Fox News lýsir fullum stuðningi við umsetinn þáttastjórnanda Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2018 20:49 Sean Hannity er einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta. Vísir/Getty Stjórnendur hægrisinnuðu sjónvarpsstöðvarinnar Fox News hafa lýst yfir fullum stuðningi við Sean Hannity, þáttastjórnanda á stöðinni, þrátt fyrir að hann hafi ekki greint áhorfendum sínum frá því að hann hefði verið „óformlegur“ skjólstæðingur lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hannity hefur ítrekað fjallað um lögmanninn og varið Trump. Í ljós kom í gær að Hannity, sem hefur verið einarður málsvari Trump forseta í umræðuþætti sínum á Fox News, hafi verið einn þriggja skjólstæðinga Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump. Cohen er nú til alríkisrannsóknar í tengslum við greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Þrátt fyrir að hafa fjallað ítrekað um mál Trump og Cohen í sjónvarpsþætti sínum greindi Hannity áhorfendum sínum, eða stjórnendum Fox News, frá hagsmunaárekstri sínum. Sjálfur segist hann aðeins hafa fengið lögfræðilegar ráðleggingar frá Cohen í tengslum við fasteignamál og hafi aldrei verið raunverulegur skjólstæðingur lögmannsins. Hann hafi aldrei greitt Cohen. Alríkislögreglan FBI gerði húsleitir á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen í síðustu viku. Dómari í máli hans hafnaði beiðni hans um að fá að halda nafni þriðja skjólstæðings síns leyndu. Á meðal rakanna sem Cohen lagði fram var að nafnbirtingin yrði „vandræðaleg“ skjólstæðingnum. Hannity hefur sérstaklega verið gagnrýninn á bandaríska meginstraumsfjölmiðla fyrir það sem hann hefur kallað hlutdræga umfjöllun um Trump forseta. Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02 Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen. 17. apríl 2018 06:48 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Kimmel biðst afsökunar í kjölfar rifrildis við Hannity Jimmy Kimmel, spjallþáttastjórnandi, hefur beðist afsökunar eftir rifrildi við Sean Hannity, þáttastjórnanda á Fox, síðustu daga. 9. apríl 2018 13:01 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Stjórnendur hægrisinnuðu sjónvarpsstöðvarinnar Fox News hafa lýst yfir fullum stuðningi við Sean Hannity, þáttastjórnanda á stöðinni, þrátt fyrir að hann hafi ekki greint áhorfendum sínum frá því að hann hefði verið „óformlegur“ skjólstæðingur lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hannity hefur ítrekað fjallað um lögmanninn og varið Trump. Í ljós kom í gær að Hannity, sem hefur verið einarður málsvari Trump forseta í umræðuþætti sínum á Fox News, hafi verið einn þriggja skjólstæðinga Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump. Cohen er nú til alríkisrannsóknar í tengslum við greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Þrátt fyrir að hafa fjallað ítrekað um mál Trump og Cohen í sjónvarpsþætti sínum greindi Hannity áhorfendum sínum, eða stjórnendum Fox News, frá hagsmunaárekstri sínum. Sjálfur segist hann aðeins hafa fengið lögfræðilegar ráðleggingar frá Cohen í tengslum við fasteignamál og hafi aldrei verið raunverulegur skjólstæðingur lögmannsins. Hann hafi aldrei greitt Cohen. Alríkislögreglan FBI gerði húsleitir á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen í síðustu viku. Dómari í máli hans hafnaði beiðni hans um að fá að halda nafni þriðja skjólstæðings síns leyndu. Á meðal rakanna sem Cohen lagði fram var að nafnbirtingin yrði „vandræðaleg“ skjólstæðingnum. Hannity hefur sérstaklega verið gagnrýninn á bandaríska meginstraumsfjölmiðla fyrir það sem hann hefur kallað hlutdræga umfjöllun um Trump forseta.
Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02 Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen. 17. apríl 2018 06:48 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Kimmel biðst afsökunar í kjölfar rifrildis við Hannity Jimmy Kimmel, spjallþáttastjórnandi, hefur beðist afsökunar eftir rifrildi við Sean Hannity, þáttastjórnanda á Fox, síðustu daga. 9. apríl 2018 13:01 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00
Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02
Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen. 17. apríl 2018 06:48
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Kimmel biðst afsökunar í kjölfar rifrildis við Hannity Jimmy Kimmel, spjallþáttastjórnandi, hefur beðist afsökunar eftir rifrildi við Sean Hannity, þáttastjórnanda á Fox, síðustu daga. 9. apríl 2018 13:01