Af hverju talar enginn um félagsmiðstöðvarnar? Þorsteinn V. Einarsson skrifar 4. maí 2018 06:39 Það er fáránlegt að félagsmiðstöðvar og starfsfólk þeirra þurfi stöðugt að réttlæta og útskýra tilvist sína. Að í hvert skipti sem talað er um stórbrotinn árangur í forvarnarstarfi sé yfirleitt einungis talað um skóla og íþróttastarf, en horft framhjá hlut félagsmiðstöðvanna. Eins og þær séu ekki til eða skipti ekki máli.Ein fjögurra grunnstoða forvarna Reykjavíkurborg hefur náð undraverðum árangri í forvörnum þannig að borgir um allan heim leitast við að feta sömu leið og við. Tölurnar tala sínu máli. Einungis um 5% unglinga hafa orðið drukknir í dag, miðað við 50% í kringum aldamótin 2000. Þessi undraverði árangur er ekki síst starfi félagsmiðstöðvanna að þakka og brautryðjenda á vettvangi frítímans. Samt heyrist allt of sjaldan talað um mikilvægi félagsmiðstöðvanna. Að taka virkan þátt í skipulögðu félagsmiðstöðvastarfi minnkar líkurnar á því að unglingar neyti áfengis eða vímuefna. Það er meðal annars vegna þess að umhverfi félagsmiðstöðva í Reykjavík, skipulagið og verkferlarnir, er byggt upp á menntunar- og forvarnargildum. Í félagsmiðstöðvum starfar yfirleitt háskólamenntaður stjórnandi auk leiðbeinenda sem eru framúrskarandi fyrirmyndir á mörgum sviðum. Ein lykilfærni starfsfólksins er að mynda og viðhalda traust milli sín og unglinganna sem koma í félagsmiðstöðvarnar. Það er lykilforsenda þess að starfið gangi upp, því það er ekki mætingaskylda, né nokkrar aðrar kvaðir á þátttöku í starfinu. Félagsmiðstöðvum í Reykjavík virðist ganga ansi vel að byggja upp traust, því stór hluti unglinga mætir í félagsmiðstöðvarnar. Hinir eru flestir í það miklu íþróttastarfi að þeir komast ekki. Unglingarnir segja sjálfir, þegar rýnt er í starfsemina með könnunum, samtölum eða rýnihópum, að það besta við félagsmiðstöðina þeirra sé starfsfólkið. Það ætti að segja ýmislegt. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru inni í málefnum unglinga Stundum kemur upp ágreiningur meðal unglinga sem getur brotist út á stórum viðburðum þar sem krakkar úr öllum hverfum koma saman. Slíkt gerist sjaldan, en það kemur þó fyrir. Vegna góðs samstarfs og reynds starfsfólks tekur það örskamma stund að kortleggja nákvæmlega hvaða unglingar koma hvaðan, hvað þeir heita, hverjir eru vinir hverra og hver baksaga ágreiningsins er. Þá er yfirleitt hægt að leysa vandann hratt með unglingunum sjálfum, foreldrum þeirra og öðrum viðeigandi aðilum. Þetta er hægt af því að unglingar treysta almennt starfsfólki félagsmiðstöðvanna, félagsmiðstöðvar eru í góðu samstarfi milli borgarhluta og stöðugt er leitast við að greina áhættuþætti í umhverfi unglinganna. Ég er ekki viss um að nokkur önnur starfsstétt geti með jafn skjótum hætti áttað sig á félagstengslum og unnið jafn fljótt úr málum. Forvarnir skila sér margfalt til baka Félagsmiðstöðvastarf gengur ekki einungis út á að halda böll, spila borðtennis eða leika sér. Félagsmiðstöðvastarf er geðheilbrigðisstarf, sáluhjálp, fyrsta hjálp, forvarnarstarf og menntunarstarf. Á sama tíma og það er afþreying og skemmtun. Sérsniðið af unglingunum sjálfum á eins lýðræðislegan hátt og mögulegt er hverju sinni. Við eigum að lyfta félagsmiðstöðvastarfi á þann stall sem því ber, tölum um gildi félagsmiðstöðvanna og gefum starfsfólki þeirra þá virðingu sem það á skilið. Fjölga heilsársstöðugildum og bæta aðstöðuna enda hafa félagsmiðstöðvar í fæstum tilfellum viðunandi húsnæði. Nái ég kjöri til borgarstjórnar í kosningunum í maí mun ég beita mér fyrir því af öllum krafti að styrkja rekstargrundvöll félagsmiðstöðvanna, því ég veit að það mun skila sér margfalt til baka út í samfélagið.Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fáránlegt að félagsmiðstöðvar og starfsfólk þeirra þurfi stöðugt að réttlæta og útskýra tilvist sína. Að í hvert skipti sem talað er um stórbrotinn árangur í forvarnarstarfi sé yfirleitt einungis talað um skóla og íþróttastarf, en horft framhjá hlut félagsmiðstöðvanna. Eins og þær séu ekki til eða skipti ekki máli.Ein fjögurra grunnstoða forvarna Reykjavíkurborg hefur náð undraverðum árangri í forvörnum þannig að borgir um allan heim leitast við að feta sömu leið og við. Tölurnar tala sínu máli. Einungis um 5% unglinga hafa orðið drukknir í dag, miðað við 50% í kringum aldamótin 2000. Þessi undraverði árangur er ekki síst starfi félagsmiðstöðvanna að þakka og brautryðjenda á vettvangi frítímans. Samt heyrist allt of sjaldan talað um mikilvægi félagsmiðstöðvanna. Að taka virkan þátt í skipulögðu félagsmiðstöðvastarfi minnkar líkurnar á því að unglingar neyti áfengis eða vímuefna. Það er meðal annars vegna þess að umhverfi félagsmiðstöðva í Reykjavík, skipulagið og verkferlarnir, er byggt upp á menntunar- og forvarnargildum. Í félagsmiðstöðvum starfar yfirleitt háskólamenntaður stjórnandi auk leiðbeinenda sem eru framúrskarandi fyrirmyndir á mörgum sviðum. Ein lykilfærni starfsfólksins er að mynda og viðhalda traust milli sín og unglinganna sem koma í félagsmiðstöðvarnar. Það er lykilforsenda þess að starfið gangi upp, því það er ekki mætingaskylda, né nokkrar aðrar kvaðir á þátttöku í starfinu. Félagsmiðstöðvum í Reykjavík virðist ganga ansi vel að byggja upp traust, því stór hluti unglinga mætir í félagsmiðstöðvarnar. Hinir eru flestir í það miklu íþróttastarfi að þeir komast ekki. Unglingarnir segja sjálfir, þegar rýnt er í starfsemina með könnunum, samtölum eða rýnihópum, að það besta við félagsmiðstöðina þeirra sé starfsfólkið. Það ætti að segja ýmislegt. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru inni í málefnum unglinga Stundum kemur upp ágreiningur meðal unglinga sem getur brotist út á stórum viðburðum þar sem krakkar úr öllum hverfum koma saman. Slíkt gerist sjaldan, en það kemur þó fyrir. Vegna góðs samstarfs og reynds starfsfólks tekur það örskamma stund að kortleggja nákvæmlega hvaða unglingar koma hvaðan, hvað þeir heita, hverjir eru vinir hverra og hver baksaga ágreiningsins er. Þá er yfirleitt hægt að leysa vandann hratt með unglingunum sjálfum, foreldrum þeirra og öðrum viðeigandi aðilum. Þetta er hægt af því að unglingar treysta almennt starfsfólki félagsmiðstöðvanna, félagsmiðstöðvar eru í góðu samstarfi milli borgarhluta og stöðugt er leitast við að greina áhættuþætti í umhverfi unglinganna. Ég er ekki viss um að nokkur önnur starfsstétt geti með jafn skjótum hætti áttað sig á félagstengslum og unnið jafn fljótt úr málum. Forvarnir skila sér margfalt til baka Félagsmiðstöðvastarf gengur ekki einungis út á að halda böll, spila borðtennis eða leika sér. Félagsmiðstöðvastarf er geðheilbrigðisstarf, sáluhjálp, fyrsta hjálp, forvarnarstarf og menntunarstarf. Á sama tíma og það er afþreying og skemmtun. Sérsniðið af unglingunum sjálfum á eins lýðræðislegan hátt og mögulegt er hverju sinni. Við eigum að lyfta félagsmiðstöðvastarfi á þann stall sem því ber, tölum um gildi félagsmiðstöðvanna og gefum starfsfólki þeirra þá virðingu sem það á skilið. Fjölga heilsársstöðugildum og bæta aðstöðuna enda hafa félagsmiðstöðvar í fæstum tilfellum viðunandi húsnæði. Nái ég kjöri til borgarstjórnar í kosningunum í maí mun ég beita mér fyrir því af öllum krafti að styrkja rekstargrundvöll félagsmiðstöðvanna, því ég veit að það mun skila sér margfalt til baka út í samfélagið.Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun