini mælikvarðinn á opinbera þjónustu hve miklum peningum er varið í hana. Að fullkomið línulegt samband sé á milli útgjalda og árangurs. Með slíkan mælikvarða að vopni er sífellt krafist hærri útgjalda. Því hærri því betra, ekki satt? Það skýtur hins vegar skökku við að meta árangur í rekstri stofnunar eftir því hve mikla peninga reksturinn kostar en ekki hverju hann skilar. Fáar þjóðir verja til dæmis eins stórum hluta af sinni landsframleiðslu í menntamál og við. Engu að síður hefur námsárangri íslenskra ungmenna hrakað og stöndum við illa í alþjóðlegum samanburði. Það sama á við um heilbrigðiskerfið. Erlendur samanburður sýnir að afar takmörkuð fylgni er á milli bættrar lýðheilsu og þess hvað heilbrigðisþjónustan kostar. Skipulag þjónustunnar – kerfið sjálft – skiptir mestu máli. Þetta þýðir ekki að aukin útgjöld séu í öllum tilfellum slæm. En þau eru ekki markmið í sjálfu sér. Við hljótum að þurfa að spyrja okkur hvað við fáum fyrir milljarðana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt þúsund og tólf milljarðar króna. Það verða útgjöld ríkissjóðs árið 2023 samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Gangi áætlunin eftir munu ríkisútgjöld – að vaxtagjöldum undanskildum – aukast um tuttugu prósent að raungildi á næstu fimm árum. Þeir sem trúa því að aukin eyðsla ríkisins skili sér sjálfkrafa í bættri opinberri þjónustu hljóta að fagna þessari metnaðarfullu áætlun. Útgjaldaþenslan sem þar er boðuð á sér enda enga hliðstæðu í íslenskri hagsögu. Hinir sem telja aukin útgjöld ekki markmið í sjálfu sér – heldur að þjónustan sem fæst fyrir peninginn sé sem best – ættu hins vegar að hafa áhyggjur af þróuninni. Svo virðist sem í huga margra stjórnmálamanna sé eini mælikvarðinn á opinbera þjónustu hve miklum peningum er varið í hana. Að fullkomið línulegt samband sé á milli útgjalda og árangurs. Með slíkan mælikvarða að vopni er sífellt krafist hærri útgjalda. Því hærri því betra, ekki satt? Það skýtur hins vegar skökku við að meta árangur í rekstri stofnunar eftir því hve mikla peninga reksturinn kostar en ekki hverju hann skilar. Fáar þjóðir verja til dæmis eins stórum hluta af sinni landsframleiðslu í menntamál og við. Engu að síður hefur námsárangri íslenskra ungmenna hrakað og stöndum við illa í alþjóðlegum samanburði. Það sama á við um heilbrigðiskerfið. Erlendur samanburður sýnir að afar takmörkuð fylgni er á milli bættrar lýðheilsu og þess hvað heilbrigðisþjónustan kostar. Skipulag þjónustunnar – kerfið sjálft – skiptir mestu máli. Þetta þýðir ekki að aukin útgjöld séu í öllum tilfellum slæm. En þau eru ekki markmið í sjálfu sér. Við hljótum að þurfa að spyrja okkur hvað við fáum fyrir milljarðana.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun