Nýr forseti NRA hlaut dóm í tengslum við eitt mesta hneyksli bandarískra stjórnmála Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2018 22:58 Oliver North á ársþingi NRA um helgina. vísir/getty Oliver North, sem varð alræmdur á 9. áratug síðustu aldar vegna Íran-kontra-skandalsins, er nýr forseti Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA. North, sem vann fyrir öryggisráð Ronald Reagan í forsetatíð hans, var dæmdur árið 1989 fyrir að selja vopn til Írans. Vopnasalan var ólögleg þar sem Íran sætti viðskiptabanni en hagnaðurinn var notaður til að fjármagna kontra-uppreisnarsveitirnar í Níkaragva en Bandaríkjaforseti studdi sveitirnar. Árið 1991 var dómnum yfir North snúið við þar sem saksóknarar töldu sig ekki geta sannað að þeir sem báru vitni gegn honum væru ekki litaðir af skýrslu sem North gaf Bandaríkjaþingi á sínum tíma um málið. Var North veitt friðhelgi varðandi það sem hann greindi frá í þeirri skýrslutöku. Íran-kontra-skandallinn er eitt mesta hneyksli síðari tíma í bandarískum stjórnmálum og því vekur það óneitanlega athygli að NRA skuli velja sér North sem forseta nú. North hefur á undanförnum árum reynt fyrir sér sem stjórnmálaskýrandi og sjónvarpsmaður en hann starfaði á sjónvarpsstöðinni Fox News. Samtök byssueigenda eru ein stærstu og öflugustu hagsmunasamtökin í Bandaríkjunum en barátta þeirra fyrir rétti fólks til að eiga byssur er umdeild, ekki síst í ljósi þeirra fjölda skotárása sem verið hafa í landinu undanfarin misseri. Þar á meðal er ein sú mannskæðasta í sögunni þegar Stephen Paddock skaut 58 manns til bana í Las Vegas í október í fyrra. Níkaragva Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Oliver North, sem varð alræmdur á 9. áratug síðustu aldar vegna Íran-kontra-skandalsins, er nýr forseti Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA. North, sem vann fyrir öryggisráð Ronald Reagan í forsetatíð hans, var dæmdur árið 1989 fyrir að selja vopn til Írans. Vopnasalan var ólögleg þar sem Íran sætti viðskiptabanni en hagnaðurinn var notaður til að fjármagna kontra-uppreisnarsveitirnar í Níkaragva en Bandaríkjaforseti studdi sveitirnar. Árið 1991 var dómnum yfir North snúið við þar sem saksóknarar töldu sig ekki geta sannað að þeir sem báru vitni gegn honum væru ekki litaðir af skýrslu sem North gaf Bandaríkjaþingi á sínum tíma um málið. Var North veitt friðhelgi varðandi það sem hann greindi frá í þeirri skýrslutöku. Íran-kontra-skandallinn er eitt mesta hneyksli síðari tíma í bandarískum stjórnmálum og því vekur það óneitanlega athygli að NRA skuli velja sér North sem forseta nú. North hefur á undanförnum árum reynt fyrir sér sem stjórnmálaskýrandi og sjónvarpsmaður en hann starfaði á sjónvarpsstöðinni Fox News. Samtök byssueigenda eru ein stærstu og öflugustu hagsmunasamtökin í Bandaríkjunum en barátta þeirra fyrir rétti fólks til að eiga byssur er umdeild, ekki síst í ljósi þeirra fjölda skotárása sem verið hafa í landinu undanfarin misseri. Þar á meðal er ein sú mannskæðasta í sögunni þegar Stephen Paddock skaut 58 manns til bana í Las Vegas í október í fyrra.
Níkaragva Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira