Söknuður Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 10. apríl 2018 07:00 Dag einn fór Logi litli með föður sínum á svokölluðu rúgbrauði út á Bíldudalsflugvöll að ná í flugmann sem þar var lentur. Þetta var hann Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson og þar sem einungis var pláss fyrir einn í farþegasætinu sat hann undir Loga á leiðinni heim. Árin þar á eftir hljómaði lagið Söknuður, og fleiri lög sem þetta nýja átrúnaðargoð litla drengsins söng, á heimili hans og þar sem ég var þar heimagangur er þetta lag samofið bernsku minni. Á mínu heimili fékk ég Bítlana beint í æð. Úr herbergi föður míns hljómuðu lögin þeirra með þeim afleiðingum að það varð helsta skemmtan okkar vinanna að þenja badmintonspaða og berja kökuboxin hennar mömmu undir söng og leik fjórmenninganna frá Lifrarpolli. Þegar ég heyri þessi lög í dag finn ég að enn er ég þessi litli drengur sem ber kökuboxin hennar mömmu sinnar. Kveður svo rammt að þessu að meira að segja spegillinn nær ekki að rengja það. Máttur tónlistarinnar er nefnilega svo magnaður að löngu liðin augnablik verða fersk í minni og sál. Þannig finn ég fyrir gömlu Puma-skónum á fótum mér sem bera mig á diskótek í Grunnskóla Bíldudals í hvert sinn sem ég heyri í dúettinum Wham. Ég verð meira að segja að hafa mig allan við svo að ég verði ekki skotinn í Önnu Maríu öðru sinni. Ég sem á svona mikið undir tónlistinni stend auðvitað með Jóhanni í hans rimmu við risana sem tóku Söknuðinn ránshendi. Hann og aðrir sáðmenn söngvanna hafa nefnilega kallað fram hjá mér þennan angurværa en umfram allt fallega söknuð sem töfrar tónlistarinnar kveikja innra með mér. Til allrar hamingju er ekkert stórfyrirtækjanna orðið það stöndugt að það geti haft þann söknuð af mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Dag einn fór Logi litli með föður sínum á svokölluðu rúgbrauði út á Bíldudalsflugvöll að ná í flugmann sem þar var lentur. Þetta var hann Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson og þar sem einungis var pláss fyrir einn í farþegasætinu sat hann undir Loga á leiðinni heim. Árin þar á eftir hljómaði lagið Söknuður, og fleiri lög sem þetta nýja átrúnaðargoð litla drengsins söng, á heimili hans og þar sem ég var þar heimagangur er þetta lag samofið bernsku minni. Á mínu heimili fékk ég Bítlana beint í æð. Úr herbergi föður míns hljómuðu lögin þeirra með þeim afleiðingum að það varð helsta skemmtan okkar vinanna að þenja badmintonspaða og berja kökuboxin hennar mömmu undir söng og leik fjórmenninganna frá Lifrarpolli. Þegar ég heyri þessi lög í dag finn ég að enn er ég þessi litli drengur sem ber kökuboxin hennar mömmu sinnar. Kveður svo rammt að þessu að meira að segja spegillinn nær ekki að rengja það. Máttur tónlistarinnar er nefnilega svo magnaður að löngu liðin augnablik verða fersk í minni og sál. Þannig finn ég fyrir gömlu Puma-skónum á fótum mér sem bera mig á diskótek í Grunnskóla Bíldudals í hvert sinn sem ég heyri í dúettinum Wham. Ég verð meira að segja að hafa mig allan við svo að ég verði ekki skotinn í Önnu Maríu öðru sinni. Ég sem á svona mikið undir tónlistinni stend auðvitað með Jóhanni í hans rimmu við risana sem tóku Söknuðinn ránshendi. Hann og aðrir sáðmenn söngvanna hafa nefnilega kallað fram hjá mér þennan angurværa en umfram allt fallega söknuð sem töfrar tónlistarinnar kveikja innra með mér. Til allrar hamingju er ekkert stórfyrirtækjanna orðið það stöndugt að það geti haft þann söknuð af mér.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar