Sögufrægur gítarframleiðandi í þrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. maí 2018 23:30 Jimmy Page mundar Gibson-gítar á tónleikum á síðustu öld. Vísir/Getty Lánveitendur hins sögufræga bandaríska gítarframleiðanda Gibson hafa tekið yfir fyrirtækið eftir að stjórnendur þess óskuðu eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotameðferðar. Margar af helstu tónlistarstjörnum heimsins hafa í gegnum tíðina skartað gítörum frá fyrirtækinu. Gibson hefur verið skuldum vafið eftir misheppnaðar yfirtökur á raftækjaframleiðendum í von um að með því væri hægt að renna frekari stoðum undir rekstur fyrirtækisins, sem frá árinu 1894 hefur að mestu einbeitt sér að framleiðslu hljóðfæra. Fyrirtækið er best þekkt fyrir rafmagnsgítara sína sem framleiddir eru í verksmiðjum Gibson í Bandaríkjunum. Elvis Presley, Neil Young, Jimmy Page, Jimi Hendrix og Eric Clapton eru meðal þeirra sem skartað hafa gítörum frá Gibson.Í frétt Financial Times segir að með því að óska eftir gjaldþrotameðferð geti fyrirtækið starfað áfram en á sama tíma losað sig við þá hluta starfseminnar sem ekki hafa staðið undir væntingum, en rekja má erfiðleika fyrirtækisins að mestu til skuldsettar yfirtöku á hluta af raftækjaframleiðslu Phillips-samstæðunnar árið 2014. Mun Gibson nú leggja áherslu á kjarnastarfsemi sína, framleiðslu og sölu á hljóðfærum en sú starfsemi hefur gengið vel undanfarin ár. Til að mynda seldi Gibson 170 þúsund gítara á síðasta ári í yfir 80 löndum.Hér að neðan má sjá yfirferð yfir sögu Gibson Les Paul rafmagnsgítarsins og þar fyrir neðan má sjá tónlistarmanninn Eric Clapton ræða um Les Paul gítar í sinni eigu. Tónlist Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Lánveitendur hins sögufræga bandaríska gítarframleiðanda Gibson hafa tekið yfir fyrirtækið eftir að stjórnendur þess óskuðu eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotameðferðar. Margar af helstu tónlistarstjörnum heimsins hafa í gegnum tíðina skartað gítörum frá fyrirtækinu. Gibson hefur verið skuldum vafið eftir misheppnaðar yfirtökur á raftækjaframleiðendum í von um að með því væri hægt að renna frekari stoðum undir rekstur fyrirtækisins, sem frá árinu 1894 hefur að mestu einbeitt sér að framleiðslu hljóðfæra. Fyrirtækið er best þekkt fyrir rafmagnsgítara sína sem framleiddir eru í verksmiðjum Gibson í Bandaríkjunum. Elvis Presley, Neil Young, Jimmy Page, Jimi Hendrix og Eric Clapton eru meðal þeirra sem skartað hafa gítörum frá Gibson.Í frétt Financial Times segir að með því að óska eftir gjaldþrotameðferð geti fyrirtækið starfað áfram en á sama tíma losað sig við þá hluta starfseminnar sem ekki hafa staðið undir væntingum, en rekja má erfiðleika fyrirtækisins að mestu til skuldsettar yfirtöku á hluta af raftækjaframleiðslu Phillips-samstæðunnar árið 2014. Mun Gibson nú leggja áherslu á kjarnastarfsemi sína, framleiðslu og sölu á hljóðfærum en sú starfsemi hefur gengið vel undanfarin ár. Til að mynda seldi Gibson 170 þúsund gítara á síðasta ári í yfir 80 löndum.Hér að neðan má sjá yfirferð yfir sögu Gibson Les Paul rafmagnsgítarsins og þar fyrir neðan má sjá tónlistarmanninn Eric Clapton ræða um Les Paul gítar í sinni eigu.
Tónlist Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira