Setjum hagsmuni íbúa í fyrsta sæti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson skrifar 16. maí 2018 07:00 Eftir aðeins örfáa daga verður kosið í sveitarstjórnir um land allt. Samfélagsmiðlar eru stútfullir af prúðbúnum frambjóðendum, slagorðin vel útpæld og loforðin alltumlykjandi. Það taka allir þátt í þessum leik, enda skiptir máli að ná til eyrna kjósenda og boða fagnaðarerindið. Þegar keppt er um atkvæði kjósenda er vinsælt að lofa öllu fögru, lasta andstæðinginn og kasta reyksprengjum til þess eins að afvegaleiða umræðuna. Sveitarstjórnarmálin hafa líklega aldrei verið jafn þýðingarmikil og mikilvæg og nú. Fleiri verkefni og víðtækari eru nú á ábyrgð sveitarfélaga en áður og því skipta ákvarðanir sem teknar eru í sveitarstjórnum miklu máli fyrir daglegt líf fólks. Því þarf að vanda vel til verka og fulltrúar í sveitarstjórnum verða að vera meðvitaðir um þá miklu ábyrgð sem fylgir starfinu. Það skiptir því miklu máli að í sveitarstjórn veljist einstaklingar sem hafa skýr markmið og stefnu, þora að ráðast í breytingar, taka erfiðar ákvarðanir og klára málin. Þessir sömu sveitarstjórnarfulltrúar verða líka að geta átt í góðu samtali og samstarfi við þingið og þá fulltrúa sem þar sitja.Viðreisn ætlar að tryggja að sú brú verði byggð og notuð í báðar áttir. Þó að Viðreisn sé að bjóða fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningum höfum við þegar sýnt í verki að Viðreisn er stjórnmálaafl sem lætur verkin tala. Viðreisn vill frjálslyndar, jafnréttissinnaðar og lausnamiðaðar sveitarstjórnir um land allt. Við viljum að sveitarfélögin séu vel rekin og að þjónusta við íbúa sé í fyrirrúmi. Það eru víða tækifæri til að gera mun betur. Efla þarf menntakerfið, laða hæft fólk til kennslu og tryggja dagvistunarúrræði frá því að fæðingarorlofi lýkur. Við þurfum að einfalda stjórnsýslu sveitarfélaganna og leggja stóraukna áherslu á rafræna þjónustu. Efla þarf almenningssamgöngur og greiða leið strætisvagna og einkabílsins með fjárfestingu í gatnakerfinu. Tryggja þarf ungu fólki húsnæði við hæfi, hvort heldur sem er með þéttingu byggðar eða þróun nýrra hverfa. Síðast en ekki síst má aldrei gleyma að stuðla að blómlegri og fjölbreyttri menningarstarfsemi sem auðgar andann og gerir lífið skemmtilegra. Viðreisn setur hagsmuni íbúa í fyrsta sæti en ekki sérhagsmuni flokka eða hagsmunaafla. Þetta er einfalt – að almannahagsmunir gangi framar sérhagsmunum. Þannig mun Viðreisn einnig vinna í sveitarstjórnum.Höfundar eru formaður og varaformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir aðeins örfáa daga verður kosið í sveitarstjórnir um land allt. Samfélagsmiðlar eru stútfullir af prúðbúnum frambjóðendum, slagorðin vel útpæld og loforðin alltumlykjandi. Það taka allir þátt í þessum leik, enda skiptir máli að ná til eyrna kjósenda og boða fagnaðarerindið. Þegar keppt er um atkvæði kjósenda er vinsælt að lofa öllu fögru, lasta andstæðinginn og kasta reyksprengjum til þess eins að afvegaleiða umræðuna. Sveitarstjórnarmálin hafa líklega aldrei verið jafn þýðingarmikil og mikilvæg og nú. Fleiri verkefni og víðtækari eru nú á ábyrgð sveitarfélaga en áður og því skipta ákvarðanir sem teknar eru í sveitarstjórnum miklu máli fyrir daglegt líf fólks. Því þarf að vanda vel til verka og fulltrúar í sveitarstjórnum verða að vera meðvitaðir um þá miklu ábyrgð sem fylgir starfinu. Það skiptir því miklu máli að í sveitarstjórn veljist einstaklingar sem hafa skýr markmið og stefnu, þora að ráðast í breytingar, taka erfiðar ákvarðanir og klára málin. Þessir sömu sveitarstjórnarfulltrúar verða líka að geta átt í góðu samtali og samstarfi við þingið og þá fulltrúa sem þar sitja.Viðreisn ætlar að tryggja að sú brú verði byggð og notuð í báðar áttir. Þó að Viðreisn sé að bjóða fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningum höfum við þegar sýnt í verki að Viðreisn er stjórnmálaafl sem lætur verkin tala. Viðreisn vill frjálslyndar, jafnréttissinnaðar og lausnamiðaðar sveitarstjórnir um land allt. Við viljum að sveitarfélögin séu vel rekin og að þjónusta við íbúa sé í fyrirrúmi. Það eru víða tækifæri til að gera mun betur. Efla þarf menntakerfið, laða hæft fólk til kennslu og tryggja dagvistunarúrræði frá því að fæðingarorlofi lýkur. Við þurfum að einfalda stjórnsýslu sveitarfélaganna og leggja stóraukna áherslu á rafræna þjónustu. Efla þarf almenningssamgöngur og greiða leið strætisvagna og einkabílsins með fjárfestingu í gatnakerfinu. Tryggja þarf ungu fólki húsnæði við hæfi, hvort heldur sem er með þéttingu byggðar eða þróun nýrra hverfa. Síðast en ekki síst má aldrei gleyma að stuðla að blómlegri og fjölbreyttri menningarstarfsemi sem auðgar andann og gerir lífið skemmtilegra. Viðreisn setur hagsmuni íbúa í fyrsta sæti en ekki sérhagsmuni flokka eða hagsmunaafla. Þetta er einfalt – að almannahagsmunir gangi framar sérhagsmunum. Þannig mun Viðreisn einnig vinna í sveitarstjórnum.Höfundar eru formaður og varaformaður Viðreisnar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar