Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2018 07:00 Birna Einarsdóttir bankastjóri segir Íslandsbanka nú þegar hafa undirbúið sig í marga mánuði. Vísir/eyþór „Þetta er risabreyting,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um breytingar sem verða á fjármálakerfinu vegna nýrrar Evróputilskipunar, sem kölluð er PSD2. Gert er ráð fyrir að með tilkomu PSD2 aukist samkeppni á fjármálamarkaði mikið og tekjumódel bankanna gerbreytist. Samkvæmt tilskipuninni verður bönkum skylt að veita öðrum fyrirtækjum aðgang að greiðslumiðlum sínum. Tilskipunin hefur þegar tekið gildi innan ESB og tekur gildi hér á landi á næsta ári. Birna nefnir Facebook sem dæmi um þriðja aðila í samstarfinu. Viðskiptavinir bankanna geti þá óskað eftir því við bankann að mögulegt verði að birta persónulegar upplýsingar um þá, reikningsinnistæður og fleira. Þriðji aðili, eins og Facebook, myndi þó aðeins veita slíkar upplýsingar með vilja reikningseigenda og þyrfti jafnframt að vera vaktaður. „Þú getur séð fyrir þér til dæmis Facebook-síðuna þína. Þegar þú ferð þangað inn að þá sé þar hnappur og þú kemst inn á bankareikningana þína og jafnvel að staðan á reikningnum þínum birtist í hvert skipti sem þú ferð inn á Facebook. Við erum að byggja okkar kerfi þannig að þetta sé mögulegt,“ segir Birna. Fyrirkomulagið á færslum mun líka breytast. „Þannig að nú geta seljendur átt beina leið inn á reikning til að taka út af honum, ekki í gegnum kort eða í gegnum greiðslumiðlunarkerfi bankanna. Við þurfum að geta gert það að verkum að það sé hægt,“ bætir Birna við.Virkni Facebook er við það að verða enn fjölbreyttari.Vísir/afpÍslandsbanki opnar bankann sinn í dag fyrir samstarfi við önnur fyrirtæki. „Við ætlum að vera á undan löggjöfinni og erum búin að vera að undirbúa okkur í marga mánuði. Við ætlum ekkert að bíða eftir því að okkur verði ýtt út í þetta,“ segir Birna. Bankinn opnar vefsíðu þar sem fjártæknifyrirtæki geta með aðstoð starfsfólks Íslandsbanka þróað leið í samstarfi við bankann í þessu. „Við vitum að það eru mörg lítil fjártæknifyrirtæki sem eru að velta fyrir sér ýmiss konar lausnum,“ segir Birna. Hagkvæmasta leiðin sé að bankinn og önnur fjártæknifyrirtæki vinni í samstarfi. „Við viljum bara opna bankann fyrir nýjum tækifærum og gefa þeim aðgang að svæði þar sem þau getað prófað sig áfram og við getum hjálpað þeim. Við gætum alveg farið aðra leið, að ráða fullt af fólki og allar hugmyndirnar um hvað hægt væri að gera kæmu frá okkur. En það er miklu betra að litlu fyrirtækin og þau stóru komi og vinni saman að lausnum,“ segir Birna. Gæta verði ýtrasta öryggis við þessa vinnu. Birna vekur athygli á því að ýmis vinna sé eftir í íslenskri löggjöf til að hægt sé að innleiða PSD2-tilskipunina hér á landi. Til dæmist á eftir að vinna staðla sem þriðji aðili þarf að uppfylla. Svo á eftir að ákveða hver verður vottunaraðili og votta það að þriðji aðili sé til þess bær að taka við upplýsingunum. Þessi vottunaraðili gæti til dæmis orðið Fjármálaeftirlitið. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
„Þetta er risabreyting,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um breytingar sem verða á fjármálakerfinu vegna nýrrar Evróputilskipunar, sem kölluð er PSD2. Gert er ráð fyrir að með tilkomu PSD2 aukist samkeppni á fjármálamarkaði mikið og tekjumódel bankanna gerbreytist. Samkvæmt tilskipuninni verður bönkum skylt að veita öðrum fyrirtækjum aðgang að greiðslumiðlum sínum. Tilskipunin hefur þegar tekið gildi innan ESB og tekur gildi hér á landi á næsta ári. Birna nefnir Facebook sem dæmi um þriðja aðila í samstarfinu. Viðskiptavinir bankanna geti þá óskað eftir því við bankann að mögulegt verði að birta persónulegar upplýsingar um þá, reikningsinnistæður og fleira. Þriðji aðili, eins og Facebook, myndi þó aðeins veita slíkar upplýsingar með vilja reikningseigenda og þyrfti jafnframt að vera vaktaður. „Þú getur séð fyrir þér til dæmis Facebook-síðuna þína. Þegar þú ferð þangað inn að þá sé þar hnappur og þú kemst inn á bankareikningana þína og jafnvel að staðan á reikningnum þínum birtist í hvert skipti sem þú ferð inn á Facebook. Við erum að byggja okkar kerfi þannig að þetta sé mögulegt,“ segir Birna. Fyrirkomulagið á færslum mun líka breytast. „Þannig að nú geta seljendur átt beina leið inn á reikning til að taka út af honum, ekki í gegnum kort eða í gegnum greiðslumiðlunarkerfi bankanna. Við þurfum að geta gert það að verkum að það sé hægt,“ bætir Birna við.Virkni Facebook er við það að verða enn fjölbreyttari.Vísir/afpÍslandsbanki opnar bankann sinn í dag fyrir samstarfi við önnur fyrirtæki. „Við ætlum að vera á undan löggjöfinni og erum búin að vera að undirbúa okkur í marga mánuði. Við ætlum ekkert að bíða eftir því að okkur verði ýtt út í þetta,“ segir Birna. Bankinn opnar vefsíðu þar sem fjártæknifyrirtæki geta með aðstoð starfsfólks Íslandsbanka þróað leið í samstarfi við bankann í þessu. „Við vitum að það eru mörg lítil fjártæknifyrirtæki sem eru að velta fyrir sér ýmiss konar lausnum,“ segir Birna. Hagkvæmasta leiðin sé að bankinn og önnur fjártæknifyrirtæki vinni í samstarfi. „Við viljum bara opna bankann fyrir nýjum tækifærum og gefa þeim aðgang að svæði þar sem þau getað prófað sig áfram og við getum hjálpað þeim. Við gætum alveg farið aðra leið, að ráða fullt af fólki og allar hugmyndirnar um hvað hægt væri að gera kæmu frá okkur. En það er miklu betra að litlu fyrirtækin og þau stóru komi og vinni saman að lausnum,“ segir Birna. Gæta verði ýtrasta öryggis við þessa vinnu. Birna vekur athygli á því að ýmis vinna sé eftir í íslenskri löggjöf til að hægt sé að innleiða PSD2-tilskipunina hér á landi. Til dæmist á eftir að vinna staðla sem þriðji aðili þarf að uppfylla. Svo á eftir að ákveða hver verður vottunaraðili og votta það að þriðji aðili sé til þess bær að taka við upplýsingunum. Þessi vottunaraðili gæti til dæmis orðið Fjármálaeftirlitið.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent