Messað yfir kórnum Davíð Þorláksson skrifar 25. apríl 2018 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn kynnti kosningaloforð sín hinn 14. apríl. Fólkið er nýtt, en hugmyndirnar kunnuglegar; útþensla byggðar og fleiri bílamannvirki. Hins vegar vantar mál sem ætti alltaf að vera á stefnuskrá flokksins – skattalækkanir. Eina skattalækkunin sem var nefnd er afnám fasteignagjalda á eldri borgara. Það er sérstakt í ljósi þess að tekjulágir eldri borgarar fá afslátt af fasteignagjöldum. Gert er ráð fyrir að skatttekjur Reykjavíkurborgar verði 27% hærri í ár en þær voru fyrsta ár kjörtímabilsins. Á sama tíma hefur verðlag hækkað um 7%. Það væri því nægt svigrúm til skattalækkana ef borgin væri vel rekin. Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar sýnir mikinn mun á fylgi flokksins eftir kynjum, hverfum og aldri. Um 8% kvenna í Vesturbæ ætla að kjósa flokkinn á meðan 49% karla í Árbæ ætla að gera það. Um 33% fólks á aldrinum 45-59 ára ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en bara 21% fólks 30-44 ára. Í heildina ætla 27,4% að kjósa flokkinn. Það er aðeins hærra en þau 25,7% sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum, sem þó var versta útkoma í sögu hans. Sóknartækifæri flokksins liggja því hjá ungu fólki og konum sem búa miðsvæðis. Flokkurinn hefur samt síðustu ár aðallega verið að tala til eldri karla í úthverfum. Eldri maðurinn í Árbæ er eflaust kattsáttur við afnám fasteignagjalda á sig. Unga konan í Vesturbænum er líklega ekki sannfærð. Borgarfulltrúum flokksins virðist hafa verið meira umhugað um að vinna næsta prófkjör en næstu kosningar. Vonandi bera nýir frambjóðendur gæfu til þess að breyta því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Kosningar 2018 Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn kynnti kosningaloforð sín hinn 14. apríl. Fólkið er nýtt, en hugmyndirnar kunnuglegar; útþensla byggðar og fleiri bílamannvirki. Hins vegar vantar mál sem ætti alltaf að vera á stefnuskrá flokksins – skattalækkanir. Eina skattalækkunin sem var nefnd er afnám fasteignagjalda á eldri borgara. Það er sérstakt í ljósi þess að tekjulágir eldri borgarar fá afslátt af fasteignagjöldum. Gert er ráð fyrir að skatttekjur Reykjavíkurborgar verði 27% hærri í ár en þær voru fyrsta ár kjörtímabilsins. Á sama tíma hefur verðlag hækkað um 7%. Það væri því nægt svigrúm til skattalækkana ef borgin væri vel rekin. Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar sýnir mikinn mun á fylgi flokksins eftir kynjum, hverfum og aldri. Um 8% kvenna í Vesturbæ ætla að kjósa flokkinn á meðan 49% karla í Árbæ ætla að gera það. Um 33% fólks á aldrinum 45-59 ára ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en bara 21% fólks 30-44 ára. Í heildina ætla 27,4% að kjósa flokkinn. Það er aðeins hærra en þau 25,7% sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum, sem þó var versta útkoma í sögu hans. Sóknartækifæri flokksins liggja því hjá ungu fólki og konum sem búa miðsvæðis. Flokkurinn hefur samt síðustu ár aðallega verið að tala til eldri karla í úthverfum. Eldri maðurinn í Árbæ er eflaust kattsáttur við afnám fasteignagjalda á sig. Unga konan í Vesturbænum er líklega ekki sannfærð. Borgarfulltrúum flokksins virðist hafa verið meira umhugað um að vinna næsta prófkjör en næstu kosningar. Vonandi bera nýir frambjóðendur gæfu til þess að breyta því.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar