Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2018 10:22 Manafort vann meðal annars fyrir Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem er bandamaður stjórnvalda í Kreml. Vísir/AFP Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafði fulla heimild til að sækja Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, til saka. Þetta er mat alríkisdómara sem hafnaði kröfu lögmanna Manafort um að vísa ákærum gegnum honum frá í gær. Rannsókn Roberts Muller, sérstaka rannsakandans, beinist að afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við þá. Saksóknararnir hafa einnig heimild til að rannsaka önnur mál sem koma upp við rannsóknina. Lögmenn Manafort héldu því hins vegar fram að saksóknararnir hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. Brotin sem Manafort væri ákærður fyrir tengdust samráði við Rússa á engan hátt.Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafnaði alríkisdómari í Washington-borg þeim rökum og sagði að dómsmálaráðuneytið hefði sérstaklega veitt leyfi til að rannsaka meint brot sem lýst er í ákærunni gegn Manafort. Því hafi saksóknararnir ekki farið út fyrir valdsvið sitt.Þáði milljónir frá Úkraínu Manafort er meðal annars ákærður fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis. Hann vann meðal annars fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu áður en hann tók við forstetaframboði Trump árið 2016. Í Virginíuríki er Manafort ákærður fyrir bankasvik og að skila röngum skattskýrslum. Fyrrverandi kosningastjórinn hefur neitað sök. Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri Trump í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá Janúkóvitsj. Fram hafa komið upplýsingar um að Manafort hafi meðal annars skipulagt leynilega áróðursherferð til þess að bæta ímynd ríkisstjórn Janúkóvitsj og koma höggi á pólitíska andstæðinga, þar á meðal Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44 Evrópskir stjórnmálamenn sverja af sér tengsl við kosningastjóra Trump Fyrrverandi kanslari Austurríkis segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort hefði fjármagnað hóp sem hann stýrði sem ræddi um málefni Úkraínu fyrir fimm árum. 24. febrúar 2018 21:01 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafði fulla heimild til að sækja Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, til saka. Þetta er mat alríkisdómara sem hafnaði kröfu lögmanna Manafort um að vísa ákærum gegnum honum frá í gær. Rannsókn Roberts Muller, sérstaka rannsakandans, beinist að afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við þá. Saksóknararnir hafa einnig heimild til að rannsaka önnur mál sem koma upp við rannsóknina. Lögmenn Manafort héldu því hins vegar fram að saksóknararnir hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. Brotin sem Manafort væri ákærður fyrir tengdust samráði við Rússa á engan hátt.Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafnaði alríkisdómari í Washington-borg þeim rökum og sagði að dómsmálaráðuneytið hefði sérstaklega veitt leyfi til að rannsaka meint brot sem lýst er í ákærunni gegn Manafort. Því hafi saksóknararnir ekki farið út fyrir valdsvið sitt.Þáði milljónir frá Úkraínu Manafort er meðal annars ákærður fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis. Hann vann meðal annars fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu áður en hann tók við forstetaframboði Trump árið 2016. Í Virginíuríki er Manafort ákærður fyrir bankasvik og að skila röngum skattskýrslum. Fyrrverandi kosningastjórinn hefur neitað sök. Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri Trump í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá Janúkóvitsj. Fram hafa komið upplýsingar um að Manafort hafi meðal annars skipulagt leynilega áróðursherferð til þess að bæta ímynd ríkisstjórn Janúkóvitsj og koma höggi á pólitíska andstæðinga, þar á meðal Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44 Evrópskir stjórnmálamenn sverja af sér tengsl við kosningastjóra Trump Fyrrverandi kanslari Austurríkis segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort hefði fjármagnað hóp sem hann stýrði sem ræddi um málefni Úkraínu fyrir fimm árum. 24. febrúar 2018 21:01 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44
Evrópskir stjórnmálamenn sverja af sér tengsl við kosningastjóra Trump Fyrrverandi kanslari Austurríkis segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort hefði fjármagnað hóp sem hann stýrði sem ræddi um málefni Úkraínu fyrir fimm árum. 24. febrúar 2018 21:01
Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15