Þriðji hver spítali í Úkraínu er í rústum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. apríl 2018 06:00 Úkraínskir hermenn á gangi í Kænugarði. Vísir/Getty Stríðið í Donbass, svæði sem rúmar Donetsk- og Luhansk-héruð í Úkraínu, varð fjögurra ára í síðustu viku. Vopnahlé sem samið var um í lok mars entist ekki daginn. Talið er að rúmlega 10.300 hafi látist í Donbass, þar af nær 3.000 almennir borgarar. Tala særðra er um 25.000. 1,4 milljónir Úkraínumanna eru á vergangi í landinu og nærri milljón hefur flúið land. Úkraínumenn takast á við uppreisnarmenn sem eru hliðhollir Rússum og sagðir njóta stuðnings þeirra. Rússneskir hermenn hafa jafnframt ráðist beint á Donbass og hefur meginþorri alþjóðasamfélagsins fordæmt afskipti Rússa. Washington Post birti í vikunni umfjöllun fjögurra prófessora sem einblíndu á árásir á spítala og heilsugæslur og báru saman tilkynningar frá Sameinuðu þjóðunum, rannsóknir óháðra samtaka og fréttir bæði úkraínskra og rússneskra miðla. Á daginn kom að þriðjungur allra spítala og heilsugæsla, 82 talsins, í Donbass hefur orðið fyrir árás, flestir í eða umhverfis borgina Donetsk. Sú tala er að sögn fjórmenninganna mun hærri en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur haldið fram. Samkvæmt rannsókninni varð mestur skaðinn þegar átökin voru sem hörðust, um áramótin 2014 og 2015. Stærstur hluti árásanna hefur verið með stórskotabyssum sem eru sjaldnast nógu nákvæmar úr þeirri fjarlægð sem skotið er til að hægt sé að hæfa spítalann vísvitandi. Rannsókn fjórmenninganna leiddi hins vegar í ljós að heilbrigðisstofnanirnar hafa ekki verið helstu skotmörk. Um hliðarskaða sé einna helst að ræða.Rússar vilja sjálfstæði Nokkur pattstaða hefur verið í Donbass og halda Úkraínumenn meirihluta héraðsins enn. Rússneska fréttasíðan Riafan.ru, hliðholl stjórnvöldum í Moskvu, greindi frá því í lok mars að mögulega hefðu Rússar nú engra annarra kosta völ en að viðurkenna sjálfstæði þess hluta Donbass sem rússneskir uppreisnarmenn hafa tekið. Það væri möguleiki í ljósi ákvörðunar Úkraínumanna að vísa 13 rússneskum erindrekum úr landi eftir efnavopnaárásina á Sergei Skrípal í Salisbury. Birti miðillinn viðtal við stjórnmálafræðinginn Vladímír Kornílov sem sagði viðurkenningu á sjálfstæði tveggja ríkja sem uppreisnarmenn vilja í Donbass vel hugsanlega „Rússar hafa nú aukið vogarafl gegn Úkraínumönnum og Vesturlöndum. Einn möguleikinn er að viðurkenna lýðveldin í Donetsk og Luhansk.“ Þá sagði Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, eftir fund með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í gær að Tyrkir vildu taka þátt í starfi friðargæslusveita SÞ í Donbass. Kosið verður til þings og forsetaembættis í Úkraínu í síðasta lagi á næsta ári. Samkvæmt könnunum mælast Petró Porósjenkó forseti og Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, vinsælust. Flokkar þeirra mælast jafnframt vinsælastir í aðdraganda þingkosninga en báðir eru þeir á Vesturlandalínunni. Sameinaða stjórnarandstöðublokkin og Lífsflokkurinn mælast næststærstu flokkarnir en þeir eru á Rússalínunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Stríðið í Donbass, svæði sem rúmar Donetsk- og Luhansk-héruð í Úkraínu, varð fjögurra ára í síðustu viku. Vopnahlé sem samið var um í lok mars entist ekki daginn. Talið er að rúmlega 10.300 hafi látist í Donbass, þar af nær 3.000 almennir borgarar. Tala særðra er um 25.000. 1,4 milljónir Úkraínumanna eru á vergangi í landinu og nærri milljón hefur flúið land. Úkraínumenn takast á við uppreisnarmenn sem eru hliðhollir Rússum og sagðir njóta stuðnings þeirra. Rússneskir hermenn hafa jafnframt ráðist beint á Donbass og hefur meginþorri alþjóðasamfélagsins fordæmt afskipti Rússa. Washington Post birti í vikunni umfjöllun fjögurra prófessora sem einblíndu á árásir á spítala og heilsugæslur og báru saman tilkynningar frá Sameinuðu þjóðunum, rannsóknir óháðra samtaka og fréttir bæði úkraínskra og rússneskra miðla. Á daginn kom að þriðjungur allra spítala og heilsugæsla, 82 talsins, í Donbass hefur orðið fyrir árás, flestir í eða umhverfis borgina Donetsk. Sú tala er að sögn fjórmenninganna mun hærri en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur haldið fram. Samkvæmt rannsókninni varð mestur skaðinn þegar átökin voru sem hörðust, um áramótin 2014 og 2015. Stærstur hluti árásanna hefur verið með stórskotabyssum sem eru sjaldnast nógu nákvæmar úr þeirri fjarlægð sem skotið er til að hægt sé að hæfa spítalann vísvitandi. Rannsókn fjórmenninganna leiddi hins vegar í ljós að heilbrigðisstofnanirnar hafa ekki verið helstu skotmörk. Um hliðarskaða sé einna helst að ræða.Rússar vilja sjálfstæði Nokkur pattstaða hefur verið í Donbass og halda Úkraínumenn meirihluta héraðsins enn. Rússneska fréttasíðan Riafan.ru, hliðholl stjórnvöldum í Moskvu, greindi frá því í lok mars að mögulega hefðu Rússar nú engra annarra kosta völ en að viðurkenna sjálfstæði þess hluta Donbass sem rússneskir uppreisnarmenn hafa tekið. Það væri möguleiki í ljósi ákvörðunar Úkraínumanna að vísa 13 rússneskum erindrekum úr landi eftir efnavopnaárásina á Sergei Skrípal í Salisbury. Birti miðillinn viðtal við stjórnmálafræðinginn Vladímír Kornílov sem sagði viðurkenningu á sjálfstæði tveggja ríkja sem uppreisnarmenn vilja í Donbass vel hugsanlega „Rússar hafa nú aukið vogarafl gegn Úkraínumönnum og Vesturlöndum. Einn möguleikinn er að viðurkenna lýðveldin í Donetsk og Luhansk.“ Þá sagði Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, eftir fund með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í gær að Tyrkir vildu taka þátt í starfi friðargæslusveita SÞ í Donbass. Kosið verður til þings og forsetaembættis í Úkraínu í síðasta lagi á næsta ári. Samkvæmt könnunum mælast Petró Porósjenkó forseti og Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, vinsælust. Flokkar þeirra mælast jafnframt vinsælastir í aðdraganda þingkosninga en báðir eru þeir á Vesturlandalínunni. Sameinaða stjórnarandstöðublokkin og Lífsflokkurinn mælast næststærstu flokkarnir en þeir eru á Rússalínunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira