Faraldur Magnús Guðmundsson skrifar 25. apríl 2018 10:00 Ef ein af hverjum þremur íslenskum konum þyrfti að þola sama kvalafulla sjúkdóminn einhvern tímann á ævinni, margar ítrekað með ófyrirsjáanlegum og jafnvel banvænum afleiðingum, væri samfélagið fyrir löngu búið að taka höndum saman um að uppræta þennan sjúkdóm. Taka höndum saman og leggja allt í sölurnar óháð kostnaði og vandkvæðum þar til óvætturinn væri upprættur með öllu. Eða er það ekki? Svarið er því miður nei. Í vikunni steig fram hópur kvenna á Facebook, undir merkjum #metoo-byltingarinnar, sem á það sameiginlegt að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu einhvers nákomins. Í tilkynningu frá hópnum kemur fram að ein af hverjum þremur konum verður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Þannig er ein af hverjum þremur konum ekki fórnarlamb sama sjúkdómsins heldur eins og sama sjúkleikans í fjölda karlmanna. Afleiðingarnar eru stórfelld skerðing á heilsu, lífsgæðum og jafnvel lífi og limum fjölmargra kvenna og barna þeirra. Þessu verður að linna. Allt frá síðastliðnu sumri höfum við fylgst með róttækri femínískri byltingu undir myllumerkjunum #höfumhátt og #metoo. Byltingu sem hverri sómakærri manneskju ber að fagna og kynda undir vegna þess að hún er til góðs fyrir okkur öll. Markmið hennar er ekki og hefur aldrei verið að skipta um ríkisstjórnir eða hlutast til um stjórnmál heldur breyta innviðum samfélagsins til betri vegar. En það breytir því ekki að til þess að svo megi verða þá þurfa ríkjandi stjórnvöld hverju sinni að grípa til róttækra aðgerða. Úttektir, stýrihópar og langtímaaðgerðaáætlanir eru einfaldlega ekki nóg. Það þarf að grípa til aðgerða innan réttargæslukerfisins alls, koma hverju einasta fórnarlambi og aðstandendum til stuðnings og margfalda fræðslu innan hvers einasta skóla og vinnustaðar. Markmiðið með þessum orðum er ekki að gera lítið úr því sem þegar er gert eða stendur til að gera, heldur einfaldlega að benda á þá staðreynd að það er ekki nóg. Ofbeldi karlmanna á hendur konum er sjúkleiki sem fer eins og faraldur um samfélagið með skelfilegum afleiðingum fyrir stóran hluta þjóðarinnar og við verðum að gera þá kröfu til ráðamanna að viðbrögðin séu í samræmi við það. Að ekkert sé til sparað til þess að uppræta þessa óáran með öllum ráðum og í þeim aðgerðum þurfum við að hafa í huga að þetta er alvarlegur heilbrigðisvandi sem er framkallaður af gerendum. Af karlmönnum sem beita konur ofbeldi. Karlmenn sem beita konur ofbeldi eru ömurleg lítilmenni og rót vandans. Þeir eru vírusinn sem þarf að uppræta og það verður ekki gert með þeim vettlingatökum sem löngum hafa einkennt málaflokkinn. Til þess hljótum við að þurfa að horfa til hertra refsiheimilda og ekki síður lögbundinnar fræðslu fyrir þessa einstaklinga með það að markmiði að þeir geri sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og snúi lífi sínu til betri vegar. Slíkar aðgerðir þola enga bið því hér geisar faraldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Ef ein af hverjum þremur íslenskum konum þyrfti að þola sama kvalafulla sjúkdóminn einhvern tímann á ævinni, margar ítrekað með ófyrirsjáanlegum og jafnvel banvænum afleiðingum, væri samfélagið fyrir löngu búið að taka höndum saman um að uppræta þennan sjúkdóm. Taka höndum saman og leggja allt í sölurnar óháð kostnaði og vandkvæðum þar til óvætturinn væri upprættur með öllu. Eða er það ekki? Svarið er því miður nei. Í vikunni steig fram hópur kvenna á Facebook, undir merkjum #metoo-byltingarinnar, sem á það sameiginlegt að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu einhvers nákomins. Í tilkynningu frá hópnum kemur fram að ein af hverjum þremur konum verður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Þannig er ein af hverjum þremur konum ekki fórnarlamb sama sjúkdómsins heldur eins og sama sjúkleikans í fjölda karlmanna. Afleiðingarnar eru stórfelld skerðing á heilsu, lífsgæðum og jafnvel lífi og limum fjölmargra kvenna og barna þeirra. Þessu verður að linna. Allt frá síðastliðnu sumri höfum við fylgst með róttækri femínískri byltingu undir myllumerkjunum #höfumhátt og #metoo. Byltingu sem hverri sómakærri manneskju ber að fagna og kynda undir vegna þess að hún er til góðs fyrir okkur öll. Markmið hennar er ekki og hefur aldrei verið að skipta um ríkisstjórnir eða hlutast til um stjórnmál heldur breyta innviðum samfélagsins til betri vegar. En það breytir því ekki að til þess að svo megi verða þá þurfa ríkjandi stjórnvöld hverju sinni að grípa til róttækra aðgerða. Úttektir, stýrihópar og langtímaaðgerðaáætlanir eru einfaldlega ekki nóg. Það þarf að grípa til aðgerða innan réttargæslukerfisins alls, koma hverju einasta fórnarlambi og aðstandendum til stuðnings og margfalda fræðslu innan hvers einasta skóla og vinnustaðar. Markmiðið með þessum orðum er ekki að gera lítið úr því sem þegar er gert eða stendur til að gera, heldur einfaldlega að benda á þá staðreynd að það er ekki nóg. Ofbeldi karlmanna á hendur konum er sjúkleiki sem fer eins og faraldur um samfélagið með skelfilegum afleiðingum fyrir stóran hluta þjóðarinnar og við verðum að gera þá kröfu til ráðamanna að viðbrögðin séu í samræmi við það. Að ekkert sé til sparað til þess að uppræta þessa óáran með öllum ráðum og í þeim aðgerðum þurfum við að hafa í huga að þetta er alvarlegur heilbrigðisvandi sem er framkallaður af gerendum. Af karlmönnum sem beita konur ofbeldi. Karlmenn sem beita konur ofbeldi eru ömurleg lítilmenni og rót vandans. Þeir eru vírusinn sem þarf að uppræta og það verður ekki gert með þeim vettlingatökum sem löngum hafa einkennt málaflokkinn. Til þess hljótum við að þurfa að horfa til hertra refsiheimilda og ekki síður lögbundinnar fræðslu fyrir þessa einstaklinga með það að markmiði að þeir geri sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og snúi lífi sínu til betri vegar. Slíkar aðgerðir þola enga bið því hér geisar faraldur.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun