Franskur maður fær þriðja andlitið Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 21. apríl 2018 21:12 Laurent Lantieri, til vinstri, sérhæfir sig í húðágræðslum. Til hægri má sjá myndir af sjúklingnum og andlitunum þremur. Vísir / AFP Frakkinn Jérôme Hamon hefur undirgengist andlitságræðslu í annað skiptið á ævinni. Er hann þar með fyrsta manneskjan til að hafa undirgengist aðgerðina tvisvar sinnum. Hamon þjáist af alvarlegum arfgengum sjúkdómi sem veldur æxlisvexti í andliti. Hamon gekkst undir fyrri aðgerðina árið 2010 en fyrir hana var hann orðinn hræðilega afmyndaður í andliti. Eftir aðgerðina þurfti hann svo að taka lyf sem komu í veg fyrir að líkaminn hafnaði andlitinu. Árið 2015 fékk hann kvef sem hann tók sýklalyf við. Lyfin höfðu þau leiðinlegu áhrif að þau lyf sem Hamon var að taka vegna ágræðslunnar misstu virkni sína og byrjaði líkaminn í kjölfarið að hafna ágræðslunni. Í nóvember á síðasta ári var ástandið orðið gífurlega slæmt. Drep var komið í húðina og þurfti að taka andlitið af Hamon. Hann þurfti í kjölfarið að búa á spítala andlitslaus uns hann gæti aftur gengist undir andlitságræðslu. Meðan að á biðinni stóð gat Hamon hvorki talað, heyrt né séð. Að lokum barst þó andlit sem hægt var að græða á Hamon en aðgerðin tókst vel. Sjúklingurinn er sjálfur hæstánægður með niðurstöðuna. „Ég er 43 ára og gjafinn var 22 ára svo að ég er orðinn 22 ára aftur,“ sagði Jérôme Hamon í viðtali við franska sjónvarpsstöð.BBC greinir frá. Erlent Tengdar fréttir Fyrsta andlitságræðsla sögunnar framkvæmd í Frakklandi Læknar í Frakklandi hafa gert fyrstu andlitságræðslu sögunnar. Aðgerðin heppnaðist vel að sögn lækna en hennar var þörf eftir að hundur konunnar beit hana í andlitið þegar hann reyndi að vekja hana eftir að hún reyndi að svipta sig lífi. 2. desember 2005 20:45 Kínverji fékk nýtt andlit Önnur andlitságræðsla sögunnar fór fram í Kína í gær. Aðgerðin, sem tók meira en hálfan sólarhring, heppnaðist með ágætum. Aðgerðin er sú fyrsta sinnar tegundar í Kína. 15. apríl 2006 18:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Funda áfram á morgun Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Frakkinn Jérôme Hamon hefur undirgengist andlitságræðslu í annað skiptið á ævinni. Er hann þar með fyrsta manneskjan til að hafa undirgengist aðgerðina tvisvar sinnum. Hamon þjáist af alvarlegum arfgengum sjúkdómi sem veldur æxlisvexti í andliti. Hamon gekkst undir fyrri aðgerðina árið 2010 en fyrir hana var hann orðinn hræðilega afmyndaður í andliti. Eftir aðgerðina þurfti hann svo að taka lyf sem komu í veg fyrir að líkaminn hafnaði andlitinu. Árið 2015 fékk hann kvef sem hann tók sýklalyf við. Lyfin höfðu þau leiðinlegu áhrif að þau lyf sem Hamon var að taka vegna ágræðslunnar misstu virkni sína og byrjaði líkaminn í kjölfarið að hafna ágræðslunni. Í nóvember á síðasta ári var ástandið orðið gífurlega slæmt. Drep var komið í húðina og þurfti að taka andlitið af Hamon. Hann þurfti í kjölfarið að búa á spítala andlitslaus uns hann gæti aftur gengist undir andlitságræðslu. Meðan að á biðinni stóð gat Hamon hvorki talað, heyrt né séð. Að lokum barst þó andlit sem hægt var að græða á Hamon en aðgerðin tókst vel. Sjúklingurinn er sjálfur hæstánægður með niðurstöðuna. „Ég er 43 ára og gjafinn var 22 ára svo að ég er orðinn 22 ára aftur,“ sagði Jérôme Hamon í viðtali við franska sjónvarpsstöð.BBC greinir frá.
Erlent Tengdar fréttir Fyrsta andlitságræðsla sögunnar framkvæmd í Frakklandi Læknar í Frakklandi hafa gert fyrstu andlitságræðslu sögunnar. Aðgerðin heppnaðist vel að sögn lækna en hennar var þörf eftir að hundur konunnar beit hana í andlitið þegar hann reyndi að vekja hana eftir að hún reyndi að svipta sig lífi. 2. desember 2005 20:45 Kínverji fékk nýtt andlit Önnur andlitságræðsla sögunnar fór fram í Kína í gær. Aðgerðin, sem tók meira en hálfan sólarhring, heppnaðist með ágætum. Aðgerðin er sú fyrsta sinnar tegundar í Kína. 15. apríl 2006 18:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Funda áfram á morgun Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Fyrsta andlitságræðsla sögunnar framkvæmd í Frakklandi Læknar í Frakklandi hafa gert fyrstu andlitságræðslu sögunnar. Aðgerðin heppnaðist vel að sögn lækna en hennar var þörf eftir að hundur konunnar beit hana í andlitið þegar hann reyndi að vekja hana eftir að hún reyndi að svipta sig lífi. 2. desember 2005 20:45
Kínverji fékk nýtt andlit Önnur andlitságræðsla sögunnar fór fram í Kína í gær. Aðgerðin, sem tók meira en hálfan sólarhring, heppnaðist með ágætum. Aðgerðin er sú fyrsta sinnar tegundar í Kína. 15. apríl 2006 18:00